Jólaverslun í heimsfaraldri

Jólaverslun í heimsfaraldri

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, ræddi jólaverslun í heimsfaraldri í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 þann 5. nóvember sl.

Í viðtalinu kemur fram að jólaverslunin mun færast mikið yfir á netið eftir aukningu í netverslun í COVID. Íslenskar verslanir hafa tekið sér taki hvað varðar netverslun til að mæta samkomutakmörkunum í faraldrinum. Andrés segist ekki hafa áhyggjur af því að koma vörum heim til neytenda því að auknir möguleikar séu að skapast til að koma vörum til neytenda, með aukinni samkeppni á þeim markaði.

Andrés segir mikilvægt að íslenskar verslanir skapi sér samkeppnisforskot á stóra erlenda netverslunaraðila þar sem alþjóðleg samkeppni eykst sífellt. Almennt fer 20-25% innlendrar verslunar fram í nóvember og desember. Nú eru Íslendingar ekki að ferðast erlendis og íslensk verslun hefur notið góðs af því og má búast við því að jólaverslunin muni líka njóta þess, auk þess sem kaupmáttur hérlendis er enn sterkur. Hann segir einnig verslunardaga á borð við dag hinna einhleypu, svartan föstudag og rafrænan mánudag draga til sín mikið af jólaversluninni.

 

>> SMELLTU HÉR TIL AÐ HLUSTA

Nýjar sóttvarnaraðgerðir fyrir verslun og þjónustu

Nýjar sóttvarnaraðgerðir fyrir verslun og þjónustu

Til að taka af allan vafa um fyrirkomulag sóttvarnaraðgerða í verslun og þjónustu höfum við tekið saman
eftirfarandi:

 

GRÍMUSKYLDA 

Grímuskylda er í öllum verslunar- og þjónustufyrirtækjum, fyrir starfsfólk og viðskiptavini. Starfsfólki ber að fylgja því eftir.

Ef viðskiptavinir virða ekki grímuskyldu ber  meina þeim aðgang  versluninniStarfsfólk hefur  ekki heimild til valdbeitingarEf upp koma óleysanleg vandamál með viðskiptavini sem ekki virðir grímuskyldu er bent á  hringja í lögreglu eða neyðarnúmerið 112. 

Nálgast  plakat um grímuskyldu á pdf formi til útprentunar hérbit.ly/grimuskylda 

 

FJÖLDATAKMARKANIR 

Matvöru- og lyfjaverslanir: 

  • Allt að 50 viðskiptavinir í sama rými háð því að unnt sé að viðhafa 2 metra fjarlægð
  • Matvöru– og lyfjaverslanir með yfir 1.000 fermetra rými mega hleypa inn 1 viðskiptavini í viðbót fyrir hverja 10 fermetra umfram 1.000 fermetra en þó aldrei fleiri en 100 viðskiptavinum samtals. 

Aðrar verslanir: 

  • Allt að 10 viðskiptavinir í sama rými háð því að unnt sé að viðhafa 2 metra fjarlægð

ATHUGIÐ AÐ FJÖLDATAKMARKANIR GILDA EINGÖNGU UM VIÐSKIPTAVINI ÓHÁÐ FJÖLDA STARFSMANNA. 

 

BIÐRAÐIR 

Biðraðir fyrir utan verslanir eða þjónustufyrirtæki eru ekki á ábyrgð viðkomandi fyrirtækis. 

 

Smelltu á myndina hér fyrir neðan til að hlaða niður pdf af henni:

 

Fjöldi í verslunum miðast við viðskiptavini

Fjöldi í verslunum miðast við viðskiptavini

Á visir.is í gær er fjallað um þann misskilning sem uppi hefur orðið um fjölda í verslunum en fólk hefur talið að fjöldatölur miðuðust við samanlagðan fjölda starfsfólks og viðskiptavina. Hið rétta er að fjöldatakmarkanir í verslunum og þjónustu miðast við fjölda viðskiptavina, að undanskildu starfsfólki.

Í umfjölluninni segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ að það sé afar óheppilegt að jafn íþyngjandi stjórnvaldstilmæli og þessi séu ekki þannig úr garði gerð að hafið sé yfir vafa hvernig eigi að framfylgja þeim.

 

>> SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA UMFJÖLLUNINA Í HEILD SINNI

Framkvæmdastjórinn í fréttum RÚV bendir aftur á ósamræmi í sóttvarnaraðgerðum

Framkvæmdastjórinn í fréttum RÚV bendir aftur á ósamræmi í sóttvarnaraðgerðum

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, var í beinni í kvöldfréttum RÚV á laugardagskvöldið. Hann benti þar aftur á ósamræmi í sóttvarnaraðgerðum, en í verslunum ÁTVR máttu 50 manns vera inni á sama tíma, og af því má ætla að kaup á áfengi séu kerfislega mikilvægari en t.d. kaup í byggingavöruverslunum. Aðgengi að byggingavörum hefur m.a. áhrif á bygginariðnaðinn sem er klárlega þjóðhagslega mikilvægur, en þrátt fyrir stærð verslunarrýma margra byggingavöruverslana mega þar einungis 10 manns vera inni á sama tíma.

 

>> SMELLTU HÉR TIL AÐ HORFA Á VIÐTALIÐ VIÐ ANDRÉS.
Á 6:11 HEFST VIÐTAL VIÐ FORMANN SA OG VIÐTALIÐ VIÐ ANDRÉS FYLGIR Á EFTIR OG HEFST UM 8:15

Framkvæmdastjóri SVÞ gagnrýnir ósamræmi í sóttvarnaraðgerðum

Framkvæmdastjóri SVÞ gagnrýnir ósamræmi í sóttvarnaraðgerðum

Í Reykjavík síðdegis á föstudaginn gagnrýnir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri, ósamræmi í sóttvarnaraðgerðum þegar kemur að verslunum. Matvöruverslanir og lyfjaverslanir eru að sjálfsögðu þjóðhagslega mikilvægar og þar mega 50 manns vera inni í einu. Andrés bendir hinsvegar á að lyfjaverslanir séu margar hverjar í tiltölulega litlu rými, en megi hafa50 manns inni á sama tíma og gríðarstórar byggingavöruverslanir mega eingöngu hafa 10 – að meðtöldu starfsfólki. Andrés bendir einnig á að verslunin sé ein fárra atvinnugreina sem hefur staðið ágætlega í heimsfaraldrinum og að við megum ekki við því að missa fleiri fyrirtæki og störf.

Andrés tæpir á ýmsum fleiri atriðum varðandi þessi mál. Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan: