Aðild

Auk þess almenna ávinnings sem félagsmenn SVÞ njóta vegna hagsmunagæslu samtakanna, s.s. framfarir í verslun og þjónustu, svo og heilbrigðara starfsumhverfi, eru nokkrar sértækar ástæður fyrir aðild að samtökunum. 

Árverkni
Sérþekking og vökul augu starfsfólks SVÞ varðandi verslun og þjónustu er mikils virði fyrir aðildarfyrirtækin. Aðildarfyrirtækin geta því beint kröftum sínum óskiptum að sjálfum rekstrinum. 

Vildarþjónusta SVÞ
SVÞ leitast við að ná hagstæðum sérsamningum fyrir aðildarfyrirtækin, t.d. varðandi ráðgjöf, fræðslustarf og aðra þjónustu. 

Upplýsingar og fræðsla

SVÞ annast öfluga upplýsingagjöf fyrir aðildarfyrirtækin og nýtir nýjustu tækni s.s. Netið í því sambandi. Auk þess skipuleggja samtökin fræðslustarf fyrir stjórnendur, bæði almennt sem og á sérsviðum einstakra starfsgreina innan verslunar og þjónustu. 

Kjaramál
SA (Samtök atvinnulífsins) í samstarfi við SVÞ annast gerð kjarasamninga fyrir aðildarfyrirtæki SVÞ. Með aðild að SVÞ verða félagsmenn einnig aðilar að SA þar sem þeir fá aðstoð og ráðgjöf varðandi starfsmannamál. Einnig bótarétt úr Vinnudeilusjóði, komi til verkfalla, nema fyrirtæki kjósi að vera aðeins í þjónustudeild SA (sjá samþykkt SA). 

Samstaða
SVÞ eru í senn vettvangur skoðanaskipta og upplýsinga og jafnframt hið sterka afl, sem byggir á samvinnu og þekkingu. SVÞ eru öflug samtök og geta skapað verslun og þjónustu betra starfsumhverfi.

Af framansögðu er ljóst að ávinningur af aðild að SVÞ er ótvíræður og margþættur. Félagsgjöld SVÞ eru ekki stór liður í rekstri hvers félagsmanns og eru auk þess frádráttarbær frá skatti.