Aðalfundur SVÞ verður haldinn fimmtudaginn 15. mars nk. kl. 8.30 í Kviku, Húsi atvinnulífsins. Kallað verður eftir framboðum til stjórnar SVÞ og til setu í fulltrúaráði Samtaka atvinnulífsins næstu daga. Konur, jafnt sem karlar, eru hvattar til að gefa kost á sér.

Að venju verður haldin vegleg ráðstefna í tengslum við aðalfundinn síðar um daginn. Ráðstefnan fer fram á Hilton Reykjavík Nordica og hefst kl. 14

Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar verður Magnus Lindkvist, sem er sænskur rithöfundur og „Trendspotting futurologist“. Hann skoðar með heimspekilegum hætti hvernig má takast á við allar þær nýju áskoranir sem verslunar- og þjónustufyrirtæki standa frammi fyrir.

Nánari dagskrá ráðstefnu birt síðar.

Hér má nálgast upplýsingar um Magnus Lindkvist