Fræðsla um COVID-19 og veggspjald fyrir SVÞ félaga

Fræðsla um COVID-19 og veggspjald fyrir SVÞ félaga

Landlæknir hefur nú birt fræðslumyndband um COVID-19 fyrir almenning og atvinnulífið:

Að auki hafa SVÞ og SAF í samstarfi við embættið sett upp einfalt veggspjald sem félagsmenn geta sett upp hjá sér. Nálgast má veggspjöldin hjá samtökunum en einnig má hlaða því niður hér fyrir neðan og prenta í góðum litaprentara.

>> Smelltu hér til að hlaða niður pdf skjali af veggspjaldi til útprentunar: Dragið úr hættu á kórónaveiru smiti

>> Smelltu hér til að hlaða niður pdf skjali af veggspjaldi á ENSKU til útprentunar: Reduce the risk of COVID-19 infection

Upptaka: Fullt út úr dyrum á fyrirlestri um kortlagningu notendaupplifunar!

Upptaka: Fullt út úr dyrum á fyrirlestri um kortlagningu notendaupplifunar!

Fullt var út úr dyrum á fyrirlestri Berglindar Ragnarsdóttur, stjórnendaráðgjafa og þjónustuhönnuðar hjá CoreMotif þriðjudaginn 18. febrúar sl. Í einstaklega fróðlegum fyrirlestri fór Berglind yfir helstu atriði og ferli hönnunarhugsunar (e. design thinking) og kortlagningu notendaupplifunar (e. journey mapping). Hún lagði áherslu á að hlusta á notandann og hanna út frá hennar þörfum. Hún deildi líka með okkur fjölmörgum dæmum um áhugaverð verkefni, lausnir og árangur í tengslum við efnið.

Upptöku frá fyrirlestrinum má sjá hér fyrir neðan:

SVÞ félagar eiga kost á að taka þátt í frírri vinnustofu þriðjudagsmorguninn 25. febrúar nk. þar sem Berglind leiðir þá í gegnum kortlagningu notendaupplifunar. Smelltu hér til að fá frekari upplýsingar og skrá þig.

Upplýsingar og leiðbeiningar vegna kórónaveirunnar

Upplýsingar og leiðbeiningar vegna kórónaveirunnar

Við vekjum athygli á upplýsingum og leiðbeiningum frá landlækni fyrir atvinnulíf og ferðaþjónustu meðan óvissustig vegna kórónaveirunnar er í gildi.

Hér má nálgast upplýsingar á íslensku: https://www.landlaeknir.is/koronaveira/upplysingar-vegna-ferdalaga/, þ.á.m.

  • Spurningar og svör
  • Ráðleggingar varðandi ferðalög
  • Upplýsingar til viðbragðsaðila og ferðaþjónustuaðila
  • Viðbragðsáætlanir

Smellið hér til að nálgast upplýsingar og leiðbeiningar á ensku.

Smellið hér til að nálgast upplýsingar og leiðbeiningar á pólsku.

Smellið hér til að nálgast upplýsingar og leiðbeiningar á spænsku.

Smellið hér til að nálgast leiðbeiningar á kínversku.