Erlend netverslun aldrei meiri [RSV]

Erlend netverslun aldrei meiri [RSV]

Rannsóknasetur verslunarinnar [RSV] birti í dag niðurstöðu mælinga á erlendri netverslun íslendinga.

Þar kemur fram að erlend netverslun hefur aldrei mælst meiri síðan RSV hóf að safna saman gögnum.  Nýjar tölur fyrir nóvember 2023 sýna að íslendingar eyddu 3,07 milljörðum króna í erlenda netverslun.

Það er hækkun um 25.9% á milli ára.  Á sama tíma var netverslun innanlands samkvæmt kortaveltugögnum Rannsóknasetursins tæp 18 milljarða króna.

Nánari upplýsinga um erlenda netverslun íslendinga má finna undir flipanum ‘Netverslun’ fyrir áskrfendur á Veltunni -SJÁ HÉR! 

Ný skýrsla WEF varpar ljósi á mikilvægi fjölbreytileikans í atvinnulífinu.

Ný skýrsla WEF varpar ljósi á mikilvægi fjölbreytileikans í atvinnulífinu.

Ný skýrsla frá Alþjóðlega efnahagsráðinu [WEF], „Diversity, Equity, and Inclusion Lighthouses 2024“ dregur fram mikilvægi fjölbreytileika, jafnréttis og aðgengis í atvinnulífinu. Skýrslan sýnir fram á hvernig fyrirtæki geta haft jákvæð áhrif á minnihlutahópa með markvissum aðgerðum.

Hún inniheldur dæmi um vel heppnaðar aðgerðir og árangur þeirra, sem geta þjónað sem fyrirmyndir fyrir önnur fyrirtæki. Skýrslan er mikilvæg heimild fyrir þau fyrirtæki sem vilja innleiða svipaðar stefnur og efla fjölbreytni og jafnrétti í eigin starfsemi.

ÞÚ GETUR HLAÐIÐ NIÐUR SKÝRSLUNNI HÉR —> WEF_Diversity_Equity_and_Inclusion_Lighthouses_2024 

Erlend netverslun aldrei meiri [RSV]

Erlend netverslun eykst um 16,8% á milli ára.

Rannsóknasetur verslunarinnar, RSV birtir í dag samanburðartölur á íslenskri og erlendri netverslun fyrir októbermánuð.

Erlend netverslun eykst um 16,8% á milli ára Erlend netverslun nemur 2,4 milljörðum íslenskra króna í október mánuði en það er 16,8% aukning frá því í október í fyrra. Fataverslun eykst um 8,2% á milli ára og er 1,1 milljarður króna og þá hefur erlend netverslun í byggingavöruverslunum aukist um 32,6% á milli ára og er 253 milljónir króna.

Nánari upplýsingar má nálgast inná Veltan.is – Mælaborði Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV)

Íslensk og erlend netverslun október 2023

Jólagjöf ársins 2023: Samverustundir

Jólagjöf ársins 2023: Samverustundir

Samverustundir útnefndar sem jólagjöf ársins 2023, samkvæmt Rannsóknasetri verslunarinnar (RSV).

Frá árinu 2006, þegar ávaxta- og grænmetispressan var valin, hefur RSV árlega tilkynnt um jólagjöf ársins. Könnun RSV meðal Íslendinga sýnir að í ár eru samverustundir og upplifanir ofarlega á óskalista fólks.

Samverustundir geta falist í ýmsu, allt frá gjafabréfum í bíó eða veitingastaði til heimsókna til ættingja. Jólin snúast í grundvallaratriðum um að njóta samverunnar með þeim sem okkur þykir vænt um.

Yfirlit yfir jólagjafir ársins frá RSV:

2023: Samverustundir
2022: Íslenskar bækur og spil
2021: Jogginggalli
2015: Þráðlausir hátalarar/heyrnartól
2014: Nytjalist
2013: Lífstílsbók
2012: Íslensk tónlist
2011: Spjaldtölva
2010: Íslensk lopapeysa
2009: Jákvæð upplifun
2008: Íslensk hönnun
2007: GPS staðsetningatæki
2006: Ávaxta- og grænmetispressa

Þetta val endurspeglar áhersluna á gildi samverunnar og sameiginlegra upplifana, en minnir okkur einnig á breytileika tíðaranda og neysluhegðunar í gegnum árin.

Rannsóknasetur verslunarinnar (RSV) spáir 0,29% samdrætti í smásöluverslun um jólin á föstu verðlagi.

Rannsóknasetur verslunarinnar (RSV) spáir 0,29% samdrætti í smásöluverslun um jólin á föstu verðlagi.

Rannsóknasetur verslunarinnar (RSV) spáir 0,29% samdrætti í jólaverslun 2023 miðað við fast verðlag.

Þrátt fyrir að Íslendingar hafi byrjað að versla fyrr vegna tilboðsdaga eins og Dagur einhleypra, Svartur föstudagur eða Rafrænn mánudagur, gefa hækkandi verðbólga og stýrivextir til kynna varfærnari neyslu.

Einkaneysla hefur hækkað um 12,9% á árinu, aðallega vegna hækkunar á vöruverði. Nýleg könnun RSV og Prósent sýna að Íslendingar hyggjast eyða 12.000 kr. minna í jólagjafir í ár en í fyrra, eða um 99.000 kr. á mann í stað 111.000 kr.

Lækkunin er hlutfallslega mest hjá eldri borgurum, en konur eru líklegri til að eyða meira en karlar.  Jólaverslun í ár er spáð að verði 135,9 milljarðar króna, en var 126,1 milljarður króna árið áður. RSV notar gögn um kaupmátt launa, vísitölu neysluverðs, kortaveltu, einkaneyslu og virðisaukaskattsskýrslur til spár sinnar.

Sjá nánar frétt inná vef Rannsóknasetur verslunarinnar: Spá um jólaverslun 2023 (rsv.is)

*Mynd frá RSV.is

Matarsóun íslenskra heimila og í smásölu og dreifingu mælist undir meðaltali í Evrópu

Matarsóun íslenskra heimila og í smásölu og dreifingu mælist undir meðaltali í Evrópu

Umhverfisstofnun birtir á vef sínum 29.september s.l. niðurstöðu mælingum stofnunarinnar á matarsóun á Íslandi. Þar kemur m.a. fram að matarsóun á Íslandi jafngildir um 160 kílóum á hvern íbúa á ári. Tæpur helmingur allrar matarsóunar á sér stað í frumframleiðslu matvæla en um 40% á heimilum.

Stofnunin hefur í fyrsta sinn mælt matarsóun í allri virðiskeðju matvæla eftir staðlaðri aðferðafræði Evrópusambandsins.

Ísland hefur sett sér markmið um að draga úr matarsóun, bæði sem hluti af aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og sem hluta af framlagi okkar til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Lágmörkun matarsóunar er loftslagsmál, efnahagsmál og mikilvægur þáttur í innleiðingu hringrásarhagkerfisins.

Allar nánari upplýsingar um niðurstöður mælinga má fá inná vef Umhverfisstofnunar – sjá nánar hér.

Matarsóun í virðiskeðjunni 2023

Bendum einnig á að þann 24.október n.k. höldum við sérstaka málstofu um matarsóun og næstu skref á einstökum viðburði fyrir fólk og fyrirtæki í verslunar og þjónustugreinum innan SVÞ í samstarfi við Umhverfisstofnun og Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið.

Viðburðurinn er opinn öllu áhugasömum um matarsóun og næstu skref.
Skráning hér!

*Mynd frá vef Umhverfisstofnunar.