19/08/2024 | Fréttir, Greining, Þjónusta
Aukinn fjöldi færsluhirða kallar á nýjar áskoranir
Rannsóknasetrur verslunarinnar (RSV) sendi í dag frá sér fréttatilkynningu þar sem kemur ma. fram að RSV leggur mikla áherslu á áreiðanleika gagna við öflun upplýsinga fyrir Veltuna, sem er eitt af mikilvægustu verkefnum setursins. Söfnun gagna byggir á sjálfviljugri þátttöku færsluhirða sem starfa á íslenskum markaði, þar sem RSV hefur engan lagalegan rétt til að krefja þá um upplýsingar. Í gegnum árin hefur setrið byggt upp gott samstarf við þessi fyrirtæki, sem hefur skilað mikilvægu gagnasafni fyrir íslenskt viðskiptalíf.
Þróun síðustu missera hefur þó kallað á nýjar áskoranir. Fjöldi færsluhirða hefur aukist verulega og verið hefur unnið hörðum höndum að því að kortleggja þessa aðila og fá þá til samstarfs. Því miður hefur sú vinna ekki gengið eins vel og vonir stóðu til. Þó íslenskir aðilar hafi verið opnir fyrir samtali, hefur reynst erfiðara að sannfæra erlenda færsluhirða um að afhenda gögn. Samræming á tölum RSV við Seðlabanka Íslands (SÍ) hefur sýnt fylgni, en erfiðleikar við að ná öllum aðilum hafa gert það nær ómögulegt að áætla heildarstærð markaðarins.
Greiðslumiðlunarfyrirtæki hafa þróast hratt með nýrri tækni, breyttum neytendavenjum og aukinni samkeppni. Þessi þróun, ásamt alþjóðavæðingu greiðslulausna, hefur leitt til þess að fyrirtæki geta náð til nýrra markaða með minna flækjustigi. Á sama tíma hefur þessi þróun gert það erfiðara fyrir RSV að tryggja heildstæð gögn.
Í byrjun sumars hættu gögn að berast frá einum af stærri færsluhirðunum hér á landi, sem leiddi til verulegra skekkja þegar gögnin voru borin saman við tölur Seðlabankans. Af þessum sökum var tímabundið gert hlé á birtingu gagna hjá RSV þar til hægt er að ná utan um alla færsluhirða á Íslandi. Stjórn RSV hefur sent beiðni til Seðlabankans um gögn beint frá þeim til að tryggja enn frekar áreiðanleika gagna og er von á svari fljótlega.
RSV leggur mikla áherslu á trúverðugleika gagna og hefur verið að vinna að breytingum á þessu ári til að styrkja áreiðanleika þeirra enn frekar. Það er nauðsynlegt að Ísland sé í takt við aðrar Evrópuþjóðir hvað varðar söfnun, greiningu og birtingu gagna um stóra útgjaldaliði í hagkerfinu, þar sem gott aðgengi að áreiðanlegum upplýsingum er lykilatriði.
Kíkið HÉR til að skoða Veltuna hjá RSV.
06/08/2024 | Fréttir, Greining, Verslun, Þjónusta
Í nýrri skýrslu um friðhelgi einkalífs og metaverse,frá Business at OECD er lýst möguleikum og áskorunum fyrir stjórnendur. Með vaxandi notkun sýndarveruleika [metaverse] verður mikilvægara en nokkru sinni fyrr að tryggja gagnavinnslu og friðhelgi viðskiptavina.
Fyrir verslun og þjónustu er mikilvægt að tryggja trúnað og öryggi við meðferð persónuupplýsinga, sérstaklega þar sem safna á og vinna úr líffræðilegum og persónulegum gögnum. Verslanir geta nýtt metaverse til að bæta viðskiptaupplifun með sýndarverslunum og persónusniðnum þjónustu, en það krefst skýrrar og öruggrar gagnavinnslu til að byggja upp traust viðskiptavina.
Þar kemur m.a. fram að stjórnendur þurfa að taka afstöðu til þess hvernig best er að innleiða nýja tækni á öruggan hátt, til að byggja upp traust og bæta viðskiptaupplifun.
Skýrslan leggur áherslu á að áhrifarík gagnaöryggi og stefnumótun verði lykillinn að velgengni í þessum nýja stafræna heimi.
Lesið nánar um áhrifin og tillögur skýrslunnar hér: Skýrsla OECD um metaverse.
24/05/2024 | Fréttir, Greining, Verslun
Rannsóknasetur verslunarinnar [RSV] birtir í dag niðurstöður frá netverslun Íslendinga á fötum.
Tæplega þriðjungur Íslendinga verslar föt á netinu á meðan hinir gera sér ferð út í búð.
Viðskiptahættir okkar eru fjölbreyttir og breytast með tímanum.
Nýjasta könnun RSV sýnir að sama hvað gengur á í þjóðfélaginu, við hættum ekkert að kaupa okkur föt eða skó. Það er gömul mýta og ný að við erum alveg hætt að fara út í búð, verslum allt á netinu og fáum allt sent heim. Það er þó alls ekki þannig, yngri kynslóðin er kannski komin með þann vana en stundum þurfum við bara að fara út í búð og máta.
Hér koma nokkrar áhugaverðar tölur fyrir árið 2023 í fataverslun.
- Tæplega þriðjungur Íslendinga verslar föt og skó á netinu á meðan hinir gera sér ferð út í búð og borgar í posa.
- Tæplega þriðjungur okkar verslar föt á netinu að þá verslum við fjórfalt meira af fötum í erlendri netverslun en af íslenskum fataverslunarfyrirtækjum sem að bjóða upp á netverslun.
- Tæplega annar hver hlutur sem að Íslendingar (eingöngu einstaklingar) flytja inn, eru föt eða skór (45,5%).
- Við versluðum jafnmikið í netverslun við innlend fataverslunarfyrirtæki og við fengum sent af fötum frá Kína (3,7 ma.kr.) á árinu 2023.
- Bretland, Bandaríkin, Víetnam og Holland koma svo fast á hæla Kína í keppninni um vinsæl lönd sem senda okkur föt eftir pantanir okkar í erlendri netverslun.
Fyrir frekari upplýsingar, skoðaðu Veltan.is.
15/05/2024 | Fréttir, Greining, Verslun, Þjónusta
Innlend kortavelta eykst um 0,12% á milli ára
Rannsóknasetur verslunarinnar RSV birtir mánaðarlega gögn um kortaveltu á Veltunni. Kortaveltan er sundurliðuð eftir þjóðerni og tegundum verslana og þjónustu auk þess sem netverslun er sundurgreind frá verslun í búðum og kortavelta erlendra ferðamanna er skoðuð sérstaklega.
Kortavelta innanlands nam 81,8 milljörðum króna í apríl 2024. Það er 0,12% hækkun á milli ára á breytilegu verðlagi. Kortavelta í innlendri netverslun nemur 15,025 ma.kr. og eykst um 17,4% á milli ára. Þá er samdráttur í neyslu ferðamanna á landinu í apríl en erlend kortavelta nemur 16,75 ma.kr. og dregst saman um 23,6% á milli ára.
Innlend kortavelta er tvískipt eftir þjónustu og verslun.
Þjónusta nemur 37,4 milljörðum króna og eykst um 0,8% á milli ára og verslun nemur 44,4 milljörðum króna og dregst saman um 0,5% á milli ára
Nánari upplýsingar um aðra undirflokka má nálgast á Veltunni.
08/03/2024 | Fréttir, Greining, Verslun
Kortavelta innanlands eykst um 7,1% á milli ára.
Rannsóknasetur verslunarinnar (RSV) birtir í dag tölur um kortaveltu febrúar mánaðar. Þar kemur m.a. fram að kortavelta Íslendinga nemur 80,3 milljörðum króna í febrúar 2024 samanborið við 75 milljarða króna í febrúar 2023 og eykst um 7,1% á milli ára á breytilegu verðlagi.
Í fréttabréfi RSV kemur einnig fram að;
- Erlend kortavelta nemur 18,9 milljörðum króna í febrúar 2024 og stendur í stað, var það sama í febrúar 2023.
- Innlend netverslun heldur áfram að vaxa og nemur 15,3 milljörðum króna og hækkar um 20,6% á milli ára.
Nánari upplýsingar um aðra undirflokka má nálgast á Veltunni – SMELLA HÉR!
Rannsóknasetur verslunarinnar RSV birtir mánaðarlega gögn um kortaveltu á Veltunni, www.veltan.is. Kortaveltan er sundurliðuð eftir þjóðerni og tegundum verslana og þjónustu auk þess sem netverslun er sundurgreind frá verslun í búðum og kortavelta erlendra ferðamanna er skoðuð sérstaklega.
19/01/2024 | Fréttir, Greining, Verslun
Rannsóknasetur verslunarinnar [RSV] birti í dag niðurstöðu mælinga á erlendri netverslun íslendinga.
Þar kemur fram að erlend netverslun hefur aldrei mælst meiri síðan RSV hóf að safna saman gögnum. Nýjar tölur fyrir nóvember 2023 sýna að íslendingar eyddu 3,07 milljörðum króna í erlenda netverslun.
Það er hækkun um 25.9% á milli ára. Á sama tíma var netverslun innanlands samkvæmt kortaveltugögnum Rannsóknasetursins tæp 18 milljarða króna.
Nánari upplýsinga um erlenda netverslun íslendinga má finna undir flipanum ‘Netverslun’ fyrir áskrfendur á Veltunni -SJÁ HÉR!
Síða 1 af 1712345...10...»Síðasta »