Þann 28. febrúar sl. hlutu tveir leikskólastjórar innan SSSK tilnefningar til Stjórnendaverðlauna Stjórnvísis 2018 fyrir frammistöðu við að móta og stjórna afburða leikskóla Þeir eru; Lovísa Hallgrímsdóttir stofnandi, rekstraraðili og f.v. skólastjóri Regnbogans í Reykjavík en hún hlaut tilnefningu 2. árið í röð. Hinn skólastjórinn er Hulda Jóhannsdóttir stjórnandi Heilsuleikskólans Króks í Grindavík.

Samtök sjálfstæðra skóla óska þessum frábæru stjórnendum til hamingju með tilnefninguna.