Fréttablaðið: Stafræna byltingin er risastökk framá við

Fréttablaðið: Stafræna byltingin er risastökk framá við

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), man tímana tvenna í íslenskri verslun og hefur fylgst vel með þeim miklu breytingum sem hafa átt sér stað í umhverfi hennar hérlendis undanfarna áratugi.

Í viðtali í Fréttablaðinu í dag fer Andrés yfir þá umbreytingu sem stafræna byltingin hefur verið fyrir íslenska verslun og þjónustu, og segir m.a.;

„Eins og allir hafa tekið eftir hefur orðið gífurleg breyting á á öllu umhverfi í verslun á undanförnum árum, ekki síst nú allra síðustu árin. Sú breyting sem orðið hefur samhliða hinni stafrænu byltingu sem er að verða í verslun eins og öðrum atvinnugreinum er risastökk og heimsfaraldurinn hefur flýtt þeirri þróun gífurlega. Breytingar sem áður var búist við að gengju í gegn á fimm árum, ganga nú í gegn á einu til tveimur árum. Sjálfsafgreiðsla í verslunum og öll öppin sem eru í boði eru skýrasta dæmið um þetta. Þróun í þessa átt mun tvímælalaust verða enn hraðari á komandi árum.“

SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA ALLT VIÐTALIÐ

Netverslunarpúlsinn til umræðu á Bylgjunni, Reykjavík Síðdegis

Netverslunarpúlsinn til umræðu á Bylgjunni, Reykjavík Síðdegis

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu og Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósent voru gestir þáttarins Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni þar sem þeir sögðu frá niðurstöðu frá könnun Prósent á vefverslunarhegðun íslendinga og kynntu til leiks Netverslunarpúlsinn, mælaborð íslenskrar netverslunar.

HLUSTAÐU Á VIÐTALIÐ HÉR

NETVERSLUNARPÚLSINN nýtt mælaborð íslenskra vefverslana

NETVERSLUNARPÚLSINN nýtt mælaborð íslenskra vefverslana

71% Íslendinga versla oftar við innlenda vefverslun en erlenda vefverslun.

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem hefur verið keyrð vikulega frá því í mars 2021 á íslensku þjóðinni kemur m.a. í ljós að um 71% Íslendinga versla frekar í innlendri vefverslun en í erlendri vefverslun.  „Þetta eru ánægjulegar fréttir og sýnir að Íslendingar kunna að meta íslenskar vefverslanir, segir Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.

Bæta má vöruúrval í íslenskum netverslunum

Samkvæmt niðurstöðum kemur í ljós að um 50% Íslendinga versla frekar við erlenda vefverslun þar sem að varan fékkst einungis þar en ekki í íslenski netverslun. Dæmi um vörur sem Íslendingar versluðu erlendis voru t.d. föt og skór, íþrótta- og stundavörur og snyrtivörur.

Aldurinn 25 til 34 ára verslar oftast á netinu

Samkvæmt niðurstöðum könnunar kemur einnig í ljós að Íslendingar á aldrinum 25 til 34 ára versla oftast á netinu eða um 48 sinnum á ári.  Einnig eru Íslendingar oftar að nota snjallsímann við kaupin í stað tölvu sem dæmi þó að hlutfallið er mismunandi eftir markhópum.

61% Íslendinga kynna sér vörurnar áður en keypt er

Íslendingar kynna sér einnig vel vöruna áður en hún er keypt.  Í ljós kemur að um 61% kaupenda kynna sér vörurnar á einhvern hátt áður en þær eru keyptar, eins og að kynna sér vörueiginleika, bera saman verð og lesa umsagnir.

Áframhaldandi aukning í netverslun Íslendinga

Þrátt fyrir mikla aukningu í netverslun á undanförnum misserum kemur að ljós að um 23% Íslendinga gera samt ráð fyrir að versla meira á netinu á næstu 12 mánuðum en áður.

Mikilvæg gögn fyrir verslanir á Íslandi

Með aðgang að gögnum um „Netverslun Íslendinga“ geta íslenskar verslanir fengið aðgang að ítarlegum gögnum um hegðunarmunstur Íslendinga.  Dæmi er að hægt er að sjá hvernig sá markaður sem viðkomandi verslun er að keppa í er að koma út, hvaða markhópar eru helst að versla, hvað skiptir mestu máli og hvað þarf að bæta til að auka sölu hjá sér.

Um könnunina „Netverslun Íslendinga“

Ákveðið var á síðasta ári að setja á laggirnar markvissar og reglulegar kannanir til að fylgjast með og mæla stöðu og þróun Íslendinga þegar kemur að netverslun. Rannsóknarfyrirtækið Prósent sér um reglulegar mælingar hér á Íslandi þar sem 200 svörum einstaklinga á aldrinum 18 ára og eldri er safnað í hverjum mánuði.  Mælitækið er m.a. byggt á e-barometern (sænsk mæling á netverslun) og FDIH (dönsk mæling á netverslun).  Með þessari nálgun getum við einnig borið okkur saman við Norðurlöndin, segir Andrés Magnússon.

_______

Kynning á Netverslunarpúlsinum verður haldin miðvikudaginn 10.nóvember í húsi Atvinnulífsins, Borgartúni 35
Skráning hér!

Nýtt sjálfsafgreiðslu- og þjónustuapp Húsasmiðjan Blómaval

Nýtt sjálfsafgreiðslu- og þjónustuapp Húsasmiðjan Blómaval

Húsasmiðjan hefur sett í loftið nýtt sjálfsafgreiðslu- og þjónustuapp. Með smáforritinu geta viðskiptavinir Húsasmiðjunnar og Blómavals afgreitt sig sjálfir með lausn sem kallast „Skanna, borga út“ og komist þannig hjá afgreiðslukössum.

Meðal nýjunga býður appið einnig upp á greiðsludreifingu til allt að tólf mánaða sem getur hentað við stærri kaup. Þá geta einstaklingar og fyrirtæki í reikningsviðskiptum stýrt lánsheimild sinni þar sem umsóknarferillinn er að fullu rafrænn.

SVÞ óskar Húsasmiðjunni Blómaval til hamingju með áfangann!

SJÁ UMFJÖLLUN UM NÝJA APPIÐ Í VIÐSKIPTABLAÐINU HÉR