Fyrirtækið sem hlýtur verðlaunin Umhverfisframtak ársins er SVÞ aðildarfyrirtækið Aha.is – netverslun með heimsendingarþjónustu, en á bakvið vörumerkið stendur fyrirtækið Netgengið. SVÞ óskar okkar fólki innilega til hamingju með verðlaunin og er stolt að hafa slíkt fyrirmyndarfyrirtæki innan sinna raða.

Kolefnisspor heimaksturs er ein stærsta umhverfisáskorun starfseminnar. Frá 2015 hafa rafknúnir bílar verið notaðir og er nú allur bílafloti fyrirtækisins knúinn 100% rafmagni. Unnið er með heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og markvisst stuðlað að vistvænum innkaupum. Aha hefur unnið að athyglisverðum tilraunum með flutningar á vörum með drónum sem er grundvöllur tilnefningar fyrirtækisins til Umhverfisframtaks ársins. Drónaverkefni Aha minnkar umferð og dregur úr svifryksmengun.

Hér er til mikils að vinna og hægt að draga enn meira úr umhverfisáhrifum starfseminnar og ekki síst verið að leita óhefðbundið að nýjum lausnum í umhverfismálum og hugsað út fyrir kassann.

Hér fyrir neðan má sjá myndband um hversu ótrúlega spennandi hluti fyrirtækið er að gera í umhverfismálum og þann árangur sem fyrirtækið hefur náð.