Pfaff býður félagsmönnum vildarkjör á samskiptabúnaði

Pfaff býður félagsmönnum vildarkjör á samskiptabúnaði

Paff býður félagsmönnum í SVÞ glæsileg vildarkjör á samskiptabúnaði, s.s. heynartólum fyrir tölvur, síma og fjarvinnuna!

Kynntu þér úrvalið á Pfaff.is/samskiptabunadur

Til að nýta vildarkjörin vinsamlegast hafið samband við Reyni Reynisson í netfangið rr(hjá)pfaff.is eða komið og hittið á hann í versluninni við Grensásveg 13. Mælt er með að fá ráðgjöf við valið.

Klaviyo kynningartilboð til félagsmanna

Klaviyo kynningartilboð til félagsmanna

Einn mikilvægasti þáttur sem fyrirtæki í dag þurfa að hafa til að reka arðbæra vefverslun er hugbúnaður fyrir markaðssetningu með tölvupósti (markpóstar og sjálfvirkni)


SVÞ félagarnir í Koikoi eru að bjóða upp á sérstök kjör á uppsetningu fyrir meðlimi í SVÞ á tölvupóst lausninni frá Klaviyo sem mörg af fremstu vefverslunarfyrirtækjum heims eru að nota (e-mail-automation-marketing solution)


Tilboðið gildir til 31. maí 2020 og um er að ræða 25% afslátt af listaverði, einungis fyrir meðlimi.


Hægt er að skoða frekari upplýsingar HÉR.
Sértilboð til félagsmanna á þjónustunámskeið Gerum betur!

Sértilboð til félagsmanna á þjónustunámskeið Gerum betur!

Nú í apríl og maí býður Gerum betur sértilboð til félagsmanna: 25% afslátt á þjónustunámskeiðum sem kennd eru í gegnum netið.

Þrjú námskeið eru í boði og þrjár upphafsdagsetningar fyrir hvert þeirra.

Dagsetningarnar eru 27. apríl, 11. maí og 25. maí.

Kynntu þér námskeiðin með því að smella á viðeigandi hnapp hér fyrir neðan.

Afsláttarkóðinn fyrir félagsmenn er gerumbetur

20 góð ráð í þjónustusímsvörun

Erfiðir viðskiptavinir og kvartanir

Góð ráð í tölvupóstsamskiptum

Sértilboð til félagsmanna: Stafræn hraðbraut fyrir viðskipti á netinu

Sértilboð til félagsmanna: Stafræn hraðbraut fyrir viðskipti á netinu

Félagsmönnum í SVÞ, SAF og SI bjóðast nú sérkjör, 50% afsláttur af námsbraut Markaðsakademíunnar sem kennd er á netinu: Stafræn hraðbraut – viðskipti á netinu.

Þekking og færni í stafrænni markaðssetningu er lykilatriði í að ná árangri í verslun og þjónustu. Covid-19 mun auka veltu netverslana geysilega mikið sem mun að jafnframt hafa mikil áhrif á kauphegðun að loknum hamförunum.

Öll fyrirtæki verða því að koma sér upp þekkingu og færni í sölu og markaðssetningu á netinu, tíminn til að byrja er núna!

Stafræn hraðbraut fyrir viðskipti á netinu samanstendur af sex áföngum í fjarnámi sem þátttakendur hafa 12 mánuði til að klára. Þátttakendur læra í gegnum netið og þeir geta lært hvar og hvenær sem þeim hentar.

 

Áfangarnir eru:


  • Markaðsstarf í Kreppu: Grunnatriði í markaðsstarfi á óvissutímum. Námskeiðið kennir greiningu, stefnumótun og samsetningu aðgerðaráætlunar. Þátttakendur læra að bregðast við breytingum á markaði með réttu boði, fyrir réttan hóp, á réttum tíma og á réttu verði.
  • Vefverslun & Shopify: Á námskeiðinu læra þátttakendur að hanna og setja upp vefverslun með vinsælasta vefverslunarkerfi heims, Shopify. Farið er skref fyrir skref yfir það hvernig vefverslun er uppsett, og hvernig kerfið virkar.
  • Auglýsingakerfi Facebook og Instagram: Þátttakendur öðlast hagnýta þekkingu á að beita tæknilegum auglýsingaaðferðum og djúpan skilning á öllum þeim eiginleikum og kostum sem auglýsingakerfi Facebook býður uppá.
  • Auglýsingakerfi Google og Youtube: Námskeiðið kennir þátttakendum að ná góðum tökum á auglýsingakerfi Google: leitarorðum, vefborðum og myndbandsauglýsingum á Youtube. Ennfremur að skilja og nýta tölfræðina sem auglýsingakerfið býður uppá svo ná megi hámarks árangri.
  • Myndvinnsla með Photoshop: Námskeiðið kennir þátttakendum að vinna myndir og myndvinnslu. Sérstök áhersla er á að hjálpa starfsfólki fyrirtækja að verða sjálfbært í einfaldari hönnunarverkefnum eins og fyrir vefi, samfélagsmiðla og Google og Facebook auglýsingar. Slík þekking og færni getur sparað fyrirtækjum háar fjárhæðir á ári og gert fyrirtækjum kleift að setja meiri kraft í markaðssókn með fjölbreyttara markaðsefni. Þetta sparar fyrirtækjum háar fjárhæðir með því að geta gert einfalda myndvinnslu án aðkomu hönnuða.
  • Tölvupóstar í markaðsstarfi: Lærðu að ná hámarksárangri í samskiptum við neytendur með tölvupóstum. Ennfremur að ná tökum á sjálfvirknivæddum tölvupóstsamskiptum til að auka sölu.

 

>> SMELLTU HÉR TIL AÐ FÁ FREKARI UPPLÝSINGAR OG SKRÁ ÞIG

Sértilboð á Google leitarvélabestunarþjónustu

Sértilboð á Google leitarvélabestunarþjónustu

Félagsmenn SVÞ í Datera bjóða Google leitarvélapakka á sérkjörum fyrir félagsmenn í SAF, SI og SVÞ.

Um er að ræða uppsetningu og utanumhald herferðar ásamt birtingakostnaði í einn mánuð, auk ráðlegginga ef breytinga er þörf á vef til að tryggja ódýrari og betri niðurstöður í leit. Datera tryggir að fyrirtækið/netverslunin sé að birtast ofarlega í leitarniðurstöðum þegar notendur leita að viðkomandi fyrirtæki og helstu vörum/þjónustu sem eru í boði.

Pakki A: 120.000 kr án vsk.
Inniheldur birtingarkostnað í mánuð, 6 leitarorð og 10 mismunandi auglýsingaskilaboð

Pakki B: 180.000 kr án vsk.
Inniheldur birtingarkostnað í mánuð, 10 leitarorð og 20 mismunandi auglýsingaskilaboð

Ath: að fjórum viknum liðnum, þegar herferð lýkur, er auðvelt að framlengja henni og er þá einungis greitt fyrir birtingakostnað hjá Google.

Tilboðið gildir út maí 2020.

Hafið samband við Hreiðar Þór Jónsson hjá Datera: hreidar(hjá)datera.is, S: 788 0707