Bjóða sértilboð eða vildarkjör

Vilt þú bjóða aðildarfyrirtækjum og/eða félagsfólki í SVÞ sértilboð eða vildarkjör á þínum vörum eða þjónustu? 

Við metum hvert tilvik fyrir sig svo fyrsta skrefið er að hafa samband við markaðs- og kynningarstjóra samtakanna (sjá upplýsingar hér). Eingöngu aðildarfyrirtæki geta boðið upp á sértilboð eða vildarkjör.

Eftir að tilboðið eða kjörin hafa verið samþykkt þá þurfum við að fá frá þér eftirfarandi, til að koma þeim á framfæri:

Kynningartexta um tilboðið eða vildarkjörin. Þar þarf m.a. að koma skýrt fram:

  • Í hverju tilboðið eða vildarkjörin felast
  • Hvernig fólk á að bera sig að til að nýta kjörin (t.d. gefa upp kt. aðildarfyrirtækis eða eitthvað slíkt)
  • Hversu lengi tilboðið eða vildarkjörin gilda

Kynningarmyndir sem fylgt geta upplýsingum um tilboðið eða vildarkjörin á eftirfarandi formi fyrir eftirfarandi miðla:

  • 1200*750 jpg fyrir vef
  • 1080*1080 png eða vídeó á mp3 formi fyrir samfélagsmiðla
  • 1920*1080 png eða vídeó á mp3 formi fyrir samfélagsmiðla
  • 600*200 email header (gott að hafa minni upplýsingar þar en á hinum stærri myndunum)