Nýjustu fréttir

Nýr starfmaður hjá SVÞ

Ingvar Freyr Ingvarsson hefur verið ráðinn sem hagfræðingur hjá Samtökum verslunar og þjónustu. Ingvar hefur kennt hagfræði og skyldar greinar, bæði í menntaskóla og við Opna háskólann í Reykjavík, sem aðstoðarkennari... Lesa áfram

Innflutningsbann á fersku kjöti dæmt ólögmætt

Fréttatilkynning send til fjölmiðla 18.11.2016 Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu fyrr í dag að innflutningsbann á fersku kjöti fæli í sér brot gagnvart EES-skuldbindingum íslenska ríkisins og er því ólögmætt.... Lesa áfram

Menntaverðlaun atvinnulífsins 2017

Óskað eftir tilnefningum Menntaverðlaun atvinnulífsins verða afhent á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 2. febrúar 2017. Óskað er eftir tilnefningum um fyrirtæki sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála... Lesa áfram

FaghóparFlutningasviðSamtök heilbrigðisfyrirtækjaSamtök sjálfstæðra skólaSamtök ökuskóla

Aðild

Auk þess almenna ávinnings sem félagsmenn SVÞ njóta vegna hagsmunagæslu samtakanna, s.s. framfarir í verslun og þjónustu, svo og heilbrigðara starfsumhverfi, eru nokkrar sértækar ástæður fyrir aðild að samtökunum.

Á döfinni

Hverju þarf að huga að í rekstri minni og meðalstórra fyrirtækja? – Morgunfundur SVÞ og Deloitte 29. nóv.

Morgunfundur 29. nóvember kl. 8.30 – 10.00
Heitt á könnunni frá kl. 8.15
Fundarsalnum Kviku, Húsi Atvinnulífsins, Borgartúni 35

Hverju þarf að huga að í rekstri minni og meðalstórra fyrirtækja?
Farið er yfir hagnýt atriði fyrir minni og meðalstór fyrirtæki þegar kemur að bókhaldi, fjármálum, uppgjörum, áætlanagerð og sköttum.
Sérfræðingar Deloitte á þessum sviðum munu fara yfir lykilþætti þessara mála á einfaldan og skýran hátt, þar sem áhersla er lögð á leiðir til að bæta og einfalda ferla með áherslu á fjármálasvið.

Dagskrá:
• Bókhald, laun og aðrir ferlar í fjármáladeild – Jónas Gestur Jónasson & Sunna Einarsdóttir
• Ný ársreikningalög – helstu álitamál – Signý Magnúsdóttir
• Stjórnendaskýrslur og áætlanagerð í Excel – Lovísa Anna Finnbjörnsdóttir
• Skatta- og lögfræðiatriði sem þarf að hafa í huga – Haraldur Ingi Birgisson

Leiðbeinendur:
• Jónas Gestur Jónasson – Viðskiptalausnir – Löggiltur endurskoðandi og eigandi
• Signý Magnúsdóttir – Endurskoðunarsvið – Löggiltur endurskoðandi og eigandi
• Sunna Einarsdóttir – Viðskiptalausnir – Liðsstjóri og CFO
• Haraldur Ingi Birgisson – Skatta- og Lögfræðisvið – Liðsstjóri
• Lovísa Anna Finnbjörnsdóttir – Ráðgjafasvið – Liðsstjóri

Auglýsing til útprentunar.

SKRÁNING - Hverju þarf að huga að í rekstri minni og meðalstórra fyrirtækja?

Morgunfundur 29. nóvember 2016, kl. 8.30 - 10.00 Kvika, Hús atvinnulífsins, Borgartúni 35

Umbúðir hvenær nauðsyn og hvenær sóun? Málþing UST og Reykjavíkurborgar 24. nóv.

Málþing í austurhluta Tjarnarsalarins í Ráðhúsi Reykjavíkur
Fimmtudaginn 24. nóvember 2016, kl. 8:30-12:00.
Boðið verður upp á kaffi og vörukynningu á umhverfisvænni umbúðum.
Skráning hér


DAGSKRÁ FUNDARINS
Ávarp Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra Reykjavíkur

UMBÚÐIR OG UMHVERFIÐ
Kristín Linda Árnadóttir frá Umhverfisstofnunnytnivikan

HLUTVERK UMBÚÐA OG LEIÐIR TIL AÐ LÁGMARKA NOTKUN
Bryndís Skúladóttir frá Samtökum iðnaðarins

HLUTVERK OG VALD SVEITARFÉLAGA Í AÐ DRAGA ÚR UMBÚÐAAUSTRI
Eygerður Margrétardóttir frá Reykjavíkurborg

ÖRKYNNINGAR
—  KAFFI OG VÖRUKYNNINGAR —

EFNI, UMBÚÐIR, SAMHENGI
Garðar Eyjólfsson frá Listaháskóla Íslands

UMBÚÐIR OG MATVÆLI
Óskar Ísfeld frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur

UMBÚÐANOTKUN HJÁ VEITINGASÖLUM
Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir frá Gló og Rakel Eva Sævarsdóttir frá Borðinu

Fundarstjóri verður Guðfinnur Sigurvinsson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar


AÐGANGUR ER ÓKEYPIS OG ALLIR ERU VELKOMNIR.
Biðjum þó alla að skrá sig svo hægt sé að áætla fjölda og draga
úr matarsóun.

Strætóleiðir 1, 3, 6, 11, 12 og 14 stoppa hjá Ráðhúsinu
sem upplagt er að nýta sér!

Dagskráin á pdf sniði

reykjavikurborgumhverfisstofnun

Félagsfundur 22. nóv. – Gerum betur í þjónustu um jólin

Í tilefni af útgáfu Margrétar Reynisdóttur hjá Gerum betur ehf. á fimmtu bókinni í ritröð: 50 uppskriftir að góðri þjónustu býður SVÞ ykkur að hlusta á reynslusögur meistaranna. Margrét mun kynna bókina auk þess sem forsvarsmenn nokkurra fyrirtækja deila reynslu sinni.

50-uppskriftir-forsida-002
Tími: Þriðjudaginn, 22. nóvember, kl 8.30-10. Morgunkaffi og meðlæti frá  kl. 8.15

Staður: SVÞ-Samtök verslunar og þjónustu,  Kvika, Borgartúni 35

Aðgangseyrir: 5.990 kr. Innifalið: Bókin 50 uppskriftir að góðri þjónustu (2016) – fullt verð 6.490 kr.

Fyrirlesarar sem deila sínum uppskriftum að þjónustu:
• Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Sjónlags og Eyeslands
• Sigurbjörg Sigþórsdóttir, framkvæmdastjóri Bakarameistarans
• Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR

 

 

SKRÁNING - Gerum betur í þjónustu um jólin

Félagsfundur 22. nóvember 8.30-10.00, Kviku, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35

Félagsfundur 17. nóv. nk. – Ný Evrópureglugerð um persónuvernd

SVÞ boðar til félagsfundar  um nýja Evrópureglugerð um persónuvernd fimmtudaginn 17. nóvember nk. kl. 8.30 – 10.00 í Kviku, Húsi atvinnulífins, Borgartúni 35. Boðið verður upp á kaffi, te og með því frá kl. 8.15.

Nýlega voru samþykktar umfangsmestu breytingar sem gerðar hafa verið á evrópskri persónuverndarlöggjöf í rúm 20 ár. Áætlað er að breytingarnar taki gildi hérlendis í maí 2018 og  fyrir þann tíma þurfa fyrirtæki að aðlaga starfsemi sína að breyttum – og auknum – kröfum til persónuverndar og öryggis persónuupplýsinga. Réttindi einstaklinga t.d. til fræðslu og aðgangs að upplýsingum eru bætt og eftirlit persónuverndarstofnana aukið. Aukin ábyrgð fyrirtækja, stórkauknar sektarheimildir eftirlitsstofnana og ríkari kröfur til öryggis persónuupplýsinga gera persónuvernd að lykilatriði í rekstri fyrirtækja sem vinna slíkar upplýsingar.

Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, mun kynna nýja Evrópureglugerð um persónuvernd og það breytta landslag sem fram undan er í persónuverndarmálum hérlendis.

Vigdís Eva Líndal, verkefnastjóri EES-mála hjá Persónuvernd, mun í kjölfarið fjalla nánar um einstaka skyldur sem fyrirtæki þurfa sérstaklega að huga að til að mynda aukna fræðslu til neytenda, skipun persónuverndarfulltrúa, gerð persónusniða ofl.

SKRÁNING - Hverju þarf að huga að í rekstri minni og meðalstórra fyrirtækja?

Morgunfundur 29. nóvember 2016, kl. 8.30 - 10.00 Kvika, Hús atvinnulífsins, Borgartúni 35

 

Réttindi og skyldur vegna netsölu – félagsfundur 10. nóv. nk.

SVÞ boðar til félagsfundar  um réttindi og skyldur vegna sölu á netinu fimmtudaginn 10. nóvember nk. kl. 8.30 – 10.00 í Kviku, Húsi atvinnulífins, Borgartúni 35. Boðið verður upp á kaffi, te og með því frá kl. 8.15.

Á fundinum mun lögfræðingur Neytendastofu fara yfir ákvæði nýrra laga um neytendasamninga og hvaða breytingar þau hafa í för með sér frá lögum um húsgöngu- og fjarsölusamninga. Farið verður stuttlega yfir almenna upplýsingaskyldu seljenda samkvæmt lögunum en megináhersla verður lögð á að fara yfir skyldur seljenda og réttindi neytenda við fjarsölu og sölu utan fastrar starfsstöðvar.

Að undanförnu hefur sala á netinu færst í aukana og hafa verslanir í síauknum mæli tileinkað sér netverslanir í sinni starfsemi sem valmöguleika fyrir neytendur. Að mörgu þarf að hyggja þegar kemur að netverslun enda geta réttindi og skyldur verið mismunandi frá því sem á við um staðbundna verslun.

Fyrr á þessu ári voru samþykkt ný lög um neytendasamninga sem hafa það að markmiði að samræma reglur aðildarríkja EES-svæðisins um samninga utan fastrar starfsstöðvar seljanda, fjarsölusamninga, sölu- og þjónustusamninga og um hvaða atriði seljanda er skylt að upplýsa neytendur áður en slíkir samningar verða skuldbindandi af hálfu neytenda.

SKRÁNING - Hverju þarf að huga að í rekstri minni og meðalstórra fyrirtækja?

Morgunfundur 29. nóvember 2016, kl. 8.30 - 10.00 Kvika, Hús atvinnulífsins, Borgartúni 35
Ýmislegt

saga-vers

utvis

voruq

Um okkur
Við erum í Húsi atvinnulífsins:

  • svth@svth.is
  • 511-3000
  • SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu
    Borgartúni 35, 105 Reykjavík