Nýjustu fréttir

Nýgerðir kjarasamningar og staða kjaramála

Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands skrifuðu undir nýjan kjarasamning fimmtudaginn 21. janúar. Samningurinn fer nú til kynningar hjá samningsaðilum og atkvæðagreiðslu og skulu niðurstöður liggja fyrir eigi síðar en 26. febrúar.... Lesa áfram

Njarðarskjöldur 2016

Icewear Magasín í Austurstræti hlýtur í ár Njarðarskjöldinn, hvatningarverðlaun til ferðamannaverslana í Reykjavík. Verðlaunin voru afhent 21. janúar sl. við hátíðlega athöfn í Hvalasýningunni við Fiskislóð. Að viðurkenningunni standa SVÞ –... Lesa áfram

Menntadagur atvinnulífsins 2016

Icelandair Hotels var valið menntafyrirtæki ársins 2016 á  menntadegi atvinnulífsins sem var haldinn í þriðja sinn á Hilton Reykjavík Nordica 28. janúar 2016.  Fyrirtækið Securitas var valinn menntasproti ársins og eru... Lesa áfram

FaghóparFlutningasviðSamtök heilbrigðisfyrirtækjaSamtök sjálfstæðra skólaSamtök ökuskóla

Aðild

Auk þess almenna ávinnings sem félagsmenn SVÞ njóta vegna hagsmunagæslu samtakanna, s.s. framfarir í verslun og þjónustu, svo og heilbrigðara starfsumhverfi, eru nokkrar sértækar ástæður fyrir aðild að samtökunum.

Á döfinni

Takið daginn frá – Aðalfundur SVÞ 17. mars nk.

Aðalfundur SVÞ verður haldinn þann 17. mars nk.  Hefðbundin aðalfundastörf verða afgreidd á lokuðum fundi fyrir hádegi en eftir hádegi verður haldin ráðstefna sem vert er að vekja athygli á.  Ráðstefnan fer fram á Hilton Reykjavik Nordica og verður öllum opin.

Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar verður Ken Hughes, margverðlaunaður fyrirlesari um neytendahegðun (Europe’s leading Consumer and Shopper Behaviouralist).  Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga, valinn besti fyrirlesarinn á níu ráðstefnum um smásölu  og mikils virtur á sviði kauphegðunar, markaðssetningu og samþættri sölu (omni channel).  Þá hefur hann veitt fjölda fyrirtækja  ráðgjöf á þessu sviði og meðal viðskiptavina hans eru fyrirtæki á borð við IKEA, Coca Cola og Heineken

Fyrir áhugasama þá má kynna sér hann nánar hér: http://www.kenhughes.info/

Nýgerðir kjarasamningar og staða kjaramála – 4. febrúar kl. 8.30

Samtök verslunar og þjónustu bjóða félagsmönnum til kynningarfundar um nýgerða kjarasamninga og stöðu kjaramála fimmtudaginn 4. febrúar n.k. kl. 8.30 – 10.00 í Kviku á 1. hæð í Húsi atvinnulífsins.

Frummælendur á fundinum verða þau Margrét Sanders, formaður SVÞ og Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri  SA.

SKRÁNING

Menntadagur atvinnulífsins 2016

Menntun og fræðsla sem nýtist öllu atvinnulífinu verður í kastljósinu á menntadegi atvinnulífsins 28. janúar næstkomandi en þetta er í þriðja sinn sem dagurinn er haldinn. Boðið verður upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá auk þess sem menntaverðlaun atvinnulífsins verða veitt fyrirtækjum sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála.

Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins. Menntadagurinn er haldinn á Hilton Reykjavík Nordica og er vissara að skrá þátttöku tímanlega til að tryggja sér pláss.

Sameiginleg dagskrá er frá kl. 8.30-10 en kl. 10.30-12 er boðið upp á fjölbreyttar málstofur þar sem samtökin fjalla um brýnustu menntamálin innan einstakra atvinnugreina. Hægt er að skrá sig eingöngu á sameiginlegu dagskrána eða daginn í heild.

Einnig verður boðið upp á kynningar fræðslusjóða og fræðsluaðila á sérstöku menntatorgi en þar geta stjórnendur m.a. fengið greinargóðar upplýsingar um hvernig hægt er á einfaldan hátt að sækja um styrki til fræðslu starfsfólks til að efla það í leik og starfi.

Dagskrá:

 8.30 – 10:00

Setning. Guðrún Hafsteinsdóttir, varaformaður SA.
Þúsundir nýrra starfa. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra.
Tækni og skólastarf. Kristín Pétursdóttir, forstjóri Mentor.
Tækifærin í skapandi greinum. Sigurlína Ingvarsdóttir, yfirframleiðandi Star Wars: Battlefront hjá DICE.
Æi ég Googla það bara! Er framtíð fræðslu í okkar höndum? Hlíf Böðvarsdóttir, fræðslu- og gæðastjóri Securitas.
Vinnumarkaður, færni og framtíðin. Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun. Menntaverðlaun atvinnulífsins 2016. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra afhendir verðlaunin.

10.00 -10:30

Kaffi og með því. Fræðslusjóðir og fræðsluaðilar kynna sig á Menntatorgi.

10.30 – 12:00

Menntastofur samtaka í atvinnulífinu. SAF, SFS, SFF, SI og SVÞ ræða brýnustu menntamálin innan einstakra atvinnugreina.

Fundarstjóri: Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.

Vinsamlegast skráið þátttöku á vef SA: www.sa.is

Staða mannauðsstjórnunar í dag

Morgunverðarfundur í fundarröðinni Menntun og mannauður, verður haldinn  þriðjudaginn 17. nóvember kl. 8:30 – 9:30 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 1. hæð.  Efni fundar er staða mannauðsstjórnunar í dag.

Dagskrá:

Niðurstöður Cranet mannauðsrannsókna 201 5. 

Arney Einarsdóttir, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar í mannauðsstjórnun

Hver eru verkefni mannauðstjórnunar í dag? 

Hafsteinn Bragason mannauðsstjóri Íslandsbanka

Spurningar og spjall

Fundarstjóri: Kristín Lúðvíksdóttir, verkefnastjóri hjá Samtökum fjármálafyrirtækja

Kaffi, te og með því frá kl. 8.15.
Næsti fundur verður auglýstur með góðum fyrirvara í byrjun árs 2016

Innleiðing á AEO öryggisvottun: Hver er ávinningurinn?

Föstudaginn 25. september nk. kl. 10:15  verður kynning á AEO öryggisvottun í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 1. hæð.  Um kynninguna sjá Elvar Örn Arason, stjórnsýslufræðingur og Konráð Konráðsson, verkefnastjóri AEO hjá Tollstjóra.

Nánar um efni fundarins:

Embætti Tollstjóra hefur hafið undirbúning að innleiðingu á íslensku AEO – kerfi. AEO stendur fyrir „Authorised Economic Operator“ sem nefnt hefur verið „viðurkenndir rekstraraðilar“ á íslensku. AEO er viðurkennt vottunarkerfi sem tollayfirvöld veita fyrirtækjum sem gegna hlutverki í alþjóðlegu aðfangakeðjunni. Útbreiðsla þess hefur aukist jafnt og þétt á undanförnum árum um allan heim. Meginmarkmið með AEO eru að liðka fyrir viðskiptum og tryggja öryggi alþjóðlegu vörukeðjunnar. Ávinningur AEO – vottunar felst meðal annars í hraðari tollafgreiðslu, auknum fyrirsjáanleika og minni töfum við eftirlit. Ávinningurinn felst einnig í vottuninni sjálfri þar sem AEO – vottun er talin vera gæðamerki í alþjóðlegum vöruflutningum. Fyrirtæki sem hlotið hafa AEO – vottun eru álitin traust og eftirsótt er að eiga við þau viðskipti. Þetta skipir æ meira máli eftir því sem útbreiðsla AEO eykst.

Kynningin tekur um klukkutíma og eru áhugasamir beðnir um að skrá þátttöku sína með því að senda tölvupóst á lisbet@svth.is fyrir miðvikudaginn 23. september.

Ýmislegt

saga-vers

utvis

voruq

Um okkur
Við erum í Húsi atvinnulífsins:

  • svth@svth.is
  • 511-3000
  • SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu
    Borgartúni 35, 105 Reykjavík