Hér fyrir neðan má horfa á  ávarp ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur,  á ráðstefnu SVÞ, Kveikjum á okkur! – um stafræna tækni og nýtt hugarfar, sem fram fór þann 12. mars 2020.

Við erum sérstaklega ánægð með frábærar undirtektir ráðherra við tillögum samtakanna í stafrænum málum og hlökkum til að taka verkefnið áfram með Þórdís og hennar fólki, háskólasamfélaginu og fleirum á næstu vikum, mánuðum og árum.
 
„Forráðamenn SVÞ heimsóttu mig ekki fyrir löngu og lögðu fram vel útfærða hvatningu til stjórnvalda, hvatningu um stefnumótun og aðgerðir í stafrænum málum. Og það þurfti ekki langar samræður til að leiða í ljós að kjarninn í þeirri hvatningu fer fullkomlega saman við þær áherslur sem að nýsköpunarstefnan byggir á.“
 
„Ég hlakka til að taka höndum saman með SVÞ til að nýta þau tækifæri sem felast í nýrri tækni. Tillögur ykkar og áherslur liggja fyrir og ég er bæði jákvæð fyrir þeim, og ég þakka fyrir þá vinnu sem þið hafið lagt af mörkum við að móta þær, og ég mun gera mitt til þess að hrinda þeim í framkvæmd. Ég held að við getum lagst á eitt til að tryggja að íslensk verslun og þjónusta standist þær áskoranir sem framtíðin leggur fyrir okkur.“


 

>> Hér má lesa tillögur SVÞ.