Við spurðum frambjóðendur spjörunum úr!

Við spurðum frambjóðendur spjörunum úr!

Nú á dögunum fékk SVÞ til sín frambjóðendur nokkurra helstu flokka sem bjóða fram til Alþingis nú í haust. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, tók viðtölin og frambjóðendur voru spurðir um ýmis mál sem aðildarfyrirtæki SVÞ varðar.

Frambjóðendur fengu spurningarnar sendar fyrirfram svo þeir gætu undirbúið sig. Spurningarnar voru um eftirfarandi mál:

 • Hvað þeim fyndist um aðgerðir núverandi stjórnvalda þegar kemur að stafrænni umbreytingu og stafrænni hæfni í atvinnulífinu og á vinnumarkaði.
 • Hvort þau styddu aðkomu stjórnvalda að stafrænum hæfniklasa sem í dag standa að SVÞ, VR og Háskólinn í Reykjavík.
 • Hvað þau hyggist gera varðandi stafræna hæfni og umbreytingu atvinnulífs og vinnumarkaðar?
 • Hvernig tryggja skal að grunnmenntakerfið (grunnskólar, framhaldsskólar og háskólar) og sí- og endurmenntunarkerfið geti sem best mætt þörfum atvinnulífsins.
 • Hvernig þau teldu að bæta mætti gæði opinberra innkaupa.
 • Hver afstaða þeirra væri til einkareksturs í heilbrigðiskerfinu.
 • Hvernig þau sæu fyrir sér hlutverk sjálfstætt starfandi sérgreinalækna.
 • Hvort þau teldu að heimila ætti starfsemi fleiri sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðva.
 • Hver afstaða þeirra væri til útvistunar verkefna hins opinbera til einkaaðila.
 • Hvernig þau myndu beita sér fyrir slíkri útvistun.
 • Hver þeirra afstaða væri til endurskoðunar fyrirkomulags fasteignaskatta.
 • Hvort þau teldu þörf á stuðningi við landbúnaðinn bæði í formi beinna styrkja og tollverndar eða hvort einn stuðningur ætti að nægja.
 • Hversu langt þeim finnist að stjórnvöld eigi að ganga í viðleitni sinni til að hraða orkuskiptum í landflutningum.
 • Hvaða þáttum stjórnvöld þurfi að gæta í vegferð sinni til að hraða orkuskiptum í landflutningum.
 • Hvaða vegaframkvæmdir þau vilji sjá settar á oddinn í samgönguáætlun.
 • Hvernig þau hygðust stuðla að fjölbreyttara atvinnulífi.

Þegar hafa svör nokkurra frambjóðenda um hin ýmsu mál verið birt á Facebook síðu SVÞ (facebook.com/samtok.vth) en verulega verður gefið í næstu daga og hver málaflokkur tekinn fyrir einn dag í einu.

ATH! Ekki eru öll svör allra frambjóðenda birt heldur er valið úr.

 

SMELLTU HÉR OG HEYRÐU HVAÐ FRAMBJÓÐENDUR HAFA AÐ SEGJA

 

Viðmælendur

Eftirfarandi frambjóðendur voru teknir tali. Öll eiga þau það sameiginlegt að vera ný á vettvangi Alþingiskosninga og að vera í sætum sem gera þau nokkuð líkleg til að komast inn á þing.

 • Björn Leví Gunnarsson, Píratar – 1. sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður
 • Fjóla Hrund Björnsdóttir, Miðflokki – 1. sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður
 • Guðrún Hafsteinsdóttir, Sjálfstæðisflokki – 1. sæti í Suðurkjördæmi
 • Gunnar Smári Egilsson, Sósíalistaflokki – 1. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður
 • Hólmfríður Árnadóttir, Vinstri grænum – 1. sæti í Suðurkjördæmi
 • Jóhann Friðrik Friðriksson, Framsókn – 2. sæti í Suðvesturkjördæmi
 • Sigmar Guðmundsson, Viðreisn, 2. sæti í Suðvesturkjördæmi
 • Valgarður Lyngdal, Samfylkingunni – 1. sæti í Norðvesturkjördæmi

Hvenær get ég séð hvað?

Hér má sjá hvenær hver málaflokkur verður birtur*:

Þegar er búið að birta nokkur viðtöl í nokkrum málaflokkum. Á næstunni verða svo öll viðtölin birt eftir málaflokkum.

Stafræn hæfni og umbreyting – 15. september – hefur þegar verið birt
Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu – 16. september
Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu – 17. september
Menntakerfið – 18. september
Opinber innkaup, útvistun hins opinbera og fasteignaskattar – 19. september
Tollar og landbúnaður – 20. september
Fjölbreyttara atvinnulíf – 21. september
Forgangsmál í innviðauppbyggingu og orkuskipti í landflutningum – 22. september

*tímasetningar geta breyst

SMELLTU HÉR OG HEYRÐU HVAÐ FRAMBJÓÐENDUR HAFA AÐ SEGJA

 

 

 

Hvað með trukkana?

Hvað með trukkana?

Benedikt S. Benediktsson lögfræðingur SVÞ

Trukkur, samkvæmt orðabók, er stór og kraftmikill vörubíll. Trukkar eru okkur mikilvægir þó flest okkar leiði hugann sjaldnast að þeim. Trukkar eru ekki bara öskubílar, olíubílar og mjólkurbílar heldur flutningabílar sem færa vörur milli staða. Trukkar færa t.d. matinn í verslanirnar, byggingarefnið á byggingastað og fiskinn í útflutning. Sérstakir trukkar flytja túrista en eru þá kallaðir rútur, sem væntanlega á að vísa til dálítils kassa af öli. Í þessu ljósi má t.d. ímynda sér að heiti trukksins, sem er frábær réttur á matseðli Gráa Kattarins, vísi til gagnsemi trukksins enda er hann samansettur úr fjölmörgum hráefnum og fullnægir daglegum þörfum afar vel. Það er sennilega ekki tilviljun að þegar rætt er um að taka eitthvað með trukki er gjarnan skírskotað til þess að gera eitthvað að afli, almennilega, fara alla leið.

Tökum það með trukki

Stjórnvöld hafa sett fram afar metnaðarfull markmið í loftslagsmálum. Í gildandi aðgerðaáætlun er m.a. fjallað um hvernig megi draga úr losun koltvísýrings í samgöngum. Ein af aðgerðunum snýr að því hvernig draga megi úr losun í þungaflutningum innanlands, m.ö.o. hvernig tökum við trukkana með trukki án þess að missa trukkið.

Trukkaland

Hér á landi eru margir trukkar í notkun miðað við höfðatölu eða a.m.k. finnst mér rökrænt að álykta á þennan hátt. Samkvæmt Wikipedíu er Ísland 16. stærsta ríki heims, miðað við höfðatölu. Ef íbúaþéttleiki á Íslandi væri hinn sami og í Mónakó byggju hér tæplega 2 milljarðar Íslendinga. Ef íbúaþéttleiki í Mónakó væri hinn sami og hér á landi byggju þar 8 manns. Ef við gefum okkur að nokkuð margir trukkar séu í notkun í okkar stóra, strjálbýla, veðurbarða og mishæðótta landi, miðað við höfðatölu, má jafnframt álykta sem svo að fjarlægðir manna á milli kalli á töluverðan trukkaakstur.

Réttu trukkarnir

Nýverið keypti ég mér rafmagnsbíl. Kaupin voru ekki sérlega frumleg enda fer hver að verða síðastur að kaupa bensín- eða dísilbíl. Bílinn losar ekki gróðurhúsalofttegundir í akstri og nú kaupi ég eingöngu innlenda orku. Umskiptin voru einföld. Fólksbílar knúnir rafmagni eru vel þróaðir, framleiddir á nokkuð hagkvæman máta og hleðsluinnviðir til staðar, bæði heima hjá mér og víða um landið. En ekki eru allir eins. Hyggist eigandi trukks kaupa nýjan trukk, sem gengur fyrir öðru en dísilolíu, vandast málið. Valkostirnir eru fáir og þeir sem eru þó til staðar kosta svo heiftarlega mikið að kaupin ganga ekki upp. Þá er drægi sumra kostanna enn takmörkuð og flutningagetan óljós. Sé trukki stungið í samband er hætt við að það verði ekki margar innstungur eftir fyrir aðra.

Við þurfum öll á trukkunum að halda. Eigendur trukkanna vilja eiga trukka til að þjónusta okkur. Helst vilja þeir aka trukkunum á innlendri orku. Þar liggur vandinn því slíkir trukkar standa enn vart til boða en eru þó á leiðinni, í framtíðinni og vonandi þeirri nánustu. Að hanna og smíða trukk tekur mörg ár, jafnvel fyrir reyndustu menn, og þegar hann hefur verið smíðaður þarf að prófa hann við ýmsar aðstæður. Þar að auki þarf að koma upp tækjum til að koma orkugjafa á trukkinn, þ.e. hliðstæðu olíudælunnar.

Trukkar í loftslagsvísi atvinnulífsins

Hinn 23. júní var Loftslagsvísir atvinnulífsins gefinn út. Eins og önnur fyrirtæki hafa flutningafyrirtæki verulegan áhuga á að taka virkan þátt í orkuskiptum í samgöngum. Þegar kemur að akstri trukka á lengri leiðum virðist vetnisvæðing helsta lausnin framundan. Nokkrir trukkaframleiðendur eru að prófa sína trukka erlendis en það er enn nokkuð í að hægt verði að kaupa þá. Það er hins vegar ljóst að trukkarnir verða ekki bara dýrir í innkaupum heldur verður það töluvert vesen að fara að nota þá. Til dæmis vantar okkur fjölda vetnisstöðva.

Púslin í nýorkuveruleika trukka eru sannarlega mörg en það er búið að taka lokið af öskjunni. Wasgij-púslið blasir við, menn eru búnir að klóra sér svolítið í hausnum en eru sannfærðir um að þetta muni klárast.

Að lokum skora ég á Gráa köttinn að breyta nafninu á trukknum í vetnistrukkinn, svona til að taka af allan vafa.

Benedikt S. Benediktsson
lögfræðingur SVÞ

Greinin birtist fyrst á Vísi.is, fimmtudaginn 24. júní 2021.

Upptökur og efni frá upplýsingafundi Vegagerðarinnar

Upptökur og efni frá upplýsingafundi Vegagerðarinnar

Upptökur og efni frá félagsfundi SVÞ og Samtaka ferðaþjónustunnar með Vegagerðinni eru nú aðgengilegar hér fyrir neðan. Á fundinum fóru fulltrúar frá Vegagerðinni yfir um vetrarþjónustu, viðhald og öryggismál vegakerfisins og svöruðu spurningum fundarmanna.

Upptökur frá fundinum má sjá í einum spilunarlista undir nafninu Öryggi á vegum og vetrarþjónusta 2019-2020 á Facebook hér: https://www.facebook.com/samtok.vth/videos/

Á fundinum kynnti Berglind Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar nýja stefnu Vegagerðarinnar 2020-2025 og hana má nálgast á vef Vegagerðarinnar hér.

Hér fyrir neðan má sjá glærur þeirra sem héldu erindi:

Glærur Einars Pálssonar, forstöðumanns þjónustudeildar um þjónustu Vegagerðarinnar

Glærur frá Auði Þóru Árnadóttur, forstöðumanns umferðardeildar Vegagerðarinnar um umferðaröryggi

Glærur Óskars Arnar Jónssonar, forstöðumanns framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar um framkvæmdir

Tollstjóri óskar eftir fyrirtækjum til að taka þátt í tilraunaverkefninu „Viðurkenndir rekstraraðilar“ (AEO-vottun)

Tollstjóri óskar eftir fyrirtækjum til að taka þátt í tilraunaverkefninu „Viðurkenndir rekstraraðilar“ (AEO-vottun)

Tollstjóri hefur að undanförnu unnið að innleiðingu á AEO-vottun hér á landi. AEO er alþjóðleg gæðavottun sem felur í sér að fyrirtækið er talið vera öruggur hlekkur í aðfangakeðjunni, hefur tileinkað sér ábyrga tollmeðferð og uppfyllir kröfur um alþjóðlega vöruflutninga.

Markmiðið með innleiðingu á AEO öryggisvottun er að tryggja samkeppnishæfni íslensks útflutnings og stuðla að bættu markaðsaðgengi íslenskra útflutningsgreina. Fyrirtæki sem eru með starfsemi hér á landi og eru hluti af alþjóðlegu aðfangakeðjunni geta sótt um vottunina.  Þessi fyrirtæki geta verið eftirfarandi: Inn- og útflytjendur, framleiðendur, farmflytjendur og tollmiðlarar.

Embætti Tollstjóra leitar eftir fyrirtækjum til að taka þátt í tilraunverkefninu „Viðurkenndir rekstraraðilar“ (AEO-vottun). Valin verða nokkur fyrirtæki sem gegna mismunandi hlutverkum í aðfangakeðjunni til að vera þátttakendur í verkefninu. Markmiðið er að prófa umsóknar- og vottunarferlið áður en AEO-vottunin verður formlega tekin í notkun. Í lok verkefnisins mun fyrirtækið hljóta AEO-vottun þar sem það staðfestist að fyrirtækið stenst öll öryggisskilyrðin og getur sýnt fram á fullnægjandi ferla í tollframkvæmd.

Við val á fyrirtækjum í tilraunaverkefnið verður meðal annars tekið tillit til eftirfarandi atriða:

 • Umfang viðskipta, fjölda tollskýrslna og heildarfjárhæðir viðskipta.
 • Víðtæk alþjóðleg viðskipti og millilandaflutningar.
 • Staða öryggismála og öryggisvitund innan fyrirtækisins, einkum m.t.t. öryggis alþjóðlegu aðfangakeðjunnar.
 • Til staðar sé virkt gæðakerfi, hugað sé að meðhöndlun frávika, innra eftirliti og umbótastarfi.
 • Dótturfyrirtæki eða móðurfyrirtæki sem hlotið hafa AEO-viðurkenningu erlendis.
 • Hlutverk fyrirtækisins í aðfangakeðjunni.

Þeir rekstraraðilar sem hafa áhuga á að taka þátt í tilraunaverkefninu eru beðnir um að senda inn beiðni um þátttöku með því að senda tölvupóst á aeo@tollur.is. Nánari upplýsingar veitir Elvar Örn Arason, umsjónarmaður AEO, í gegnum tölvupóst elvar.arason@tollur.is eða í síma 894 2409. Fresturinn til að senda inn umsókn er miðvikudagurinn 6. júní 2018.

AEO kynningarbæklingur

Frá ráðstefnu um stafræna tækniþróun í flutningageiranum

Á ráðstefnu SVÞ um stafræna tækniþróun í flutningageiranum sem haldinn var á Grand hóteli 31. ágúst var rætt m.a. um stöðu flutningageirans og um alþjóðlega þróun sem hefur áhrif á geirann.

Jón Gunnarsson, samgönguráðherra,  fjallaði um þær breytingar sem eru að verða á viðskiptaháttum nýrrar kynslóðar og þær stórstígu framfarir í allri tækni sem orðið hafa á allra síðustu árum og gjörbreyta viðskiptaumhverfi fyrritækja. Það er því ögrandi verkefni sem við stöndum nú öll frammi fyrir. Vinnumarkaðinn mun óhjákvæmilega þurfa að aðlaga sig að þessum breytingum.

Sofia Fürstenberg, framkvæmdastjóri hjá nýsköpunar fyrirtækinu BLOC, fjallaði um „Blockchain“ tæknina sem nú ryður sér til rúms á öllum sviðum viðskipta og mun valda  straumhvörfum í flutningageiranum.

Anne-Claire Blet, einn af framkvæmdastjórum fyrirtækisins What3words, kynnti nýja tækni við aðfangastjórnun sem styttir tímann frá upphafstað til áfangastaðar vöru

Ingvar Freyr Ingvarsson fjallaði meðal annars um að  flutningageirinn er stór og mikilvæg atvinnugrein hér á landi, eins og víðast hvar í heiminum. Flutningageirinn grIMG_1538 f. vefeiðir um 8,1% af launum og launatengdum gjöldum á Íslandi og um 7% vinnuafls starfar í flutningageiranum.  Rúmlega 6,6%  af landsframleiðslu á Íslandi árið 2015 kom frá flutningageiranum og hefur samanlagt vægi geirans aukist frá árinu 1997 og má rekja aukninguna til aukinnar hlutdeildar farþegaflutninga með flugi og í vörugeymslu og stoðstarfsemi fyrir flutninga.  Ingvar minntist á að það  færi ekki mikið fyrir flutningastarfsemi í daglegri umræðu hér á landi. Samt sem áður er þetta ein mikilvægasta atvinnugrein landsins sem síðan þjónar öllum okkar stærstu atvinnugreinum og tryggir um leið aðgang landsmanna að vörum og þjónustu erlendis frá.

Kynningar fyrirlesara:

Sofia Fürstenberg – Solutions that can’t be hacked – 3 examples of real applications of blockchain that could change the world of transport and logistics

Anne-Claire Blet – „The Last Mile“: 3 words becoming easier to deliver

Ingvar Freyr Ingvarsson – Mikilvægi skilvirks flutningakerfis fyrir íslenskt efnahagslíf

Stafræn tækniþróun í flutningageiranum – Skráning hafin

SVÞ býður aðildarfyrirtækjum SVÞ á ráðstefnu um stafræna tækniþróun í flutningageiranum þann 31. ágúst nk. kl. 8.30 – 11.30. Ráðstefnan sem verður haldin í Gullteigi á Grand Hóteli, Reykjavík er öllum opin og er aðildarfyrirtækjum að kostnaðarlausu. Þátttökugjald fyrir aðra en félagsmenn er kr. 3.000,-.

Samkeppnisumhverfið er að breytast, neytendahegðun sömuleiðis og tæknin hefur hrist upp í rótgrónum atvinnuvegum líkt og fraktflutningum. Flutningageirinn leitar nú þegar að bestu nýtingu á snjalltækni m.a. með tæknilausnum á sviði fjármálaþjónustu (e. fintech solution) og fyrir aðfangastjórnun frá upprunastað til áfangastaðar á sem stystum tíma.

Neytendur vilja lágt vöruverð, hraða og áreiðanlega þjónustu. Hvernig stjórnun aðfanga er háttað getur skipt sköpum fyrir samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Í þessu samhengi vill SVÞ horfa fram á við og skoða hvað flutningafyrirtæki geti lært af tækni- og nýsköpunarfyrirtækjum til að gera stafræna þjónustu einfaldari og notendavænni m.a. fyrir smásala oMS klipptg heildsala. Við stöndum frammi fyrir fjölda tækifæra og áskorana.

Morgunverður í boði frá kl. 8.00

Dagskrá:

8.30 Setning ráðstefnu
Margrét Sanders, formaður SVÞ

Ávarp
Jón Gunnarsson, samgönguráðherraJong3

Solutions that can’t be hacked – 3 examples of real applications of blockchain that could change the world of transport and logistics
Sofia Fürstenberg, framkvæmdastjóri hjá nýsköpunarfyrirtækinu BLOC og sérfræðingur á sviði vöruferlisstjórnunar.

„The Last Mile“: 3 words becoming easier to deliver
Anne-Claire Blet, einn af framkvæmdastjórum fyrirtækisins What3words sem fékk tvær viðurkenningar; fyrir mestu framfarir og nýjar leiðir á markaði, á ráðstefnu um nýjungar í fraktflutningum í netverslun í Berlín í sumar.

Mikilvægi skilvirks flutningakerfis fyrir íslenskt efnahagslíf
Ingvar Freyr Ingvarsson, hagfræðingur SVÞ

11.30 Ráðstefnuslit

Fundarstjóri: Margrét Sanders

Oops! We could not locate your form.

Hvað er blockchain tækni?

„Blockchain tæknin á uppruna sinn í heimi stafrænna gjaldmiðla. Blockchain er færslukerfi sem var upphaflega þróað í kringum rafmyntina Bitcoin, en kerfið snýst um að halda utan um dreifða færsluskrá (distributed ledger technology). Með dreifðri færsluskrá eru allar færslur sem eiga sér stað skráðar og aðgengilegar öllum sem tengdir eru kerfinu. Blockchain er viðhaldið af dreifðu neti margra tölva og krefst ekki aðkomu þriðja aðila. Færslur þurfa að vera samþykktar af öllum notendum kerfisins til þess að ganga í gegn, en þannig er upplýsingaflæði milli aðila tryggt. Blockchain tækni er í raun dreifð og tímaröðuð færsluskrá sem er aðgengileg öllu sem tengjast viðkomandi kerfi og geymist ávallt áfram í heild sinni og býður þannig upp á fullkominn rekjanleika. þróuð áfram fyrir margar mismunandi tegundir kerfa og notkunargildi“. Sjá hér: https://kjarninn.is/frettir/2017-07-19-blockchain-markadur-vaentanlegur-italiu/

Nánar um efnið og fyrirlesara:

Sofia Fürstenberg er sérfræðingur á sviði vöruferlisstjórnunar innan fjölþættra flutninga. Sofia hefur m.a. unnið við rannsóknir, þróun og nýsköpun á sviði fraktflutninga. Sofia hefur fjölbreytta reynslu af því að leysa flókin verkefni og hefur t.a.m. verið yfir nýsköpun hjá Maersk Maritime Technology og starfað sem háttsettur ráðgjafi hjá DNV GL.

Sofia Fürstenberg, framkvæmdastjóri sjóflutninga hjá BLOC mun kynna nýsköpunarfyrirtækið BLOC sem er staðsett í Kaupmannahöfn og hefur m.a. fengið styrk frá Danska sjóflutningasjóðnum til þess að prófa og kanna þörfina fyrir blockchain tækni í sjóflutningum. Sofia Fürstenberg mun fjalla um samstarf BLOC við nokkra leiðandi háskóla í Danmörku þar sem lagt er mat á og leitað lausna við þeim víðtæku áhrifum sem stafræna tækniþróunin hefur í för með sér. Sofia mun gefa dæmi um áhrif blockchain tækninnar á smásala, heildsala og fraktflutninga og hvaða tækifæri eru í þeim fólgin. Þá mun Sofia fjalla um framtíðarhorfur fraktflutninga og áhrif á samgöngur gefið að blockchain tæknin verði að veruleika.

Anne–Claire Blet ein af framkvæmdastjórum What3words mun kynna nýsköpunarfyrirtækið what3words og hvernig þeirra lausn gagnast fyrirtækjum í fraktflutningum. What3words fengu tvær viðurkenningar á ráðstefnu um nýjungar í fraktflutningum í netverslun í Berlín sem að SVÞ tók þátt í; viðurkenningu fyrir mestu framfarir og nýjar leiðir á markaði. What3words er mjög einföld leið til að koma staðsetningarupplýsingum á framfæri. Það geta allir fundið út nákvæma staðsetningu og deilt því hratt með einföldum hætti. Það er hægt að nota þjónustuna með ókeypis farsímaforriti eða með korti á netinu. Það er einnig hægt að fletta því saman við önnur forrit, vettvang eða vefsíðu, með aðeins nokkrar línur af kóða.