30/06/2023 | Fréttir
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir merki um samdrátt ekki komin fram. Hins vegar sé töluverð óvissa í kortunum, ekki síst varðandi kjarasamninga.Tilefnið er umfjöllun í Morgunblaðinu síðusta daga um vísbendingar um að farið sé að hægja á hagkerfinu.Andrés segir að þvert á móti hafi veltan í verslun aukist í janúar til maí miðað við sömu mánuði í fyrra.
Aukning á flestum sviðum
Máli sínu til stuðnings vísar hann til samantektar Rannsóknaseturs verslunarinnar. Samkvæmt henni jókst verslun um rúma 17 milljarða á tímabilinu. Veltan jókst í flestum greinum verslunar en samdráttur varð í byggingarvöruverslunum og hjá verslunum með húsbúnað. Andrés segir að þótt kaupmáttur fari lækkandi hér á landi sjáist áhrifin ekki í veltutölum.„Þrátt fyrir allt er kaupmáttur enn hár í sögulegu samhengi, en það er gömul saga og ný að verslunin sem atvinnugrein finnur mjög fljótt fyrir áhrifum verulegrar kaupmáttarskerðingar,“ segir Andrés. Íslensk verslun standi þó betur en verslun víða í Evrópu.
SMELLTU HÉR til að lesa greinina inn á MBL.is
08/06/2023 | Fréttir, Stjórnvöld, Umhverfismál
Ellefu atvinnugreinar hafa nú afhent Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra 332 tillögur að aðgerðum sem stuðla eiga að auknum samdrætti í losun atvinnugreina. Afhendingin fór fram á Grænþingi í Hörpu í gær, í tengslum við útgáfu Loftslagsvegvísa atvinnulífsins (LVA). LVA er samstarfsverkefni atvinnulífs og stjórnvalda og var vinnan unnin á forsendum fyrirtækja í íslensku atvinnulífi með stuðningi frá vinnuteymi umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins.
Guðlaugur Þór Þórðarsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra:
„Til að metnaðarfull markmið stjórnvalda í loftslagsmálum náist þurfa allir að leggjast á eitt — stjórnvöld, atvinnulíf, sveitarfélög og almenningur í landinu. Það er ánægjulegt að sjá að atvinnulífið hefur stigið þetta skref til þátttöku í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og upplifa þann metnað og áhuga sem þessar 11 atvinnugreinar sýna með vegvísum sínum. Vegvísarnir verða innlegg í uppfærða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem stjórnvöld ætla að kynna fyrir lok árs og hlakka ég til að halda verkefninu áfram.”
Ísland hefur sett sér metnaðarfull markmið um 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030 og hefur lögfest markmið um kolefnishlutleysi eigi síðar en 2040. Aðkoma íslensks atvinnulífs skiptir sköpum í þeim umskiptum sem nauðsynleg eru til að sett markmið náist. Ennfremur er aðkoma stjórnvalda nauðsynleg á þessari vegferð hvað varðar regluverk, innviði, hvata til grænna fjárfestinga og stuðning við nýsköpun, tækniþróun og orkuskipti.
Í því skyni var ákveðið að koma Loftslagsvegvísum atvinnulífsins á legg, en markmið verkefnisins er að auka samstarf og samtal á milli atvinnulífs og stjórnvalda um tækifæri til samdráttar í losun í þeim tilgangi að hraða aðgerðum í þágu loftslagsmarkmiða Íslands og auka samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Ein af grunnforsendum skilvirkrar vinnu að loftslagsmarkmiðum er að orkuspá og opinber gögn endurspegli þá áskorun sem staðið er frammi fyrir.
Á Grænþingi í Hörpu í gær kynntu fulltrúar atvinnugreinanna vegvísa sína, þar sem rauði þráðurinn var:
- Uppbygging orkuinnviða og aðgangur að hreinni orku
- Skilvirkt regluverk og skýr markmið stjórnvalda
- Fjárfesting í nýjum búnaði og tækni
- Hvatar vegna loftlagstengdra fjárfestinga og framleiðslu
- Nýsköpun og rannsóknir
- Bætt hringrás
Loftslagsvegvísar atvinnulífsins innihalda atvinnugreinaskipta vegvísa, sem hafa margir hverjir mælanleg markmið . Þeir geyma einnig sértækar aðgerðir og úrbótatillögur sem snúa bæði að atvinnulífinu og stjórnvöldum um umbætur í loftslagsmálum. Vegvísarnir eru lifandi skjöl sem verða uppfærð reglulega og mun þeim fjölga með uppfærslu aðgerða og fjölgun atvinnugreina.
Hægt er að nálgast vegvísana inn á www.loftslagsvegvisar.is.
02/06/2023 | Fréttir, Í fjölmiðlum
RÚV fjallaði í gær um fjölsótta ráðstefnu SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu og SFF – Samtök fjármálafyrirtækja undir heitinu ‘Notkun reiðufjár í verslun og þjónustu’ sem var haldin á Grand Hótel Reykjavík í gær.
Í fréttinni er m.a. tekið viðtal við Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, Bengt Nilervall,sérfræðing í greiðslumiðlum hjá Svensk Handel (systursamtök SVÞ) og Sigríði Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóra.
SMELLTU HÉR til að horfa á alla fréttina sem hefst á 14:59 mínútu!
24/05/2023 | Fréttir, Stafræna umbreytingin, Verslun, Þjónusta
Breytingar á kostnaði við smágreiðslumiðlun.
Í nýlegu riti Seðlabanka Íslands, Kostnaður við smágreiðslumiðlun, er að finna mat bankans á kostnaði við notkun ólíkra greiðslumiðla, þ.e. einkakostnaði og samfélagskostnaði af smágreiðslumiðlun.
Af umfjölluninni virðist leiða að töluverðar breytingar hafi orðið á greiðsluhegðun og hagkvæmni í rafrænni greiðslumiðlun hafi aukist undanfarin ár. Á móti hefur samfélagskostnaður af notkun reiðufjár aukist á sama tíma og hlutur kostnaðarins í vergri landsframleiðslu hefur minnkað.
Með öðrum orðum fer kostnaður við greiðslu, móttöku og meðhöndlun reiðufjár hækkandi. Eins fyrirtæki í verslun og þjónustu þekkja hvíla verulega íþyngjandi skyldur á þeim fyrirtækjum sem taka við reiðufjárgreiðslum sem nema hærri fjárhæðum í krónum en sem nemur 10 þúsund evrum. Það er því orðið verulegt áhorfsefni hvort og að hvaða leyti það er skynsamlegt og hagkvæmt fyrir fyrirtæki í verslun og þjónustu að taka við reiðufé.
Ekki er að fullu ljóst hvaða áhrif það mundi hafa fyrir íslensk fyrirtæki að stíga það skref að hafna móttöku reiðufjárgreiðslna. Ekki er víst að viðtökur allra samfélagshópa yrðu góðar. Þá þarf væntanlega einnig að huga að hlutverki reiðufjár t.d. þegar posarnir virka ekki af einhverjum sökum.
Þetta ætlum við að ræða á ráðstefnu SVÞ og SFF hinn 1. júní nk. á Grand hótel Reykjavík þar sem við fáum innsýn í reynslu sænsku verslunarinnar af minnkandi notkun reiðufjár.
Aðildarfyrirtæki SVÞ eru eindregið hvött til að senda fulltrúa á ráðstefnuna, ekki síst fjármálastjóra og aðra þá sem þurfa að þekkja til breytinga sem mögulega eru í farvatninu. Ætla má að fyrirtæki sem taka á móti greiðslum neytendum ættu að líta svo á að þar sé á ferðinni ráðstefna sem ekki sé skynsamlegt að láta fram hjá sér fara.
SMELLTU HÉR til að skrá þig á ráðstefnuna.
19/05/2023 | Fréttir, Í fjölmiðlum
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu var í morgunútvarpi RÚV 2 í morgun þar sem staða á leigumarkaði var til umræðu en opinber gögn sýna að staðan er ekki eins slæm og umræðan er í þjóðfélaginu.
SMELLIÐ HÉR til að hlusta á viðtalið.
SMELLIÐ HÉR fyrir grein inná Visir.is ‘Rýnt í leiguverð‘
17/05/2023 | Fréttir, Greinar
Visir.is birtir í dag, 17.maí 2023, grein eftir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu.
Þar segir m.a.:
Umræða um leiguverð á íbúðarmarkaði hefur verið nokkuð hávær að undanförnu. Í þeirri umræðu hefur verið fullyrt að verðhækkanir á þessum markaði hafi verið úr öllu hófi og ekki í samræmi við almenna verðlagsþróun í landinu. Af þeirri ástæðu er rétt að staldra við og benda á nokkur einföld atriði:
- a. Húsnæðiskostnaður hefur ávallt verið stærsti útgjaldaliður hverrar fjölskyldu, hvort sem fólk býr í eigin húsnæði eða er á leigumarkaði. Þannig hefur það ávallt verið og verður að öllum líkindum áfram.
- b. Á tímabilinu frá desember 2019 til mars 2023 lækkaði leiguverð á höfuðborgarsvæðinu um 4,8% á föstu verðlagi á meðan kaupverð á íbúðarhúsnæði hækkaði um 22,4% á sama tíma. Ef horft er á þróunina út frá breytingu á launavístölu á sama tímabili á hækkaði launavísistalan um 31,2%, eða um tæplega 7% á föstu verðlagi. Leiguverð sem hlutfall af launum lækkaði því um 11 % á tímabilinu.
- c. Fært yfir á mannamál merkir þetta að húsaleigan er hlutfallslega lág í samanburði við verð á fasteignum og fjármagnskostnað. Telja verður meiri líkur en minni á að húsaleigan aðlagist að einhverju leyti þegar horft er til þess að íbúafjölgun hér á landi hefur verið meiri undanfarna mánuði en nokkru sinni fyrr á svo skömmum tíma og framboð á leiguhúsnæði er augljóslega ekki í takt við þarfir markaðarins. Hér mun lögmálið um framboð og eftirspurn einfaldlega ráða þróuninni.
- d. Könnun sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur gert bendir eindregið til þess að stærri hluti leigjenda sé ánægðari með stöðu sína en oft áður, enda liggur það fyrir að útgjöld vegna húsaleigu hafa verið svipað hlutfall ráðstöfunartekna allan undangenginn áratug.
- e. Samkvæmt lífskjarakönnun Hagstofu Íslands töldu 13,8% heimila á leigumarkaði sig búa við íþyngjandi húsnæðiskostnað árið 2022 í samanburði við 25,4% árið 2015. Þessi niðurstaða bendir eindregið til þess að fólk hafi það almennt betra á leigumarkaði en oft áður.
Sú lýsing á ástandinu á leigumarkaði fyrir íbúðarhúsnæði sem birst hefur að undanförnu er því ekki í samræmi við þann raunveruleika sem opinber gögn segja til um. Hér gildir því hið sígilda að yfirveguð umræða, byggð á staðreyndum máls, er líklegust til að leiða umræðuna inn á réttar brautir.
SMELLTU HÉR til að lesa greinina inná Visir.is