Atvinnulífið afhendir ráðherra 332 tillögur

Atvinnulífið afhendir ráðherra 332 tillögur

Ellefu atvinnugreinar hafa nú afhent Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra 332 tillögur að aðgerðum sem stuðla eiga að auknum samdrætti í losun atvinnugreina. Afhendingin fór fram á Grænþingi í Hörpu í gær, í tengslum við útgáfu Loftslagsvegvísa atvinnulífsins (LVA). LVA er samstarfsverkefni atvinnulífs og stjórnvalda og var vinnan unnin á forsendum fyrirtækja í íslensku atvinnulífi með stuðningi frá vinnuteymi umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins.

Guðlaugur Þór Þórðarsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra:

„Til að metnaðarfull markmið stjórnvalda í loftslagsmálum náist þurfa allir að leggjast á eitt — stjórnvöld, atvinnulíf, sveitarfélög og almenningur í landinu. Það er ánægjulegt að sjá að atvinnulífið hefur stigið þetta skref til þátttöku í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og upplifa þann metnað og áhuga sem þessar 11 atvinnugreinar sýna  með vegvísum sínum. Vegvísarnir verða innlegg í uppfærða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem stjórnvöld ætla að kynna fyrir lok árs og hlakka ég til  að halda verkefninu áfram.”  

Ísland hefur sett sér metnaðarfull markmið um 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030 og hefur lögfest markmið um kolefnishlutleysi eigi síðar en 2040. Aðkoma íslensks atvinnulífs skiptir sköpum í þeim umskiptum sem nauðsynleg eru til að sett markmið náist. Ennfremur er aðkoma stjórnvalda nauðsynleg á þessari vegferð hvað varðar regluverk, innviði, hvata til grænna fjárfestinga og stuðning við nýsköpun, tækniþróun og orkuskipti.

Í því skyni var ákveðið að koma Loftslagsvegvísum atvinnulífsins á legg, en markmið verkefnisins er að auka samstarf og samtal á milli atvinnulífs og stjórnvalda um tækifæri til samdráttar í losun í þeim tilgangi að hraða aðgerðum í þágu loftslagsmarkmiða Íslands og auka samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Ein af grunnforsendum skilvirkrar vinnu að loftslagsmarkmiðum er að orkuspá og opinber gögn endurspegli þá áskorun sem staðið er frammi fyrir.

Á Grænþingi í Hörpu í gær kynntu fulltrúar atvinnugreinanna vegvísa sína, þar sem rauði þráðurinn var:

 • Uppbygging orkuinnviða og aðgangur að hreinni orku
 • Skilvirkt regluverk og skýr markmið stjórnvalda
 • Fjárfesting í nýjum búnaði og tækni
 • Hvatar vegna loftlagstengdra fjárfestinga og framleiðslu
 • Nýsköpun og rannsóknir
 • Bætt hringrás

Loftslagsvegvísar atvinnulífsins innihalda atvinnugreinaskipta vegvísa, sem hafa margir hverjir mælanleg markmið . Þeir geyma einnig sértækar aðgerðir og úrbótatillögur sem snúa bæði að atvinnulífinu og stjórnvöldum um umbætur í loftslagsmálum. Vegvísarnir eru lifandi skjöl sem verða uppfærð reglulega og mun þeim fjölga með uppfærslu aðgerða og fjölgun atvinnugreina.

Hægt er að nálgast vegvísana inn á www.loftslagsvegvisar.is.

Viðvörun frá CERT-IS Árásarhópar reyna innbrot í gegnum rafræn skilríki

Viðvörun frá CERT-IS Árásarhópar reyna innbrot í gegnum rafræn skilríki

CERTIS, netöryggissveit íslenskra stjórnvalda, hefur sent út viðvörun um að árásarhópar séu að gera tilraunir til að nýta rafræn skilríki til að komast inn í viðkvæm svæði. Því er brýnt fyrir öllum að staðfesta ekki rafræn skilríki nema vera viss um að hafa beðið um það.

Auk þess er mikilvægt, nú eins og alltaf, að staðfesta ekki rafrænar auðkenningabeiðnir sem viðkomandi kannast ekki við.

Þá hefur CERTIS einnig greint frá fleiri netárásum í íslenska netumdæminu. Þannig var álagsárásum beint gegn einstaka vefsíðum og hýsingaraðilum sem gerði það að verkum að margar vefsíður lágu tímabundið niðri.

CERTIS vekur einnig athygli á innbrotstilraunum í kerfi í kjölfar dreifðra álagsárása. Ekki er útilokað fleiri árásir verða gerðar og hvetur CERTIS því rekstrar- og öryggisstjóra að vera á varðbergi og tilkynna allt grunsamlegt á cert@cert.is.

Skatturinn | Tilkynning vegna áhættusamra og ósamvinnuþýðra ríkja

Skatturinn | Tilkynning vegna áhættusamra og ósamvinnuþýðra ríkja

Skatturinn vekur athygli í dag á nýrri tilkynningu embættisins vegna áhættusamra og ósamvinnuþýðra ríkja:
Yfirlýsing FATF vegna ósamvinnuþýðra ríkja frá febrúar 2023 | Áhættusöm ríki | Skatturinn – skattar og gjöld.

Er þessi listi að jafnaði uppfærður þrisvar á ári.

Yfirlýsing FATF vegna ósamvinnuþýðra ríkja frá febrúar 2023

Ríkisskattstjóri vekur athygli á ríkjum sem teljast áhættusöm, ósamvinnuþýð eða með annmarka á aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Í því skyni er vísað til yfirlýsingar Financial Action Task Force (FATF) frá 24. febrúar um ríki undir sérstöku eftirliti auk ríkja sem Evrópusambandið hefur tilgreint sem áhættusöm þriðju lönd, sbr. reglugerð nr. 725/2022, um breytingu á reglugerð um áhættusöm þriðju lönd vegna aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 105/2020.

Í yfirlýsingu FATF frá því í október kemur fram að ríki skuli grípa til sérstakra fyrirbyggjandi varúðarráðstafana gagnvart Norður-Kóreu og Íran, enda steðji viðvarandi ógn að hinum alþjóðlega fjármálamarkaði vegna aðgerðarleysis ríkjanna í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Þau ríki sem eru talin áhættusöm, ósamvinnuþýð eða með annmarka í framangreindum skilningi eru eftirfarandi:

Afganistan
Albanía
Alþýðulýðveldið Kórea
Barbados
Búrkína Fasó
Cayman eyjar
Filippseyjar
Gíbraltar
Haítí
Íran
Jamaíka
Jemen
Jórdanía
Kambódía
Lýðstjórnarlýðveldið Kongó
Malí
Marokkó
Mjanmar/Búrma
Mósambík
Nígería
Níkaragva
Pakistan
Panama
Sameinuðu arabísku furstadæmin
Senegal
Simbabve
Suður Afríka
Suður-Súdan
Sýrland
Tansanía
Trinidad og Tóbagó
Tyrkland
Úganda
Vanúatú

SJÁ NÁNAR Á VEF RÍKISSKATTSTJÓRA

Upptaka | Öryggi í alþjóðlegum vöruflutningum á viðsjárverðum tímum.

Öryggi í alþjóðlegum vöruflutningum á viðsjárverðum tímum.

AEO öryggisvottun er brú inn í framtíðina.

Upptaka frá viðburði 2.mars 2023
Fyrirlesari: Lars Karlsson.

Lars heldur erindi um þá þróun sem átt hefur sér stað í alþjóðlegum vöruflutningum á umliðnum árum og hvernig bregðast skuli við ógnunum sem steðja að til að tryggja öruggt vöruflæði til og frá landinu. Lars fjallar um ávinning fyrir íslensk fyrirtæki að gerast viðurkenndir rekstraraðilar (AEO).

Fyrirtæki geta með fyrirbyggjandi aðgerðum verið betur í stakk búin að fást við truflanir og brugðist hraðar við þegar ófyrirséðir atburðir eiga sér stað.

Ríkisskattstjóri vekur athygli á ríkjum sem teljast áhættusöm, ósamvinnuþýð gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Ríkisskattstjóri vekur athygli á ríkjum sem teljast áhættusöm, ósamvinnuþýð gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Yfirlýsing FATF vegna ósamvinnuþýðra ríkja frá nóvember 2022

Ríkisskattstjóri vekur athygli á ríkjum sem teljast áhættusöm, ósamvinnuþýð eða með annmarka á aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Í því skyni er vísað til yfirlýsingar Financial Action Task Force (FATF) frá 21. október um ríki undir sérstöku eftirliti auk ríkja sem Evrópusambandið hefur tilgreint sem áhættusöm þriðju lönd, sbr. reglugerð nr. 725/2022, um breytingu á reglugerð um áhættusöm þriðju lönd vegna aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 105/2020.

Í yfirlýsingu FATF frá því í október kemur fram að ríki skuli grípa til sérstakra fyrirbyggjandi varúðarráðstafana gagnvart Norður-Kóreu og Íran, enda steðji viðvarandi ógn að hinum alþjóðlega fjármálamarkaði vegna aðgerðarleysis ríkjanna í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Þau ríki sem eru talin áhættusöm, ósamvinnuþýð eða með annmarka í framangreindum skilningi eru eftirfarandi:

 • Afganistan
 • Albanía
 • Alþýðulýðveldið Kórea
 • Barbados
 • Búrkína Fasó
 • Cayman eyjar
 • Filippseyjar
 • Gíbraltar
 • Haítí
 • Íran
 • Jamaíka
 • Jemen
 • Jórdanía
 • Kambódía
 • Lýðstjórnarlýðveldið Kongó
 • Malí
 • Marokkó
 • Mjanmar/Búrma
 • Mósambík
 • Níkaragva
 • Pakistan
 • Panama
 • Sameinuðu arabísku furstadæmin
 • Senegal
 • Simbabve
 • Suður-Súdan
 • Sýrland
 • Tansanía
 • Trinidad og Tóbagó
 • Tyrkland
 • Úganda
 • Vanúatú

Í samræmi við 6. gr. laga nr. 140/2018, um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka skulu tilkynningarskyldir aðilar gefa aðilum frá nefndum ríkjum sérstakan gaum, m.t.t. aukinnar hættu á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og framkvæma aukna áreiðanleikakönnun í samræmi við 13. og 14. gr. laga nr. 140/2018.

SJÁ TILKYNNINGU FRÁ RÍKISSKATTSTJÓRA