Bylting og breytingar í þjónustu og verslun – opin ráðstefna fimmtudaginn 23. mars

Bylting og breytingar í þjónustu og verslun – opin ráðstefna fimmtudaginn 23. mars

Anna Felländer, ráðgjafi og hagfræðingur, mun fjalla um í sinni framsögu áhrif stafrænu byltingarinnar á verslun og þjónustu og þær breytingar sem eru framundan í þeim efnum. Breytt neysluhegðun aldamótakynslóðarinnar felur í sér ögrandi verkefni fyrir alla sem starfa við verslun og þjónustu í dag. Þróunin er hröð og á sér stað um allan heim því verður fróðlegt að heyra í einum helsta sérfræðingi nútímans á þessu sviði miðla af reynslu sinni og þekkingu. Þá mun Landsbankinn kynna niðurstöður nýrrar greiningar á stöðu, þróun og horfum í íslenskri verslun. Jafnframt mun formaður SVÞ, Margrét Sanders, og ráðherra ferðamála, iðnaðar, og nýsköpunar, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir halda tölu.

SKRÁNING - Ráðstefna SVÞ

Fimmtudaginn 23. mars 2017, kl. 14.00 - 16.00 Hilton Reykjavík Nordica

 

Auglýsing