Stefnumótun SVÞ-Samtaka verslunar og þjónustu

Stefnumótun SVÞ skiptist í eftirtalda þætti:

  • Greiningu á markaðsstöðu SVÞ,
  • greiningu á samkeppnisaðilum og ytri áhrifum á starfsemi samtakanna,
  •  viðtölum við fulltrúa aðildarfyrirtækja og aðila frá markhópum utan þeirra og,
  •  ákvörðunum stjórnar SVÞ um stefnu samtakanna.

Stefnumótun SVÞ var síðast samþykkt í júní 2005 og gildir að óbreyttu til 2010.  Stjórn og starfsmenn SVÞ unnu að stefnumótuninni með aðstoð Sævars Kristinssonar rekstrarráðgjafa hjá Netspori ehf.. Rík áhersla var lögð á að móta stefnuna í samstarfi við aðildarfyrirtæki SVÞ og byggt á þeirri reynslu sem aflað hafði verið á rúmlega fimm  ára starfstíma samtakanna.