Morgunblaðið birtir í dag frétt um auka aðalfund Bílgreinasambandsins (BGS) þar sem tillaga stjórnar um sameiningu við SVÞ var samþykkt einróma.

Í ljósi reynslunnar af góðu samstarfi milli SVÞ og BGS undanfarin ár ákváðu stjórnir samtakanna að tillaga um sameiningu yrði lögð fyrir aðalfundi samtakanna.  Niðurstaða auka aðalfundar BGS (Bílgreinasambandsins) var einróma samþykki sameiningar við SVÞ.

Aðalfundur SVÞ fer fram 17.mars n.k. og verði sameiningin samþykkt á þeim fundi, mun sameiningin taka gildi frá og með 1.apríl 2022.

SJÁ FRÉTT FRÁ MORGUNBLAÐINU HÉR