Við erum öll á sama báti

Við erum öll á sama báti

Atvinnulífið hvetur fólk og fyrirtæki til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að samkomubann vegna COVID-19 skili árangri. Með góðri samvinnu mun okkur takast að lágmarka neikvæð áhrif, tryggja heilsu fólks og verja störf og rekstur fyrirtækja.

Þetta kemur fram í sameiginlegri auglýsingu Samtak atvinnulífsins, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtökum fjármálafyrirtækja, Samtaka iðnaðarins, Samorku, Samtaka verslunar og þjónustu og Viðskiptaráðs Íslands.

Svona virkar samkomubannið
Tryggja skal að aldrei séu 100 manns eða fleiri í sama rými á sama tíma. Það gildir ekki aðeins um skipulagða viðburði heldur einnig um vinnustaði, veitingastaði, mötuneyti, kaffihús, skemmtistaði, verslanir, sundlaugar, líkamsræktarstöðvar og söfn. Þetta á einnig við um almenningssamgöngur og aðra sambærilegra starfsemi að alþjóðflugvöllum, alþjóðahöfnum, flugvélum og skipum undanskildum.

Við fámennari mannamót skulu ávallt að vera a.m.k. tveir metrar milli fólks og skal vera gott aðgengi að handþvotti og handspritti. Þá þarf að skipuleggja rými á vinnustöðum þannig að minnst tveir metrar séu á milli fólks, eins og mögulegt er.

Samkomubannið gildir í fjórar vikur til miðnættis aðfaranóttar mánudagsins 13. apríl.

Vinnum saman
Ríkisstjórnin, Seðlabankinn, atvinnulífið og launafólk róa að því öllum árum að minnka bæði skammtímaáhrif af COVID-19 á fólk og fyrirtæki og langtímaáhrif á þjóðarbúið.

Við munum vinna náið með aðildarfyrirtækjum okkar og stjórnvöldum og markmiðið er að þessar mikilvægu aðgerðir gangi snurðulaust fyrir sig.

Nánari upplýsingar á www.covid.is

Markaðsstjórinn í sóttkví og ráðstefnan færð á stafrænt form

Markaðsstjórinn í sóttkví og ráðstefnan færð á stafrænt form

Í Fréttablaðinu þann 11. mars birtist viðtal við markaðsstjóra SVÞ, Þórönnu K. Jónsdóttur, um ráðstefnu SVÞ þann 12. mars. Eins og fram hefur komið hefur ráðstefnan verið flutt á netið vegna COVID-19 en markaðsstjórinn er sjálf í sóttkví og hefur því umsjón með ráðstefnunni frá heimili sínu. Það er við hæfi að ráðstefna um stafræna tækni og nýtt hugarfar sé bæði haldin á netinu og að umsjón með henni í sé í fjarvinnu með hjálp stafrænnar tækni.

 

>> SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA VIÐTALIÐ

Tilmæli vegna COVID-19

Tilmæli vegna COVID-19

Framkvæmdastjórn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og samhæfingarstöð almannavarna hafa óskað eftir því að eftirfarandi verði komið á framfæri við aðildarfyrirtæki SA og undirsamtaka:

Læknisvottorð vegna veikinda
Framkvæmdarstjórn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur óskað eftir að SA beini þeim tilmælum til félagsmanna sinna að þeir dragi eins og kostur er úr kröfum um læknisvottorð vegna veikinda.

„Mikið álag er á heilsugæslunni vegna COVID-19 þessar vikurnar og ljóst er að það verður eitthvað áfram. Því viljum við biðla til ykkar, að draga úr kröfum um vinnuveitendavottorð eða skólavottorð vegna stuttra veikinda sem starfsfólk ykkar eða nemendur þurfa að skila inn.“

Snertilausar lausnir í viðskiptum
Gripið hefur verið til margvíslegra varúðarráðstafana til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar COVID-19. Ráðleggingar landlæknis varðandi heftingu á smiti lúta meðal annars að því að huga vel að yfirborðsflötum t.d. greiðsluposum, hraðbönkum og snertiskjám.

„Okkur langar að biðla til ykkar að hjálpa okkur að koma þessum tilmælum á framfæri við ykkar viðskiptavini og hvetja þá til að nota snertilausar greiðslulausnir í sínum viðskiptum. Á þann hátt sleppa viðskiptavinir við að slá inn lykilorð.“

Nánari upplýsingar er að finna á vef embættis landlæknis

Fræðsla um COVID-19 og veggspjald fyrir SVÞ félaga

Fræðsla um COVID-19 og veggspjald fyrir SVÞ félaga

Landlæknir hefur nú birt fræðslumyndband um COVID-19 fyrir almenning og atvinnulífið:

Að auki hafa SVÞ og SAF í samstarfi við embættið sett upp einfalt veggspjald sem félagsmenn geta sett upp hjá sér. Nálgast má veggspjöldin hjá samtökunum en einnig má hlaða því niður hér fyrir neðan og prenta í góðum litaprentara.

>> Smelltu hér til að hlaða niður pdf skjali af veggspjaldi til útprentunar: Dragið úr hættu á kórónaveiru smiti

>> Smelltu hér til að hlaða niður pdf skjali af veggspjaldi á ENSKU til útprentunar: Reduce the risk of COVID-19 infection

Tilmæli vegna COVID-19

Upplýsingar og leiðbeiningar vegna kórónaveirunnar

Við vekjum athygli á upplýsingum og leiðbeiningum frá landlækni fyrir atvinnulíf og ferðaþjónustu meðan óvissustig vegna kórónaveirunnar er í gildi.

Hér má nálgast upplýsingar á íslensku: https://www.landlaeknir.is/koronaveira/upplysingar-vegna-ferdalaga/, þ.á.m.

  • Spurningar og svör
  • Ráðleggingar varðandi ferðalög
  • Upplýsingar til viðbragðsaðila og ferðaþjónustuaðila
  • Viðbragðsáætlanir

Smellið hér til að nálgast upplýsingar og leiðbeiningar á ensku.

Smellið hér til að nálgast upplýsingar og leiðbeiningar á pólsku.

Smellið hér til að nálgast upplýsingar og leiðbeiningar á spænsku.

Smellið hér til að nálgast leiðbeiningar á kínversku.