Þátttakendur voru mjög áhugasamir á morgunfyrirlestri SVÞ um mótun, utanumhald og innleiðingu umhverfisstefnu, sem haldinn var nýverið. Fyrirlesturinn héldu Vilborg Einarsdóttir og Kjartan Sigurðsson frá BravoEarth en Vilborg er sérfræðingur í breytingastjórnun og Kjartan í sjálfbærni, samfélagslegri ábyrgð og viðskiptasiðferði.

Í fyrirlestrinum kom m.a. fram að fyrirtæki eru í auknum mæli að marka sér umhverfisstefnu til að minnka sóun, nýta betur auðlindir og minnka kolefnisspor. Einnig hefur sýnt sig að innleiðing umhverfisstefnu skilar sér í betri afkomu fyrirtækja, auknu stolti og ánægju starfsfólks og bættri ímynd. Umhverfisstefna snertir alla starfsemi fyrirtækja og alla starfsmenn og helsti vandinn liggur almennt í innleiðingu stefnunnar, þ.e. að samstilla aðgerðir og fá starfsmenn til breyta hegðun. Farið var yfir leiðir til þess að innleiða umhverfisstefnu á áhrifaríkan hátt og virkja starfsfólk til árangurs.

SVÞ félagar geta séð upptöku af fyrirlestrinum inni í lokaða Facebook hópnum okkar hér.

Í framhaldi af fyrirlestrinum eru fríar vinnustofur í boði fyrir SVÞ félaga þar sem þeir geta fengið aðstoð við mótun, utanumhald og innleiðingu umhverfisstefnu. KYNNTU ÞÉR VINNUSTOFURNAR HÉR!