„Rétturinn til viðgerðar“ samþykktur á vettvangi Evrópusambandsins

„Rétturinn til viðgerðar“ samþykktur á vettvangi Evrópusambandsins

Ráð Evrópusambandsins hefur samþykkti nýja tilskipun sem á að stuðla að viðgerð bilaðra eða gallaðra vara, einnig þekkt sem rétturinn til viðgerðar, R2R-tilskipunin. Með henni er ætlunin að gera neytendum auðveldara um vik að óska viðgerða í stað þess að skipta út vörum, og viðgerðarþjónusta verður aðgengilegri, gegnsærri o.fl.

Tilskipunin er hluti af neytendaáætlun ESB og aðgerðaáætlun um hringrásarhagkerfi og er viðbót við löggjöf ESB sem er ætlað að stuðla að sjálfbærri neyslu.

Tilskipunin felur í sér kröfur um að söluaðilar (framleiðendur) verði að laga vörur sem er hægt að laga samkvæmt lögum ESB; stöðlun upplýsingagjafar um viðgerðarferli (tímarammar, verð o.s.frv.); stofnun evrópsks netvettvangs þar sem neytendur eiga að geta fundið viðgerðarþjónustu og framlengingu á ábyrgðartíma vara um 12 mánuði ef neytendur velja viðgerð í stað útskipta.

Tilskipunin er merkt EES-tæk og því má búast við því að innan tíðar hefjist upptökuferli hennar í EES-samninginn og í kjölfarið verði íslenskum lögum breytt til samræmis við ákvæði tilskipunarinnar.

Sjá nánar frétt HÉR! 

Nýjar kröfur ESB um upplýsingar í sjóflutningum

Nýjar kröfur ESB um upplýsingar í sjóflutningum

ICS2 kerfið tekur til sjóflutninga 3. júní 2024
Evrópusambandið (ESB) hefur innleitt ICS2 (Import Control System 2) til að auka öryggi og bæta áhættugreiningu á vörusendingum. Nýja kerfið mun hafa áhrif á útflutning íslenskra fyrirtækja til ESB. Fyrirtæki þurfa að veita nákvæmari upplýsingar um vörusendingar áður en þær eru fluttar út.

Hvað er ICS2?
ICS2 er kerfi ESB sem geymir upplýsingar um vörusendingar áður en þær fara inn fyrir landamæri ESB. Fyrirtæki sem flytja vörur til eða í gegnum ESB, Noreg, Norður-Írland og Sviss sjóleiðina þurfa að uppfylla kröfur ICS2 til að forðast tafir í vöruflutningum.

Breytingar og afleiðingar
Nú þarf að skila ítarlegri upplýsingum um útfluttar vörur rafrænt með aðflutningsyfirlitsskýrslu (ENS). Ef upplýsingum er ekki skilað á réttum tíma stöðvast vörusendingin, tollafgreiðsla verður ekki framkvæmd og mögulega verða viðurlög.

Íslensk stjórnvöld hafa ekki tekið upp nýjar reglur en útflytjendur eru hvattir til að kynna sér kröfur erlendra tollyfirvalda.

Sjá nánari upplýsingar frá vef Skatturinn.is HÉR!

Eyðsla ferðamanna dregst saman um 23,6% á milli ára

Eyðsla ferðamanna dregst saman um 23,6% á milli ára

Innlend kortavelta eykst um 0,12% á milli ára

Rannsóknasetur verslunarinnar RSV birtir mánaðarlega gögn um kortaveltu á Veltunni. Kortaveltan er sundurliðuð eftir þjóðerni og tegundum verslana og þjónustu auk þess sem netverslun er sundurgreind frá verslun í búðum og kortavelta erlendra ferðamanna er skoðuð sérstaklega.

Kortavelta innanlands nam 81,8 milljörðum króna í apríl 2024. Það er 0,12% hækkun á milli ára á breytilegu verðlagi. Kortavelta í innlendri netverslun nemur 15,025 ma.kr. og eykst um 17,4% á milli ára. Þá er samdráttur í neyslu ferðamanna á landinu í apríl en erlend kortavelta nemur 16,75 ma.kr. og dregst saman um 23,6% á milli ára.

Innlend kortavelta er tvískipt eftir þjónustu og verslun.
Þjónusta nemur 37,4 milljörðum króna og eykst um 0,8% á milli ára og verslun nemur 44,4 milljörðum króna og dregst saman um 0,5% á milli ára

Nánari upplýsingar um aðra undirflokka má nálgast á Veltunni.

25 ára afmælisráðstefna SVÞ í máli og myndum.

25 ára afmælisráðstefna SVÞ í máli og myndum.

SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu héldu hátíðlega uppá 25 ára starfsafmælið sitt á Parliament Hótel Reykjavik v/Austurvöll miðvikudaginn 10.apríl sl., undir þemanu ‘Framtíðin bíður ekki!’

Uppselt var á ráðstefnuna og komust færri að en vildu.

Nú er hægt að nálgast allar upptökur frá 18 viðburðum, fyrirlestrum, pallborðum og Á Trúnó.

Smelltu HÉR til að nálgast sérstaka afmælisútgáfu myndaalbúm sem verður opið til 7.maí nk.
Ath! félagsfólk SVÞ hefur ótakmarkaðan aðgang að öllu efni ráðstefnunnar inn á ‘Mínar síður’

 

25 ára afmælisráðstefna SVÞ – Stemningin

25 ára afmælisráðstefna SVÞ – Stemningin

SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu héldu uppá 25 ára starfsafmæli samtakanna með glæsilegri ráðstefnu á Parliament Hótel Reykjavik v/Austurvöll undir heitinu ‘Framtíðin bíður ekki’

Við komum til með að birta öll myndbönd frá ráðstefnunni á næstu dögum, en hér kemur smá stemningsmyndband sem gefur innsýn inn í ráðstefnuna.