RSV | Innlend kortavelta dregst saman á milli mánaða

RSV | Innlend kortavelta dregst saman á milli mánaða

RSV – Rannsóknasetur verslunarinnar birtir í dag upplýsingar um kortaveltu í júlí mánuði 2023.

Samkvæmt greiningu var kortavelta júlímánaðar 133,8 milljörðum króna og þar af er innlend kortavelta 92,1 milljarður króna en það er lækkun um 2,2% milli mánaða en innlenda kortaveltan eykst á milli ára um 5,4%.  Netverslun Íslendinga eykst um 20% á milli ára og nemur 14,6 milljörðum króna.  Erlend kortavelta eykst hinsvegar um 17% milli ára og nemur 41,75 milljörðum króna.

Nánari frétt má nálgast á vefsvæði  RSV – HÉR

Nánari útlistun á kortaveltunni má nálgast í Sarpinum – HÉR

RSV | Innlend kortavelta dregst saman á milli mánaða

Erlend netverslun 12,5 milljarðar frá Janúar til Júní 2023

RSV – Rannsóknasetur verslunarinnar birtir í dag tölur af erlendri netverslun frá áramótum.

Þar kemur m.a. fram að erlend netverslun var á sama tíma í fyrra 11 milljarðar en er í dag 12,5 milljarðar króna. Erlend netverslun í júní 2023 nemur 2,46 milljörðum kr. en hún dregst saman um 5,5% milli mánaða. Fataverslun er langstærsti hlutinn af erlendri netverslun eða 1,1 milljarður króna. Þá vekur athygli að flokkurinn stórmarkaðir og dagvöruverslanir hefur tvöfaldast á milli ára en í þeim flokki er matvara af ýmsum toga.

Sjá nánar hér og inná SARPNUM hjá RSV

Framtíðarhæfni á vinnumarkaði 2023 | Skýrsla World Economic Forum

Framtíðarhæfni á vinnumarkaði 2023 | Skýrsla World Economic Forum

World Economic Forum birti á dögunum skýrslu yfir hvernig framtíðarhæfni á vinnumarkaði muni þróast næstu fimm árin eða til 2028. Í þessari fjórðu útgáfu skýrslunnar birtast einnig niðurstöður rannsókna á væntingum atvinnuveitenda til að veita nýja innsýn í hvernig samfélags- og stafræn þróun og tækni munu móta vinnustaði framtíðarinnar.

SMELLIÐ HÉR til að hlaða niður skýrslunni.

Kortaveltan dróst saman um rúm 4,5% á milli mars og apríl mánaða

Kortaveltan dróst saman um rúm 4,5% á milli mars og apríl mánaða

Kortavelta dregst saman á milli mánaða.

Heildar greiðslukortavelta* hérlendis í apríl sl. nam tæpum 104 milljörðum kr. Veltan dróst saman um rúm 4,5% á milli mánaða en jókst um 11,8 % á milli ára miðað við breytilegt verðlag.

Heildar greiðslukortavelta innlendra korta hérlendis nam tæpum 82 milljörðum kr. en velta innlendra korta dróst saman um rúm 5,3% á milli mars og aprílmánaðar. Veltan jókst þó um rúm 4,2% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.

Kortavelta erlendra ferðamanna hérlendis nam rúmum 21,9 milljörðum kr. Veltan dróst lítillega saman á milli mars og aprílmánaðar, um rúmt 1,5%, en jókst um 53,6% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.

Framlag erlendra korta til ársbreytingar heildar greiðslukortaveltu í apríl sl. var 8,3% en framlag innlendra korta 3,6%.

SJÁ NÁNAR INNÁ VEF RSV HÉR! 

Landsmenn keyptu vörur frá erlendum netverslunum fyrir tæpa 1,98 milljarða kr. í mars sl.

Landsmenn keyptu vörur frá erlendum netverslunum fyrir tæpa 1,98 milljarða kr. í mars sl.

Netverslunarvísir RSV hækkar um 9,1% á milli ára

Vísitala erlendrar netverslunar, Netverslunarvísir RSV, hækkar um 8% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitalan hækkað um 9,1%. Landsmenn keyptu því meira frá erlendum netverslunum í mars sl. miðað við í mars í fyrra.

Mest var aukningin á milli ára í erlendri netverslun með matvöru (74,7%) og vörur frá lyfja-, heilsu- og snyrtivöruverslunum (70%). Í flokki áfengisverslunar var 11,8% aukning á milli ára og erlend netverslun með fatnað í mars sl. jókst um 5,4% á milli ára.

Landsmenn keyptu vörur frá erlendum netverslunum fyrir tæpa 1,98 milljarða kr. í mars sl. Þar af voru rúmar 850 milljónir kr. vegna fataverslunar. Til samanburðar keyptu landsmenn vörur frá innlendum netverslunum fyrir rúma 3,6 milljarða kr. í mars sl. Þar af voru rúmar 250 milljónir kr. vegna fataverslunar.

Upplýsingum um erlenda netverslun landsmanna í mars sl. hefur verið bætt við Netverslunarvísi RSV á Sarpi.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ NÁLGAST ALLA FRÉTTINA.

Ný skýrsla McKinsey & EuroCommerce ‘The State of Grocery Retail 2023’

Ný skýrsla McKinsey & EuroCommerce ‘The State of Grocery Retail 2023’

McKinsey og EuroCommerce birtir í dag skýrsluna ‘Living with and responding to uncertainty: The State of Grocery Retail 2023.’  Skýrslan gefur innsýn inní áskoranir matvælaverslana í Evrópu útfrá viðtölum við stjórnendur frá 50 fyrirtækjum í matvælaverslunum í Evrópu sem og könnun frá yfir 12 þúsund neytenda frá níu evrópu löndum.

Sjá fréttatilkynningu frá McKinsey & EuroCommerce – HÉR! 

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ HLAÐA NIÐUR SKÝRSLU McKINSEY