Ráðherrar og þingmenn á fundi bílgreinarinnar um orkuskiptalausnir í vegasamgöngum.

Ráðherrar og þingmenn á fundi bílgreinarinnar um orkuskiptalausnir í vegasamgöngum.

Það var margt um manninn á vinnustaða- og bílgreinaheimsókn í Velti, Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar, í gær.  Tilefnið var að fræðast um orkuskiptalausnir í bílgreininni og leiðir í vegasamgöngum til að takast á við markmið Íslands um samdrátt í koltvísýringslosun.

Á fundinum voru hæstvirtir ráðherrar, Guðlaugur Þór Þórðarson, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Birgir Ármannsson, þingmaður og forseti Alþingis og Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður og 4. varaforseti Alþingis. Á móti þeim tóku fulltrúar Bílgreinasambandsins, SVÞ-Samtaka verslunar og þjónustu og bílaumboðanna BL, Öskju, Brimborgar, Suzuki, Vatt og Ísband.

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, setti fundinn og framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, María Jóna Magnúsdóttir, flutti erindi um árangursríka rafvæðingu fólksbíla á Íslandi sem m.a. má þakka skilvirkum ívilnunum, frumkvæðis og framsýni bílgreinarinnar auk þess sem hún sýndi fram á í erindi sínu mikilvægi þess að styðja áfram við rafbílavæðinguna.

Þá flutti flutti forstjóri Brimborgar, Egill Jóhannsson, erindi sem fjallaði um orkuskiptaverkefni Brimborgar í þungaflutningum. Brimborg hefur í samvinnu við Volvo Truck náð samningum við 11 fyrirtæki, leiðtoga í orkuskiptum á Íslandi, um kaup á 23 rafknúnum þungaflutningabílum allt að 44 tonn. Um er að ræða eitt stærsta einstaka skref í að draga úr koltvísýringslosun Íslands í vegasamgöngum en verkefnið verður ítarlega kynnt síðar í þessari viku.

Sjá nánari frétt inná BRIMBORG.is

Mynd: frá Brimborg.is

Leiðtogi september mánaðar segist vera nörd á hæsta stigi sem spilar enn tölvuleiki

Leiðtogi september mánaðar segist vera nörd á hæsta stigi sem spilar enn tölvuleiki

Samtök verslunar og þjónustu kynnir leiðtoga september mánaðar!

Dagbjört Vestmann, rekstrarstjóri netverslunar Samkaupar, Nettó

En hver er Dagbjört? Fyrir hverju brennur hún og hvað er hún að gera þessi misserin?

Við byrjuðum á að forvitnast um starf rekstrarstjóra netverslunar Nettó.  Segðu okkur Dagbjört, hvað einkennir starfið þitt?

Starfið mitt er mjög fjölbreytt, svarar Dagbjört, og snertir flesta fleti netverslunar. Vefumsjón og verkefnastýri þeim ólíku verkefnum sem unnin eru til að koma nýju netverslun Nettó í loftið ásamt daglegum rekstri í tiltekt á pöntunum og afhendingu.

Hvað er skemmtilegast við að vera rekstrarstjóri netverslunar hjá Samkaup?

Skemmtilegast er að vinna með þeim ólíku aðilum sem koma að netto.is. Að sjá svo verkefni vaxa frá því að vera hugmynd á teikniborðinu og verða að veruleika. Það er líka ótrúlega gaman að sjá jákvæð viðbrögð við höfum fengið við nýja vefnum og hversu margir hafa tekið þátt í notendaprófunum.

Hvernig viðheldurðu ástríðunni fyrir starfinu?

Það sem viðheldur ástríðu er þessi öra þróun sem á sér stað í netverslun og hvernig hún auðveldar fólki lífið. Matvaran er einstaklega spennandi þar sem hún er órjúfanlegur hluti af daglegu lífi einstaklinga. Líka alltaf þessi vinna að gera betur í dag en í gær.

Hvernig er hinn staðlaði vinnudagur hjá þér?

Minn staðlaði vinnudagur undanfarið hefur einkennst af mörgum verkefna fundum með ólíkum samstarfsaðlum sem koma að netverslunni. Fundir tengt hönnun og viðmóti, tenginum við sölukerfi, tínslu og aksturskerfi. Allt þarf að tala saman svo kaupferlið gangi smurt fyrir sig. Svo koma inn mál á milli funda tengd daglegum rekstri sem þarf að leysa og þau eru mismunandi dag frá degi.

Hvaða vana myndir þú vilja breyta?

Það væri að hætta að drekka Monster orkudrykk, á mjög erfitt með að hætta því.

Ef þú værir bíll, hvaða bíll værir þú? Hvernig myndir þú lýsa þér?

Ég veit svo lítið um bíla og þekki ekki muninn á Benz og BMW. En myndi lýsa mér sem frekar vanaföst í persónulega lífinu en lifi og hrærist í stöðugum breytingum í vinnunni. Er nörd á hæsta stigi sem spilar enn tölvuleiki og hef ótrúlega gaman að því að læra og tileinka mér nýja hluti.

Hvað ertu að læra/lesa/bæta við þekkingu?

Þar sem ég hef mikinn áhuga á netverslun og stafrænni markaðssetningu þá er ég að lesa Building a Storybrand eftir Donald Miller. Á Udemy er ég að taka námskeið sem heitir Growth Hacking with Digital Marketing. Er líka með nokkur hlaðvörp tengd stafrænni markaðssetningu og netverslun sem ég hlusta á til og frá vinnu. Reyni að ná a.m.k 30 mín á dag í eitthvað fræðandi efni.

Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana?

Núna er ég helst að vinna í að koma netverslun Nettó úr notendaprófunum og yfir á netto.is ásamt að fínpússa viðmótshönnun netverslunar inn í Samkaupa appinu sem er væntanleg bráðum.

Stafræn þróun, sjálfbærni og sí-og endurmenntun er mál málanna í dag. Hvernig hefur þú tæklað þessa hluti í þínu starfi?

Stafræn Þróun er orðin órjúfanlegur hluti af fyrirtækjum ásamt samfélagslegri ábyrgð að vera sjálfbær. Sí-og endurmenntun myndi ég telja mikilvægan part í þeirri árangri þeirrar vinnu. Tæknin og hvaða lausnir eru í boði er að breytast það hratt að ef þekking er ekki uppfærð reglulega með símenntun þá eiga fyrirtæki í hættu að dragast aftur úr.

____________________________________

Um Samkaup:
Samkaup reka 60 verslanir víðsvegar um landið. Þær spanna allt frá lágvöruverðsverslunum til þægindaverslana. Helstu verslanamerki Samkaupa eru Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin, Háskólabúðin, Iceland og Samkaup strax. Samkaup hefur verið félagi í SVÞ frá árinu 1999.

____________________________________

SVÞ leitar eftir tilnefningum til leiðtoga mánaðarins.  Hver er að gera góða hluti í kringum þig og hafa jákvæð áhrif á samfélagið?
SMELLTU HÉR til að tilnefna þinn leiðtoga.

„Barnvæn bylting“ Bóas Hallgrímsson varamaður í stjórn SSSK skrifar

„Barnvæn bylting“ Bóas Hallgrímsson varamaður í stjórn SSSK skrifar

Bóas Hallgrímsson, varamaður í stjórn SSSK skrifar grein sem birtist á VÍSI.is í dag 6.september 2022 þar sem hann svarar skoðunargrein Haraldars Freys Gíslasonar, formanns Félagsleiksskólakennara um hagsmuni barna séu ekki endilega í hávegum hafðir þegar tekist er á um leikskólamál.

SMELLIÐ HÉR til að lesa alla greinina.

 

„Í sumum tilfellum rangar upplýsingar“ segir formaður Samtaka sjálfstæðra skóla

„Í sumum tilfellum rangar upplýsingar“ segir formaður Samtaka sjálfstæðra skóla

RÚV birtir í dag úrtekt frá yfirlýsingu Samtaka sjálfstæðra skóla sem undrast að ekki hafi verið leitað til þeirra vegna úttektar innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á sjálfstætt starfandi leik- og grunnskólum. Í úttektinni segir meðal annars að nokkrir sjálfstætt starfandi leikskólar greiði út umtalsverðan arð af starfsemi sinni og að engar reglur séu um nýtingu opinberra framlaga og rekstrarafgang þessara skóla. Alma Guðmundsdóttir, stjórnarformaður samtakanna, segir dæmi um rangfærslu í úttektinni.

Þar kemur m.a. fram að Alma segir að best hefði verið ef Reykjavíkurborg hefði borið athugasemdir í úttektinni undir skólana sjálfa áður en hún var birt. Úttektin var gerð í mars. Í henni eru gerðar alvarlegar athugasemdir við háar arðgreiðslur einkarekinna leikskóla.

Alma segir að heppilegra hefði verið að ræða beint við þá skóla sem athugasemdir snúa að, til að leita skýringa, áður en úttektin var birt.

„Í tilviki eins skóla er hreinlega verið að segja rangt frá. Það er vísað í ólöglegan gjörning en engra skýringa leitað.“ Alma segist þó ekki geta tjáð sig um einstaka skóla. Hún telur að það hefði verið heillavænlegt hjá innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar að vera í sambandi við samtökin og einstaka skóla til að dýpka úttektina.

Alma segir að jafnvel þótt athugasemd feli ekki í sér rangfærslu, gætu verið eðlilegar skýringar á málinu og skólinn ekki að misnota fjárveitingar borgarinnar. „Í allri umfjöllun er verið að ýja að því að verið sé að fara illa með almannafé.“

Í yfirlýsingu Samtaka sjálfstæðra skóla segjast samtökin fagna málefnalegri umfjöllun „sem kallar bæði á að fyrir liggi gagnsæjar og skýrar reglur og að í samskiptum Reykjavíkurborgar og leikskóla innan borgarinnar liggi fyrir skýr markmið, mælikvarðar og aðgerðir.“

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ LESA ALLA FRÉTTINA

Leiðtogi ágúst mánaðar hoppar af kæti þegar hún sér samstarfsfólkið vaxa!

Leiðtogi ágúst mánaðar hoppar af kæti þegar hún sér samstarfsfólkið vaxa!

Samtök verslunar og þjónustu kynnir leiðtoga ágúst mánaðar!

Helga Birna Brynjólfsdóttir, sviðsstjóri skrifstofu og þjónustu hjá JÁ

En hver er Helga Birna? Fyrir hverju brennur hún og hvað er hún að gera þessi misserin?

Við byrjum á að biðja Helgu Birnu að segja okkur frá starfinu sínu, hvað einkennir það?

Sem sviðstjóri skrifstofu og þjónustu þá mundi ég segja að starfið einkennist af samvinnu við alla á skrifstofunni. Hvort sem það er að upplýsa um rekstrartölur, viðhalda þjónustu í 1818, innleiða jafnlaunavottun, vökva blómin og allt þar á milli.

Hvað er skemmtilegast við starfið?

Það er auðvelt að svara þessari spurningu, það er starfsfólkið 😉 

Það er ótrúlega skemmtilegt og metnaðarfullir starfsfólk sem vinna hér. Umhyggjan á vinnustaðnum er mikil og sýnir það sig að fólk leggur sig fram við að hjálpa hvort öðru í starfi og utan vinnu. Það er auðvelt að ræða verkefnin sem eru í gangi og spegla þau við starfsemina. Með því að ræða málin koma oft nýir vinklar á verkefnin sem hjálpar okkur að þróast.

Hvernig viðheldurðu ástríðunni fyrir starfinu?

Það gefum mér mestu orkuna í vinnunni að sjá framfarir og ánægju starfsmanna. Þegar við höfum verið að vinna að einhverju verkefni og við sjáum starfsfólk vaxa og eflast, þá fæ ég algjört kikk. Þetta er svona eins og ef ég væri að þjálfa handbolta og væri búin að vera æfa einhverja taktík sem gengur svo upp í leikjum, 1-0! Þá hoppa ég af kæti.

Hvernig er hinn staðlaði vinnudagur?

Ég er svo heppin að dagarnir eru fjölbreyttir hjá mér, það fer eiginlega eftir því hvaða tími mánaðar er, hver verkefnin eru. Þar sem ég er með marga hatta þá fara oft dagarnir í lok mánaðar í að klára mánaðaruppgjör, senda út reikninga og sjá til þess að allar kröfur séu greiddar, það þarf allt að skila sér í bókhaldið. Svo koma verkefni inn á milli eins og umhverfisstefnan, jafnlaunavottun, öryggi í vinnuumhverfi og þess háttar sem þarf að innleiða og viðhalda.

Hvaða vana myndir þú vilja breyta?

Oft finnst mér svo mörg spennandi verkefni í gangi og mig langar að taka þátt í öllu. Það þýðir að of margir boltar eru á lofti. Þá er mikilvægt að forgangsraða sem getur oft verið snúið. Sum verkefni eru skemmtilegri en önnur en hafa minni forgang. Það er hlutur sem ég þarf að breyta í vinnulagi mínu, bæta forgangsröðun.

Ef þú værir bíll, hvaða bíll værir þú? Hvernig myndir þú lýsa þér?

Ég væri vel bónaður grænn sportbíll sem er kraftmikill og tekur góða spretti. Hann er kvikur, ferskur og sportlegur því ég elska allar íþróttir. Grænn er uppáhalds liturinn minn.

Hvað ertu að læra/lesa/bæta við þekkingu?

Ég er í stjórn handknattleiksdeildar Víkings og það hefur kennt mér ýmislegt. Í svona sjálfboðavinnu þarf að ganga í öll verk og vinna óeigingjarnt starf. Þá er lykillinn að hafa gaman, ef við gerum leiðinleg verkefni skemmtileg þá er það engin fórn heldur bara árangur.

Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana?

Þessa dagana er ég mest að vinna í uppgjöri þar sem mánuðurinn er að klárast. Svo erum við að jafnlaunavotta fyrirtækið sem þarf að klárast fyrir áramót þannig að mikil vinna fer í það. Við erum líka að breyta ja.is vefsíðunni okkar þar sem sjálfsafgreiðslan verður meiri og viðskiptavinir geta uppfært upplýsingarnar á vefnum sjálfir. Þetta er verkefni sem er búið að vera í gangi lengi og við erum núna að sjá blómið blómstra. Svo verð ég að minnast á vöruleitina á ja.is því hún er algjör snilld, mæli með að skoða hana þegar þú ert að leita að einhverju.

Stafræn þróun, sjálfbærni og símenntun og endurmenntun er mál málanna í dag. Hvernig hefur þú tæklað þessa hluti í þínu starfi?

Já gaf út símaskrá á sínum tíma, nú er hún komin á ja.is og við erum svo að fara enn lengra með það verkefni og færa skráningar í sjálfsafgreiðslu með allri þeirri stafrænu þjónustu sem því fylgir.

Gallup hefur einnig verið að þróa nýtt platform þar sem viðskiptavinir geta sótt gögn og upplýsingar á aðgengilegan hátt með fjölbreyttri gagnvirkni. Starfsmannarannsóknir Gallup voru að innleiða sjálfsafgreiðslulausn sem heldur utan um vinnustaðakannanir þar sem fyrirtæki geta valið spurningar úr stórum gagnabanka af sannprófuðum spurningum og fengið niðurstöður birtar strax ásamt samanburði við önnur fyrirtæki, bæði á heimsvísu sem og innanlands.
Í allri þessari þróun innan fyrirtækisins fylgir heilmikill lærdómur fyrir starfsfólk og nýjar áskoranir.

 

________________________________________________________________________________________

Um JÁ:

Já hf. samanstendur af ja.is, 1818, Gallup og Markaðsgreiningar. Vörumerkin eru öll á sviði upplýsingatækni á Íslandi þar sem Já hf. auðveldar viðskipti, samskipti og ákvarðanatöku viðskiptavina og hefur verið í Samtökum verslunar og þjónustu frá árinu 2010.

________________________________________________________________________________________

SVÞ leitar eftir tilnefningum til leiðtoga mánaðarins.  Hver er að gera góða hluti í kringum þig og hafa jákvæð áhrif á samfélagið?
SMELLTU HÉR til að tilnefna þinn leiðtoga.

Haustið keyrt af stað hjá Samtökum verslunar og þjónustu

Haustið keyrt af stað hjá Samtökum verslunar og þjónustu

Samtök verslunar og þjónustu keyrði haust dagskránna í gang með sérstökum opnum viðburði sem var haldinn í Húsi atvinnulífsins í gær, 25.ágúst.

Dagskráin var fjölbreytt.

Sverrir Norland höfundur bókarinnar Stríð og kliður hélt hressandi erindi um mikilvægi þess að efla hugmyndarflugið og minnti okkur á að festast ekki um of í gagnadrifnu viðhorfi.

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu kynnti ‘Stærstu áskorun í verslun og þjónustu til 2030’, samkvæmt skýrslu McKinsey sem vakti mikla athygli.

Þá kynnti Rúna Magnúsdóttir, markaðs og kynningastjóri Samtaka verslunar og þjónustu haust viðburði samtakanna og fjóra nýjunga  í starfi samtakanna; ‘Leiðtoga mánaðarins‘, ‘Fyrirtækjaheimsóknir SVÞ‘ þar sem félagsfólk samtakanna gefst kostur á að kynnast fyrirtækjum og stofnunum innan samtakanna, fyrirhugaðri heimsókn Samtaka verslunar og þjónustu til Akureyrar og síðast en ekki síst ‘Örstefnumót‘ samtakanna, þar sem félagsfólk gefst tækifæri á að efla tengslanetið.

Nú þegar er hægt að bóka sætið sitt á þó nokkrum viðburðum samtakanna, sjá nánar um viðburði haustsins hér!

Að síðustu hélt Dr Snjólaug Ólafsdóttir, sérfræðingur í sjálfbærni hjá EY erindi um áskoranir fyrirtækja í dag og í framhaldi af erindi Snjólaugar voru áhugaverðar pallborðsumræður undirstjórn Jóns Ólafs Halldórssonar, formanns SVÞ.

Á pallborði voru þau Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir, leiðtogi sjálfbærni og umbóta hjá Ölgerðinni, Brynjúlfur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Artasan og Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar.

Fundarstjóri var Jón Ólafur Halldórsson, formaður Samtaka verslunar og þjónustu.

Í lok dagskrá var netagerð og léttar veitingar.

Upptaka frá viðburðinum mun verða aðgengileg félagsfólki samtakanna á innri vef SVÞ fljótlega.