Bresk-íslenska viðskiptaráðið og Samtök verslunar og þjónustu, í samvinnu við utanríkisráðuneytið og breska sendiráðið efna til fundar um stöðuna í Brexit málum.

Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu nálgast óðum og enn er mikil óvissa um það hvernig útgöngu þeirra verður háttað. Nást samningar fyrir 29. mars n.k. eða mun Bretland fara út án samnings? Hver verða áhrifin á viðskiptahagsmuni Íslands?

Reynt verður að varpa eins skýru ljósi og hægt er á þessi mál á fundinum.

Dagskrá:

  • Ávarp Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra;
  • Sendiherra Bretlands á Íslandi, Michael Nevin, fjallar um málið frá sjónarhorni breskra stjórnvalda;
  • Jóhanna Jónsdóttir, verkefnastjóri Brexitmála hjá utanríkisráðuneytinu, fjallar um helstu álitaefni sem uppi eru og þörf er að fá svör við.

Sérfræðingar stjórnsýslunnar í Brexit málum munu síðan sitja fyrir svörum í panel að framsöguerindum loknum.

>> Smelltu hér til að tryggja þér miða á tix.is