Nýtt ‘vegabréf’ fyrir inn-og útflytjendur.

Nýtt ‘vegabréf’ fyrir inn-og útflytjendur.

Sjö þúsund viðskiptahindranir fyrir inn-og útflytjendur frá fjármálahruninu 2008.

Lars Karlsson, stjórnandi í ráðgjafarþjónustu um alþjóðaviðskipti og tollamálefni hjá Maersk-skipafélaginu hélt erindi í Húsi atvinnulífins 2.mars s.l. undir heitinu ‘Öryggi í alþjóðlegum vöruflutningum á víðsjárverðum tímum.’ þar sem hann benti m.a. á að sextíu stærstu hagkerfi í heimi hefðu samtals sett á sjö þúsund viðskiptahindranir síðan í fjármálahruninu 2008.

Hægt er að horfa á upptöku frá erindi Lars inná vef SVÞSmellið hér! 

Viðskiptablað Morgunblaðsins birtir í dag viðtal við Lars þar sem hann talar nánar um AEO vottunina en einungis 1-2 fyrirtæki á Íslandi eru komin með þessa öryggisvottun. Sjá hér fyrir neðan.

Viðskiptablað Morgunblaðsins 22.mars 2023 Lars Karlsson

Upptaka af einkar gagnlegum fundi með lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins

Upptaka af einkar gagnlegum fundi með lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins

Mjög gagnlegar umræður voru á vel sóttum fundi með lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins í morgun. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, kynnti innri vinnu sem hefur verið í gangi hjá lögreglunni, árangur af henni og ýmislegt sem til mun koma í framhaldinu. Mikið var rætt um mögulegar aðgerðir til að bregðast með áhrifaríkari hætti við þjófnaði í verslunum og afgreiðslu brotamála. Í framhaldi af fundinum mun öryggishópur SVÞ vera í frekara sambandi við lögreglu varðandi samstarf og mögulegar aðgerðir.

Við hvetjum fólk til að horfa á upptöku af fundinum hér fyrir neðan og félagsmenn að setja sig í samband við okkur ef þeir hafa áhuga á að koma að frekari vinnu að þessum málum. Netfangið er svth(hjá)svth.is og síminn 511 3000.