Innra starf

Innra starf
SVÞ eru hagsmunasamtök fyrirtækja í verslun og þjónustu. Öll fyrirtæki í þessum starfsgreinum geta gengið í samtökin og notið þjónustu þeirra. Samtökin skapa jarðveg fyrir nýjar hugmyndir og koma á framfæri röksemdum fyrir jákvæðu starfsumhverfi atvinnulífsins. Mikill metnaður er lagður í að halda uppi vönduðum málflutningi gagnvart stjórnvöldum, fjölmiðlum og öðrum markhópum og leitast samtökin þannig við að vera traustur málsvari aðildarfyrirtækja sinna.

Faghópar
Faghóparnir eru margir og endurspegla fjölbreytilega flóru fyrirtækja innan samtakanna. Faghóparnir eru yfirleitt myndaðir af fyrirtækjum í sömu starfsgrein en geta líka verið þverfaglegir hópar myndaðir af ólíkum fyrirtækjum í kringum ákveðin átaksverkefni.

Flutningasvið
Flutningasvið SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu var stofnað í ársbyrjun 2006. Hlutverk þess er að halda utan um og sinna hagsmunamálum flutningagreinarinnar á landi, sjó og í lofti.

Öll aðildarfyrirtæki SVÞ sem starfa í hvers kyns vöruflutningaþjónustu og/eða hafa ríka hagsmuni af þróun í þeirri atvinnugrein geta gerst aðilar að flutningasviðinu.

SH – Samtök heilbrigðisfyrirtækja
Samtökin voru stofnuð 16. mars 2010. Markmiðið með stofnun hópsins var að mynda einn vettvang sem yrði sameiginlegur málsvari sjálfstætt starfandi fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu.

SSSK – Samtök sjálfstæðra skóla
Stofnfundur samtakanna var haldinn 10. mars 2005. Tilgangur Samtaka sjálfstæðra skóla er að gæta hagsmuna sjálfstæðra skóla, efla samheldni þeirra, skapa vettvang til skoðanaskipta og vera í fyrirsvari fyrir sjálfstæða leik-, grunn-, og framhaldsskóla gagnvart opinberum aðilum.

Árið 2008 gengu SSSK og skólar innan samtakanna til liðs við SVÞ.

Samtök ökuskóla
Samtök ökuskóla  voru stofnuð 27. apríl 2011 í Húsi atvinnulífsins en innan þeirra samtaka eru fjórir stærstu ökuskólar landsins.  Samhliða stofnun Samtaka ökuskóla gengu samtökin í SVÞ.