Áherslur í starfi SVÞ-Samtaka verslunar og þjónustu

SVÞ hafa metnað til að gera hlut verslunar- og þjónustustarfsemi sem mestan í íslensku þjóðfélagi. Að vera brjóstvörn og bakhjarl greinanna og aðildarfyrirtækja sinna á opinberum vettvangi, en leitast jafnframt við að reka öflugt innra starf þar sem þekking, málefnaleg umræða og annað félagsstarf sem eflir hæfni og afkomu greina, faghópa og fyrirtækja er sett í öndvegi.

Hlutverk SVÞ er að sinna almennri hagsmunagæslu fyrir aðildarfélög sín. Í því felst að hafa áhrif á setningu laga og reglna sem varða verslun og þjónustu og vinna að málefnum sem varða hag þessara atvinnugreina. SVÞ eru öflugur samskiptavettvangur fyrir þau fyrirtæki sem eru innan vébanda samtakanna. Meðal mikilvægustu verkefna SVÞ er að stunda fræðslu- og upplýsingagjöf til aðildarfyrirtækjanna.

Framtíðarsýn SVÞ er að samtökin verði öflugur og eftirsóttur félagsskapur fyrirtækja í verslun og þjónustustarfsemi.

Unnið verður samkvæmt því skipuriti SVÞ sem fylgir stefnumótuninni.