Samkaup er menntafyrirtæki ársins | Menntaverðlaun Samtaka atvinnulífsins 2022

Samkaup er menntafyrirtæki ársins | Menntaverðlaun Samtaka atvinnulífsins 2022

Samtök verslunar og þjónustu fagna því sérstaklega að Samkaup er menntafyrirtæki ársins 2022 sem voru hátíðlega afhend af Forseta Íslands á Menntadegi atvinnulífsins í gær.

Frá því Samkaup vann menntasprota atvinnulífsins árið 2020 hefur uppbyggingarstarfinu verið haldið áfram með þeirri niðurstöðu að Samkaup eru menntafyrirtæki ársins 2022. Markvissar mælingar fara fram á árangri í þjálfun og þróun starfsmanna sem staðfesta jákvæða og mjög sterka stöðu í fræðslu og þjálfunarmálum innan Samkaupa.

Í frétt frá Samtökum atvinnulífsins kemur fram að Samkaup reka yfir 60 verslanir víðsvegar um landið og hjá fyrirtækinu starfa rúmlega 1400. Í rekstri verslana á dagvöru-markaði felast margar áskoranir þar sem grunnurinn að gæðum og góðri þjónustu er fjölbreytni og sveigjanleiki til að uppfylla fjölþættar þarfir viðskiptavinanna í öllum byggðum landsins.

Ljóst er að Samkaup leggur mikinn metnað í vera eftirsóknarverður vinnustaður með markvissri uppbyggingu starfsfólks þar sem lögð er áhersla á tækifæri þess til að eflast og þroskast bæði persónulega og í starfi. Í þessu skyni er unnið jöfnum höndum með skipulagða fræðslu innan fyrirtækisins en einnig í samstarfi við ytri fræðsluaðila þar sem starfsfólk getur stundað nám með vinnu og um leið skapað sér grunn til áframhaldandi náms síðar meir. Mikilvægt er að Samkaup veita starfsfólki sérstakan stuðning í þessu skyni.

Með því að styrkja einstaklinga til starfsþróunar er einnig lagður grunnur að framtíðar leiðtogum innan fyrirtækisins og menntunarstig innanfyrirtækisins hækkar sem aftur skilar sér í eftirsóknarverðum vinnustað, starfsánægju og jákvæðu viðhorfi starfsfólk til þeirra færni sem mikilvæg er í kaupmennsku, þjónustu og verslunarrekstri almennt. Mjög jákvætt er að sjá þá áherslu sem lögð er á fjölbreyttar menntaleiðir innan fyrirtækisins sem ná til breiðs hóps starfsfólks sem einnig miðlar þekkingunni á milli vinnustöðva innan fyrirtækisins

Ljóst er að Samkaup gera sér grein fyrir því að mannauðurinn er mikilvægasta auðlind fyrirtækja og blómstri hún blómstrar fyrirtækið.

Til hamingju Samkaup!

SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA FRÉTT FRÁ SA.IS

Mynd: Frá Samtökum atvinnulífsins

Fréttatilkynning | Bílgreinasambandið (BGS) sameinast Samtökum verslunar og þjónustu (SVÞ)

Fréttatilkynning | Bílgreinasambandið (BGS) sameinast Samtökum verslunar og þjónustu (SVÞ)

Samtök verslunar og þjónustu sendir í dag eftirfarandi fréttatilkynningu til fjölmiðla:

Í upphafi árs 2021 ákváðu stjórnir Bílgreinasambandsins og SVÞ að hefja náið samstarf á hagsmunasviðinu með undirritun samstarfsyfirlýsingar. Markmiðið er að efla þjónustu við félagsmenn í samskiptum við stjórnvöld, í lögfræðilegum álitamálum og fræðslu- og menntunarmálum ásamt því að styrkja rekstur beggja samtaka.

Umbreyting í rekstrarumhverfi fyrirtækja kallar á samvinnu

Kveikjan að þessu nána samstarfi var sú að rekstrarumhverfi fyrirtækja í bílgreinum, í verslun og í þjónustu almennt verður sífellt flóknara, með auknum kröfum af margvíslegu tagi sem m.a. leiða til aukinna samskipta við stjórnsýsluna. Samvinna eflir þessi samskipti, eykur þjónustu og upplýsingagjöf og er til mikillar hagræðingar fyrir félagsmenn. Hún er ekki síður hagræðing fyrir stjórnsýsluna sem þarf þá að taka við færri umsögnum sem oftar en ekki eru efnislega sambærilegar. Sífellt hraðari tækniþróun kallar á aukna fræðslu og menntun sem samtökin geta eflt enn frekar með samvinnu.

Í ljósi reynslunnar af góðu samstarfi milli SVÞ og BGS ákváðu stjórnir samtakanna að tillaga um sameiningu yrði lögð fyrir aðalfundi samtakanna.  Niðurstaða auka aðalfundar BGS (Bílgreinasambandsins) þann 17. febrúar s.l.var einróma samþykki sameiningar við SVÞ. Á aðalfundi SVÞ sem fór fram 17.mars s.l. var endahnúturinn hnýttur með einróma samþykki stjórnar SVÞ. Sameiningin tekur formlega gildi frá og með deginum í dag, 1.apríl 2022.

„Við sjáum fram á áframhaldandi samlegðarávinning á fjölmörgum sviðum. Samskipti við stjórnsýsluna verða markvissari og öflugri, og að félagsmenn Bílgreinasambandsins munu njóta áfram góðs af aðgengi að fræðsludagskrá SVÞ. Við erum spennt fyrir áframhaldinu og væntum mikils af þessu samstarfi,” segir Jóhannes Jóhannesson, staðgengill framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins við tækifærið.

Jón Ólafur Halldórsson formaður SVÞ, fagnar staðfestingu á sameiningunni, enda ljóst að með því að BGS sameinist Samtökum verslunar og þjónustu verði samtökin enn sterkara hagsmunaafl fyrir félagsmenn sína. „Í ljósi mikilla breytinga í fyrirtækjarekstri og nýjum áskorunum á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar fögnum við þessari sameiningu og hlökkum til að byggja enn frekar upp tengsl og ávinning fyrir alla hagsmunaaðila“

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA fagnar þessum tímamótum. „Með sameiningu BGS og SVÞ fá félagsmenn Bílgreinasambandsins aðgang að öflugri þjónustu SVÞ og SA um leið og samtökin sjálf fá liðsstyrk öflugra nýrra félagsmanna. Við fögnum þessari sameiningu og teljum hana til heilla fyrir alla aðila og ánægjulegt að yfir 100 fyrirtæki innan bílgreinar bætist í sterkan hóp fyrirtækja innan vébanda Samtaka atvinnulífsins.“

____________________________

Nánari upplýsingar veita:
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ
Sími: 820 4500

Jóhannes Jóhannesson, staðgengill framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins
Sími: 568 1550

Fréttatilkynning Sameining SVÞ og BGS 2022

Ný stjórn SVÞ 2022-2023!

Ný stjórn SVÞ 2022-2023!

Ný stjórn SVÞ kjörin á aðalfundi samtakanna

Aðalfundur SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu var haldinn í morgun í Hyl, Húsi atvinnulífsins. Á fundinum var kosið um þrjú sæti meðstjórnenda og einn til eins árs. Alls bárust fimm framboð.

Réttkjörin í stjórn SVÞ til næstu tveggja ára eru: Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri Samkaupa, Edda Rut Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs-og samskiptasviðis Eimskips og Brynjúlfur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Artasan ehf.

Réttkjörinn í stjórn SVÞ til eins árs er; Óskar Sigurðsson, viðskipafræðingur, löggildur verðbréfamiðlari Accountant ehf.

Fulltrúi Bílgreinasambandsins í stjórn SVÞ næsta starfsár verður Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar

Formaður SVÞ, Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Marga var á síðasta ári endurkjörinn til 2023.

Stjórn er því skipuð eftirfarandi aðilum starfsárið 2022-2023:
 • Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Marga, formaður SVÞ
 • Guðrún Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Kokku
 • Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1
 • Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri Samkaupa
 • Edda Rut Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs og samskiptasviðs Eimskips
 • Brynjúlfur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Artasan ehf og
 • Óskar Sigurðsson, viðskiptafræðingur, löggildur verðbréfamiðlari Accountant ehf.
 • Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar

„Verkefnin framundan eru fjölbreytt og krefjandi, um leið og við þökkum fráfarandi stjórn fyrir sín störf bjóðum nýtt stjórnarfólk velkomið til starfa og hlökkum til að eiga með þeim farsælt samstarf á nýju starfsári.“

Nánari upplýsingar veitir:

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ
Sími: 820 4500

________________

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ NÁLGAST ÁRSSKÝRSLU STJÓRNAR 2021-2022

COVID reglur frá og með miðnætti í kvöld.

COVID reglur frá og með miðnætti í kvöld.

Ný reglu­gerð heil­brigðisráðherra tek­ur gildi á miðnætti og fel­ur í sér eft­ir­tald­ar breyt­ing­ar:

 • Al­menn­ar fjölda­tak­mark­an­ir fari úr 10 í 50 manns.
 • Nánd­ar­regla fari úr 2 metr­um í 1 metra.
 • Óbreytt grímu­skylda, sem tek­ur þó al­mennt mið af nánd­ar­reglu.
 • Sund-, baðstaðir, lík­ams­rækt­ar­stöðvar og skíðasvæði verði heim­ilt að hafa opið með 75% af­köst­um.
 • Íþrótta­keppn­ir verði áfram heim­il­ar með 50 þátt­tak­end­um og áhorf­end­ur séu leyfðir á ný.
 • Há­marks­fjöldi í versl­un­um geti mest orðið 500 manns.
 • Skemmtistöðum, krám, spila­stöðum og spila­köss­um verði heim­ilað að opna á ný.
 • Veit­inga­stöðum, þ.m.t. krám og skemmtistöðum, verði heim­ilt að hleypa nýj­um viðskipta­vin­um til kl. 23.00 en gest­um verði gert að yf­ir­gefa staðina kl. 00.00.
 • Á sitj­andi viðburðum verði heim­ilt að taka á móti allt að 500 gest­um í hverju hólfi, viðhalda skuli 1 metra nánd­ar­reglu milli óskyldra aðila auk grímu­skyldu. Ekki verði þörf á hraðpróf­um.
 • Í skól­um verði óbreytt­ar tak­mark­an­ir, þó þannig að þær verði aðlagaðar fram­an­greind­um til­slök­un­um eft­ir því sem við á.
 • Reglu­gerðin gildi í tæp­ar fjór­ar vik­ur til og með 24. fe­brú­ar.

Í til­kynn­ingu frá Stjórn­ar­ráðinu seg­ir að ráðherra hafi vikið lít­il­lega frá til­lög­um sótt­varna­lækn­is, þ.e. með því að láta nýju regl­urn­ar taka gildi fyrr, lengja opn­un­ar­tíma veit­ingastaða um tvær klukku­stund­ir í stað einn­ar og hækka há­marks­fjölda í versl­un­um.

#TökumSamtalið | Hvatning SVÞ til leiðtoga og stjórnenda fyrirtækja

#TökumSamtalið | Hvatning SVÞ til leiðtoga og stjórnenda fyrirtækja

FRÉTTATILKYNNING
Hvatning SVÞ til leiðtoga og stjórnenda fyrirtækja

Framsýni, innsæi og hugrekki eru eiginleikar sem stjórnendur fyrirtækja og stofnana þurfa á að halda þegar viðhorfsumbreytingar verða í samfélaginu. Samtök verslunar og þjónustu hvetja alla leiðtoga til að taka samtalið og festa niður aðgerðaáætlun svo þeim verði ávallt fært að endurtengja gildi, samfélagslega ábyrgð og traust.

Samfélagsleg stefna fyrirtækja verður á hverjum tíma að stuðla að fjölbreyttri flóru mannauðsins og jafnrétti kynjanna.

„Við lifum á miklum umbreytingatímum. Á slíkum tímum skapast tækifæri til að horfa innávið og skoða fyrir hvað við stöndum og hvernig látum við gildin okkar endurspeglast bæði í orði og athöfnum? Fyrsta skrefið til breytinga er að taka samtalið. Því vill SVÞ hvetja leiðtoga til aðgerða sem stuðla að nærandi fyrirtækjamenningu fyrir alla.“ Segir Andrés Magnússon framkvæmdastjóri SVÞ.

SVÞ býður fulltrúum aðildarfyrirtækja sinna upp á fræðslu og hvatningu næstu vikurnar undir myllumerkinu #TökumSamtalið.

Hinn 26.janúar nk. mun Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri Franklin Covey á Íslandi halda fyrirlesturinn „Trúverðuleiki og traust á markaði“ þar sem varpað verður ljósi á rannsóknir og rit um traust til einstaklinga og vinnustaða og stýrir um leið samtali um virði trausts.

SKRÁNING HÉR

Hinn 2. febrúar nk. mun Rúna Magnúsdóttir, leiðtogamarkþjálfi og meðstofnandi No More Boxes vitundarvakningarinnar, standa fyrir sérsniðnum viðburði þar sem þátttakendur skoða hvernig birtingarmyndir á staðalímyndum kynjanna eru ómeðvitað að stjórna aðgerðum okkar og framgangi. Skoðum hvað er til ráða og veltum upp spurningunni: Hversvegna er alveg hægt að kenna gömlum hundum að sitja?

SKRÁNING HÉR

_____
Nánari upplýsingar veitir:
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ
Sími: 820 4500