Stafrænt langstökk til framtíðar

Stafrænt langstökk til framtíðar

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu skrifar í KJARNANUM 1.janúar 2022

Ára­móta­grein mín í Kjarn­anum fyrir ári síðan bar yfir­skrift­ina „Sta­f­rænt stökk til fram­tíð­ar“. Þar lýsti ég því að þrátt fyrir allt hefði árið 2020 ekki verið það annus horri­bilis fyrir versl­un­ar- og þjón­ustu­fyr­ir­tækin í land­inu sem margir gerðu ráð fyr­ir. Covid tím­inn hafði nefni­lega í för með sér ýmsar jákvæðar hlið­ar­verk­an­ir, ekki síst fyrir þær sakir að æ fleiri hafa nú öðl­ast skiln­ing á miki­vægi staf­rænna umbreyt­inga og þeim gíf­ur­legu tæki­færum sem þær skapa. Fund­ar­höld á net­inu og staf­rænir við­burðir hvers konar sem áður voru nær óhugs­andi eru núna dag­legt brauð, með til­heyr­andi tíma- og orku­sparn­aði fyrir alla þá sem slíka fundi sækja. Svo ekki sé nú minnst á þau jákvæðu áhrif sem staf­ræn fund­ar­höld hafa haft á kolefn­is­spor þeirra sem slíka fundi sækja.

Á því ári sem senn líður höfum við hjá SVÞ áfram haldið á sömu braut og áður, trú þeirri stað­föstu skoðun okkar að öfl­ugt átak við að efla staf­ræna hæfni og staf­ræna þekk­ingu alls staðar í atvinnu­líf­inu sé ein af frum­for­send­unum fyrir því að Ísland haldi stöðu sinni áfram meðal fremstu þjóða heims hvað lífs­kjör varð­ar. Gert var sam­komu­lag milli stjórn­valda ann­ars vegar og Sam­taka versl­unar og þjón­ustu, VR og Háskól­ans í Reykja­vík hins vegar um að setja á lagg­irnar „Sta­f­rænan hæfnikla­sa“ sem hefur það hlut­verk að efla staf­ræna hæfni bæði í atvinnu­líf­inu og á hinum almenna vinnu­mark­aði. Með þessu sam­eina stjórn­völd, atvinnu­rek­endur í verslun og þjón­ustu, laun­þega­hreif­ing og háskóla­sam­fé­lagið krafta sína í þessu efni. Staf­ræni hæfniklas­inn hefur þegar hafið starf­semi sína.

Ísland áfram samkeppnishæft
Það er mikið í húfi að vel tak­ist hér til. Til þess að Ísland verði áfram sam­keppn­is­hæft og íslensk fyr­ir­tæki geti veitt hinum stóru alþjóð­legu fyr­ir­tækjum sam­keppni, verður þekk­ing á staf­ræna svið­inu að taka stökk fram á við. Við erum þegar langt á eftir sam­an­burð­ar­þjóðum okkar í þessum efn­um. Í stjórn­ar­sátt­mála nýrrar rík­is­stjórnar er heill kafli um staf­rænar umbreyt­ingar þar sem m.a. segir að rík­is­stjórnin hafi ein­sett sér að Ísland verði meðal allra fremstu þjóða á sviði staf­rænnar tækni og þjón­ustu og að lögð verði áhersla á að styrkja staf­ræna hæfni fólks og getu þess til að leggja gagrýnið mat á upp­lýs­ing­ar. Óneit­an­lega hefði verið gaman að sjá í stjórn­ar­sátt­mál­anum sterkar kveðið að orði um efla mennta­kerfið til þess að gera því kleift að bæta staf­ræna hæfni á öllum sviðum sam­fé­lags­ins. Það er algert lyk­il­at­riði að mennta­kerfið í heild sinni taki þessi mál föstum tökum og efli færni kenn­ara til að miðla þekk­ingu á þessu sviði til nem­enda. Það verður eitt af stóru verk­efnum nýhaf­ins kjör­tíma­bils að vinna þeim málum fram­gang.

Fordæmalausar breytingar
Allt þetta sýnir þær hröðu breyt­ingar sem við nú upp­líf­um, breyt­ingar sem eru alger­lega for­dæma­laus­ar, svo notað sé það marg­þvælda orð. Það er ákveð­inn vendi­punktur að eiga sé stað í öllu við­skiptaum­hverf­inu. Nýjar og áður óþekktar aðferðir til að ná til við­skipta­vin­ar­ins spretta upp með reglu­legu milli­bili, þar sem hægt er að fylgj­ast með neyslu­hegðun hvers ein­asta ein­stak­lings af ótrú­legri nákvæmni. Aðferðir til að nálg­ast við­skipta­vin­inn verða sífellt marg­brotn­ari. Þær aðstæður sem mynd­uð­ust í heims­far­aldr­inum hafa flýtt þessum breyt­ingum svo um mun­ar.

Staf­rænt lang­stökk til fram­tíðar hlýtur að verða okkar svar.
Þegar litið er til árs­ins 2021 er ljóst að löngu þörf við­horfs­breyt­ing hefur átt sér stað í þeim mál­um. Á sama hátt er ljóst að betur má ef duga skal. Árið 2022 mun kalla á fleiri og stærri áskor­anir í því efni og það sem er undir er hvernig við getum við­haldið og tryggt sam­keppn­is­hæfni íslenskra fyr­ir­tækja í þeirri sífellt harðn­andi alþjóð­legu sam­keppni sem þau eiga við að glíma. Hvorki meira né minna.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ NÁLGAST GREIN Á KJARNANUM

Hlutfall netverslunar af heildarveltu í verslun jókst um 6,5% á milli mánaða október og nóvember mánaða

Hlutfall netverslunar af heildarveltu í verslun jókst um 6,5% á milli mánaða október og nóvember mánaða

Net-Nóvember í verslun

Rannsóknasetur verslunarinnar greinir frá síðusta fréttabréfi niðurstöður frá könnun verslunar á Íslandi í nóvember 2021.

Þar kemur m.a. fram að hlutfall netverslunar af heildarveltu í verslun jókst um 6,5% á milli mánaða en 13,3% af innlendri kortaveltu í verslun fóru fram í gegnum netið í nóvember sl.

Þá segir einnig að heildar greiðslukorta-velta í nóvember sl. nam tæpum 90 milljörðum kr. Veltan dróst saman um 4,6% á milli mánaða en jókst um 24,2% samanborið við nóvember 2020.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ NÁLGAST NÁNARI UPPLÝSINGAR

Fréttablaðið: Stafræna byltingin er risastökk framá við

Fréttablaðið: Stafræna byltingin er risastökk framá við

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), man tímana tvenna í íslenskri verslun og hefur fylgst vel með þeim miklu breytingum sem hafa átt sér stað í umhverfi hennar hérlendis undanfarna áratugi.

Í viðtali í Fréttablaðinu í dag fer Andrés yfir þá umbreytingu sem stafræna byltingin hefur verið fyrir íslenska verslun og þjónustu, og segir m.a.;

„Eins og allir hafa tekið eftir hefur orðið gífurleg breyting á á öllu umhverfi í verslun á undanförnum árum, ekki síst nú allra síðustu árin. Sú breyting sem orðið hefur samhliða hinni stafrænu byltingu sem er að verða í verslun eins og öðrum atvinnugreinum er risastökk og heimsfaraldurinn hefur flýtt þeirri þróun gífurlega. Breytingar sem áður var búist við að gengju í gegn á fimm árum, ganga nú í gegn á einu til tveimur árum. Sjálfsafgreiðsla í verslunum og öll öppin sem eru í boði eru skýrasta dæmið um þetta. Þróun í þessa átt mun tvímælalaust verða enn hraðari á komandi árum.“

SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA ALLT VIÐTALIÐ

Netverslunarpúlsinn til umræðu á Bylgjunni, Reykjavík Síðdegis

Netverslunarpúlsinn til umræðu á Bylgjunni, Reykjavík Síðdegis

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu og Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósent voru gestir þáttarins Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni þar sem þeir sögðu frá niðurstöðu frá könnun Prósent á vefverslunarhegðun íslendinga og kynntu til leiks Netverslunarpúlsinn, mælaborð íslenskrar netverslunar.

HLUSTAÐU Á VIÐTALIÐ HÉR

NETVERSLUNARPÚLSINN nýtt mælaborð íslenskra vefverslana

NETVERSLUNARPÚLSINN nýtt mælaborð íslenskra vefverslana

71% Íslendinga versla oftar við innlenda vefverslun en erlenda vefverslun.

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem hefur verið keyrð vikulega frá því í mars 2021 á íslensku þjóðinni kemur m.a. í ljós að um 71% Íslendinga versla frekar í innlendri vefverslun en í erlendri vefverslun.  „Þetta eru ánægjulegar fréttir og sýnir að Íslendingar kunna að meta íslenskar vefverslanir, segir Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.

Bæta má vöruúrval í íslenskum netverslunum

Samkvæmt niðurstöðum kemur í ljós að um 50% Íslendinga versla frekar við erlenda vefverslun þar sem að varan fékkst einungis þar en ekki í íslenski netverslun. Dæmi um vörur sem Íslendingar versluðu erlendis voru t.d. föt og skór, íþrótta- og stundavörur og snyrtivörur.

Aldurinn 25 til 34 ára verslar oftast á netinu

Samkvæmt niðurstöðum könnunar kemur einnig í ljós að Íslendingar á aldrinum 25 til 34 ára versla oftast á netinu eða um 48 sinnum á ári.  Einnig eru Íslendingar oftar að nota snjallsímann við kaupin í stað tölvu sem dæmi þó að hlutfallið er mismunandi eftir markhópum.

61% Íslendinga kynna sér vörurnar áður en keypt er

Íslendingar kynna sér einnig vel vöruna áður en hún er keypt.  Í ljós kemur að um 61% kaupenda kynna sér vörurnar á einhvern hátt áður en þær eru keyptar, eins og að kynna sér vörueiginleika, bera saman verð og lesa umsagnir.

Áframhaldandi aukning í netverslun Íslendinga

Þrátt fyrir mikla aukningu í netverslun á undanförnum misserum kemur að ljós að um 23% Íslendinga gera samt ráð fyrir að versla meira á netinu á næstu 12 mánuðum en áður.

Mikilvæg gögn fyrir verslanir á Íslandi

Með aðgang að gögnum um „Netverslun Íslendinga“ geta íslenskar verslanir fengið aðgang að ítarlegum gögnum um hegðunarmunstur Íslendinga.  Dæmi er að hægt er að sjá hvernig sá markaður sem viðkomandi verslun er að keppa í er að koma út, hvaða markhópar eru helst að versla, hvað skiptir mestu máli og hvað þarf að bæta til að auka sölu hjá sér.

Um könnunina „Netverslun Íslendinga“

Ákveðið var á síðasta ári að setja á laggirnar markvissar og reglulegar kannanir til að fylgjast með og mæla stöðu og þróun Íslendinga þegar kemur að netverslun. Rannsóknarfyrirtækið Prósent sér um reglulegar mælingar hér á Íslandi þar sem 200 svörum einstaklinga á aldrinum 18 ára og eldri er safnað í hverjum mánuði.  Mælitækið er m.a. byggt á e-barometern (sænsk mæling á netverslun) og FDIH (dönsk mæling á netverslun).  Með þessari nálgun getum við einnig borið okkur saman við Norðurlöndin, segir Andrés Magnússon.

_______

Kynning á Netverslunarpúlsinum verður haldin miðvikudaginn 10.nóvember í húsi Atvinnulífsins, Borgartúni 35
Skráning hér!

Nýtt sjálfsafgreiðslu- og þjónustuapp Húsasmiðjan Blómaval

Nýtt sjálfsafgreiðslu- og þjónustuapp Húsasmiðjan Blómaval

Húsasmiðjan hefur sett í loftið nýtt sjálfsafgreiðslu- og þjónustuapp. Með smáforritinu geta viðskiptavinir Húsasmiðjunnar og Blómavals afgreitt sig sjálfir með lausn sem kallast „Skanna, borga út“ og komist þannig hjá afgreiðslukössum.

Meðal nýjunga býður appið einnig upp á greiðsludreifingu til allt að tólf mánaða sem getur hentað við stærri kaup. Þá geta einstaklingar og fyrirtæki í reikningsviðskiptum stýrt lánsheimild sinni þar sem umsóknarferillinn er að fullu rafrænn.

SVÞ óskar Húsasmiðjunni Blómaval til hamingju með áfangann!

SJÁ UMFJÖLLUN UM NÝJA APPIÐ Í VIÐSKIPTABLAÐINU HÉR