Opin ráðstefna SVÞ | Verslun og þjónusta á gervigreindaröld

Opin ráðstefna SVÞ | Verslun og þjónusta á gervigreindaröld

Opin ráðstefna SVÞ … vegferðin, áskorarnirnar og tækifærin! 

Við keyrum haustið í gang á fullum krafti með opinni ráðstefnu SVÞ – Samtökum verslunar og þjónustu með ráðstefnunni: Verslun og þjónusta á gervigreindaröld.

Dagsetning: fimmtudagurinn 24. ágúst 2023
Tími: 16:30 – 18:00
Staður: Hús atvinnulífsins, Borgartún 35, 105 Reykjavík

SKRÁNING NAUÐSYNLEG!
Smellið hér fyrir allar nánari upplýsingar og skráningu!

McKinsey & EuroCommerce kynna skýrslu um stöðu matvælaverslana 18.apríl n.k. í beinni

McKinsey & EuroCommerce kynna skýrslu um stöðu matvælaverslana 18.apríl n.k. í beinni

EuroCommerce og McKinsey bjóða félagsfólki SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu inn á einstakan vefviðburð til að kynna skýrslu þeirra um stöðu matvælaverslana fyrir árið 2023.

Viðburðurinn fer fram 18. apríl kl. 11:30-12:30 CEST (09:30 á íslenskum tíma)

Sérfræðingar EuroCommerce og McKinsey sem og leiðtogar í geiranum munu taka þátt og ræða tölfræði sem móta matvælaverslanir á árinu og hvað þarf til að takast á við markaðsóvissu til að tryggja rekstur matvælaverslana í framtíðinni.

Farið verður yfir niðurstöður úr nýjustu skýrslu McKinsey um stöðu matvælageirans fyrir 2023.

Allar nánari upplýsingar ásamt skráningarhlekk má finna á vefsíðu McKinsey – SMELLIÐ HÉR!

Upptaka | Öryggi í alþjóðlegum vöruflutningum á viðsjárverðum tímum.

Öryggi í alþjóðlegum vöruflutningum á viðsjárverðum tímum.

AEO öryggisvottun er brú inn í framtíðina.

Upptaka frá viðburði 2.mars 2023
Fyrirlesari: Lars Karlsson.

Lars heldur erindi um þá þróun sem átt hefur sér stað í alþjóðlegum vöruflutningum á umliðnum árum og hvernig bregðast skuli við ógnunum sem steðja að til að tryggja öruggt vöruflæði til og frá landinu. Lars fjallar um ávinning fyrir íslensk fyrirtæki að gerast viðurkenndir rekstraraðilar (AEO).

Fyrirtæki geta með fyrirbyggjandi aðgerðum verið betur í stakk búin að fást við truflanir og brugðist hraðar við þegar ófyrirséðir atburðir eiga sér stað.

Nýju hringrásarlögin – Betri heimur byrjar heima | Upptaka frá 26.10.22

Nýju hringrásarlögin – Betri heimur byrjar heima | Upptaka frá 26.10.22

Með gildistöku ákvæða laga nr. 103/2021 (EES-reglur, hringrásarhagkerfi) um næstu áramót verða töluverðar breytingar á ábyrgð framleiðenda og innflytjenda sem einkum munu koma fram í hærra og breiðara úrvinnslugjaldi en áður. Vegna ákvæða laganna munu verkefni Úrvinnslusjóðs og Endurvinnslunnar hf. aukast að umfangi. Til grundvallar liggur hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins og er lögunum ætlað að leiða fram hegðunarbreytingar í átt til kostnaðarskilvirkni.

Á sérstökum viðburði SA þann 26.október s.l. fór Benedikt S. Benediktsson, lögfræðingur SVÞ dýpra ofaní gildistöku ákveða laganna.  Eygerður Margrétardóttir fór ofaní hvað lögin þýða fyrir sveitarfélögin og Þorsteinn Víglundsson fór yfir áskoranir og tækifæri fyrirtækja.   Þá stýrði Hugrún Elvarsdóttir, verkefnastjóri á Efnahags og samskiptasviði SVÞ sérstökum pallborðsumræðum.

Hægt er að horfa á upptöku fundarins hér fyrir neðan.

Hvað er stafræn hæfni?

Hvað er stafræn hæfni?

Hvað er stafræn hæfni og hvernig getur þú fundið út hversu hæf/ur þú eða starfsfólkið þitt er?

Margir velta því fyrir sér þessi misserin hvað þarf að gera til að efla stafræna hæfi starfsmanna.

En hvað er stafræn hæfni?

Samkvæmt skilgreiningu Anders Skog inná vef VR segir:

Skilgreiningin á stafrænni hæfni:
Stafræn hæfni samanstendur af viðeigandi þekkingu, færni og viðhorfi til þess að nota tæknina til að vinna verkefni og leysa vandamál, eiga í samskiptum og samvinnu, vinna með upplýsingar, búa til efni og deila því með öðrum á skilvirkan, hagkvæman, öruggan, gagnrýninn, skapandi, sjálfstæðan og siðferðislega réttan hátt.

Sjá nánar um stafræna hæfni inná vef VR HÉR

Stafræni hæfnisklasinn, sem er samstarfsverkefni SVÞ, VR og Háskólans í Reykjavík, heldur utanum margskonar upplýsingar sem snúa að stafrænni hæfni.
Inná vef VR má m.a. finna upplýsingar um stafræna hæfnihjólið sem er sjálfsmatspróf sem þú tekur til að kortleggja stafræna hæfni þína.

SMELLTU HÉR til að taka sjálfsmatsprófið.

SMELLTU HÉR til að nálgast vef Stafræna hæfnisklasans.