Vertu hluti af rödd atvinnulífsins

Aðild að SVÞ er tækifæri til að hafa áhrif og vera hluti af rödd verslunar og þjónustufyrirtækja á íslenskum markaði. Aðilar að SVÞ eru einnig aðilar að Samtökum atvinnulífsins.

Eigðu sterkan málsvara sem gætir þinna hagsmuna

 • SVÞ einbeitir sér sérstaklega að hagsmunamálum verslunar- og þjónustufyrirtækja. Saman erum við sterkari hagsmunaafl.
 • SVÞ eru umsagnaraðilar um setningu laga og reglugerða sem varða aðildarfyrirtækin.
 • SVÞ heldur út öflugu starfi til að stuðla að framförum í verslun og þjónustu, bættum starfsskilyrðum, aukinni arðsemi og samkeppnishæfni aðildarfyrirtækja sinna.
 • SVÞ leggur einnig áherslu á að bæta ímynd verslunar- og þjónustufyrirtækja.
 • Við erum hér til að gæta þinna hagsmuna.

Lögfræðaðstoð

 • Lögfræðingur SVÞ veitir ráðgjöf varðandi mál er varða verslun og þjónustu sérstaklega.
 • Lögfræðingur SVÞ gætir réttar félagsmanna gagnvart opinberum stofnunum og stjórnvöldum.

Greiningarvinna

Hagfræðingur SVÞ annast ýmsa greiningarvinnu um horfur á markaði og annað sem nýtist félagsmönnum, auk þess sem slík greiningarvinna er einnig unnin í samstarfi við ýmsa utanaðkomandi aðila. Einnig starfa samtökin í nánu samstarfi við Rannsóknarsetur verslunarinnar og fleiri aðila.

Kjaramál

Samtök atvinnulífsins annast gerð kjarasamninga fyrir aðildarfyrirtæki SVÞ. Með aðild að SVÞ öðlast fyrirtæki jafnframt aðild að Samtökum atvinnulífsins sem veita fyrirtækjum almenna ráðgjöf í kjaramálum og um önnur atriði er varða samskipt atvinnurekenda og launþega. Samtök atvinnulífsins annast gerð kjarasamninga fyrir hönd aðildarfyrirtækja sinna.

Við erum með puttann á púlsinum fyrir þig!

Starfsmenn SVÞ eru með puttann á púlsinum og leitast við að deila nýjustu upplýsingum er varða verslun og þjónustu hverju sinni með félagsmönnum.

Samtökin halda út öflugri heimasíðu, eru virk á FacebookTwitter og LinkedIn og senda reglulega út viðeigandi fréttir og upplýsingar á félagsmenn í gegnum póstlista samtakanna.

Þannig spörum við þér tíma og vinnu þegar kemur að því að fylgjast með!

Öflug fræðslu- og viðburðadagskrá

Sem hluti af því að vera með puttann á púlsinum stendur SVÞ fyrir fjölbreyttu fræðslustarfi fyrir félagsmenn, bæði almennt sem og á sérsviðum einstakra starfsgreina innan verslunar og þjónustu.

Við leitumst við að vera með fræðslu um það sem efst er á baugi hverju sinni, auk almennrar fræðslu sem á við félagsmenn.

Kynntu þér fræðslustarf SVÞ hér.

Faghópar

Innan SVÞ starfa ýmsir faghópar að hagsmunamálum einstakra atvinnugreina. Sjá má upplýsingar um starfandi faghópa hér.Félagsmenn geta haft frumkvæði að stofnun faghóps á sínu sviði og ef grundvöllur er talinn vera fyrir hópnum er hann settur upp í samstarfi við starfsmenn SVÞ.

Vertu með – því saman erum við sterkari!

SVÞ eru öflug samtök sem geta skapað verslun og þjónustu betra starfsumhverfi. Samtökin eru vettvangur skoðanaskipta og upplýsinga og sterkt afl sem byggir á samvinnu og þekkingu.

Athugaðu  aðild  SVÞ er einnig aðild  Samtökum atvinnulífsins ogef þú rekur lítið fyrirtæki (1-49 starfsmenn), aðili  Litla Íslandi. 

Er þitt fyrirtæki nú þegar aðili að öðrum samtökum innan Samtaka atvinnulífsins s.s. SI eða SAF?

Hafðu samband við okkur með tölvupósti á svth@svth.is varðandi blandaða aðild fyrir sömu aðildargjöld.

 

Samtök atvinnulífsins

SA er málsvari félagsmanna í hagsmunamálum atvinnulífsins almennt.

Meðal verkefna samtakanna er að hafa jákvæð og mótandi áhrif á starfsumhverfi atvinnulífsins og að greina skilyrði og horfur í atvinnurekstri.

SA sér um gerð kjarasamninga fyrir aðildarfyrirtæki sín og á þjónustvef samtakanna má finna túlkun á kjarasamningum, lögum og reglum. Á þjónustuvefnum er einnig að finna ýmis form sem nýtast fyrirtækjum vel, þar sem búið er að gæta að hinum ýmsu atriðum sem fyrirtæki þurfa að hafa í lagi. Með aðild að samtökunum hefur fyrirtækið þitt aðgang að lögfræðingum SA sem geta aðstoðað með ýmsu móti, svo sem í vinnumarkaðsmálum, vinnuréttarmálum, starfsmannamálum og við gerð og túlkun kjarasamninga.

Þú getur fengið frekari upplýsingar um SA á vef þeirra sa.is

Litla Ísland

Litla Ísland er vettvangur lítilla og meðalstórra fyrirtækja innan SA, SVÞ, SAF, SI og SFF.

Litla Ísland leitast við að vernda hagsmuni minni fyrirtækja í atvinnulífinu og að efla rekstrargrundvöll þeirra með öflugri fræðslu, bæði á netinu og með fræðsluviðburðum. Einnig eflir Litla Ísland tengslanet stjórnenda minni fyrirtækja úr ólíkum áttum. Þú getur fengið frekari upplýsingar um Litla Ísland á vefnum litlaisland.is

Fyrir hverja er SVÞ?

SVÞ er fyrir öll fyrirtæki sem starfa í verslun eða þjónustu. Meðal aðildarfyrirtækja í dag eru m.a.:

 • Verslunar- og þjónustufyrirtæki
 • Flutningafyrirtæki
 • Ráðgjafafyrirtæki
 • Fjarskiptafyrirtæki
 • Upplýsingatæknifyrirtæki
 • Fjölmiðlafyrirtæki
 • Öryggisfyrirtæki
 • Auglýsingastofur
 • Almannatengslafyrirtæki
 • Einkareknir skólar
 • Einkarekin heilbrigðisfyrirtæki
 • Vátryggingamiðlarar
Hvað kostar að vera í SVÞ?

Félagsgjöld í SVÞ eru reiknuð út frá launaveltu síðastliðins árs. Smelltu hér og undir Innskráning tekju og launaliða getur þú sett inn tölur fyrir þitt félag, smelltu á Reikna og þá færðu upp hver aðildargjöldin eru fyrir þitt félag. Athugið að aðildargjöldin eru tvíþætt, annars vegar til SVÞ og hinsvegar til SA. Aðildargjödlin eru frádráttarbær frá skatti. Smelltu hér til að sjá frekari upplýsingar um félagsgjöld.

Hvenær eru félagsgjöld innheimt?

Félagsgjöld eru innheimt ársfjórðungslega. Smelltu hér til að sjá frekari upplýsingar um félagsgjöld.

Eru félagsgjöld í SVÞ frádráttarbær frá skatti?

Já.