Nýjustu fréttir

Verslanir lækka verð á fatnaði og skóm

Fréttatilkynning send til fjölmiðla 12.11.2015 Verslanir lækka verð á fatnaði og skóm Fyrirhuguð niðurfelling tolla á fatnað og skóm um næstu áramót er þegar farin að hafa jákvæð áhrif á verðlag hérlendis. Dæmi eru um að verslanir hafi lækkað verð... Lesa áfram

Nýtt sjúkrahús – opinn umræðufundur

Samtök atvinnulífsins og Háskólinn á Bifröst stóðu fyrir opnum umræðufundi um nýtt sjúkrahús, miðvikudaginn 4. nóvember á Icelandair hótel Reykjavík Natura. Á fundinum kynnti  Gunnar Alexander Ólafsson, heilsuhagfræðingur,  tillögur nýrrar skýrslu... Lesa áfram

Erlendir ferðamenn eyddu 46% meira en í fyrra

Samkvæmt tilkynningu frá Rannsóknasetri verslunarinnar var erlend greiðslukortavelta hér á landi 13,7 milljarðar kr. í september síðastliðnum sem var 4,3 milljörðum kr. hærri upphæð en í sama mánuði í fyrra eða hækkun sem nemur 46% á milli ára. Ef... Lesa áfram

Stöðug aukning í sölu húsgagna

Samkvæmt fréttatilkynningu frá Rannsóknasetri verslunarinnar jókst sala húsgagna um fimmtung í september síðastliðnum frá sama mánuði í fyrra. Þessi aukning ræðst að nokkru leyti af lítilli sölu í samanburðarmánuðinum í fyrra, en engu að síður... Lesa áfram

FaghóparFlutningasviðSamtök heilbrigðisfyrirtækjaSamtök sjálfstæðra skólaSamtök ökuskóla

Aðild

Auk þess almenna ávinnings sem félagsmenn SVÞ njóta vegna hagsmunagæslu samtakanna, s.s. framfarir í verslun og þjónustu, svo og heilbrigðara starfsumhverfi, eru nokkrar sértækar ástæður fyrir aðild að samtökunum.

Á döfinni

Staða mannauðsstjórnunar í dag

Morgunverðarfundur í fundarröðinni Menntun og mannauður, verður haldinn  þriðjudaginn 17. nóvember kl. 8:30 – 9:30 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 1. hæð.  Efni fundar er staða mannauðsstjórnunar í dag.

Dagskrá:

Niðurstöður Cranet mannauðsrannsókna 201 5. 

Arney Einarsdóttir, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar í mannauðsstjórnun

Hver eru verkefni mannauðstjórnunar í dag? 

Hafsteinn Bragason mannauðsstjóri Íslandsbanka

Spurningar og spjall

Fundarstjóri: Kristín Lúðvíksdóttir, verkefnastjóri hjá Samtökum fjármálafyrirtækja

Kaffi, te og með því frá kl. 8.15.
Næsti fundur verður auglýstur með góðum fyrirvara í byrjun árs 2016

Innleiðing á AEO öryggisvottun: Hver er ávinningurinn?

Föstudaginn 25. september nk. kl. 10:15  verður kynning á AEO öryggisvottun í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 1. hæð.  Um kynninguna sjá Elvar Örn Arason, stjórnsýslufræðingur og Konráð Konráðsson, verkefnastjóri AEO hjá Tollstjóra.

Nánar um efni fundarins:

Embætti Tollstjóra hefur hafið undirbúning að innleiðingu á íslensku AEO – kerfi. AEO stendur fyrir „Authorised Economic Operator“ sem nefnt hefur verið „viðurkenndir rekstraraðilar“ á íslensku. AEO er viðurkennt vottunarkerfi sem tollayfirvöld veita fyrirtækjum sem gegna hlutverki í alþjóðlegu aðfangakeðjunni. Útbreiðsla þess hefur aukist jafnt og þétt á undanförnum árum um allan heim. Meginmarkmið með AEO eru að liðka fyrir viðskiptum og tryggja öryggi alþjóðlegu vörukeðjunnar. Ávinningur AEO – vottunar felst meðal annars í hraðari tollafgreiðslu, auknum fyrirsjáanleika og minni töfum við eftirlit. Ávinningurinn felst einnig í vottuninni sjálfri þar sem AEO – vottun er talin vera gæðamerki í alþjóðlegum vöruflutningum. Fyrirtæki sem hlotið hafa AEO – vottun eru álitin traust og eftirsótt er að eiga við þau viðskipti. Þetta skipir æ meira máli eftir því sem útbreiðsla AEO eykst.

Kynningin tekur um klukkutíma og eru áhugasamir beðnir um að skrá þátttöku sína með því að senda tölvupóst á lisbet@svth.is fyrir miðvikudaginn 23. september.

Njarðarskjöldur og Freyjusómi

Njarðarskjöldur og Freyjusómi 2014, viðurkenningar og hvatningarverðlaun Reykjavíkurborgar og samstarfsaðila, þ.m.t. SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu, verða veitt í nítjanda sinn við hátíðlega athöfn í Háuloftum í  Hörpu fimmtudaginn 26. febrúar nk. kl. 18:00 – 20:00.

Markmið verðlaunanna er að hvetja til bættrar og aukinnar verslunarþjónustu við ferðamenn í Reykjavík.  Við tilnefningu ferðamannaverslunar ársins, Njarðarskjaldar,  er leitast við að verðlauna þá verslun sem hefur náð hvað bestum söluárangri til erlendra ferðamanna milli ára auk þess sem leitað er eftir ákveðnum þjónustuþáttum, s.s. merkingum innan búðar, viðmóti starfsfólks og fl.  Freyjusómi er veittur til þeirrar verslunar sem þykir koma með hvað ferskastan andblæ í verslunarrekstur á fermaðmannamarkaði í borginni.  

Allir eru velkomnir og eru áhugasamir  beðnir um að skrá sig á www.visitreykjavik.is/skraning

 

Lesa meira…

Ýmislegt

saga-vers

utvis

voruq

Um okkur
Við erum í Húsi atvinnulífsins:

  • svth@svth.is
  • 511-3000
  • SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu
    Borgartúni 35, 105 Reykjavík