Hæfniaukning starfsfólks – Samstarfssamningur SVÞ, VR/LÍV

Hæfniaukning starfsfólks – Samstarfssamningur SVÞ, VR/LÍV

Á ráðstefnu SVÞ í mars s.l. 2023 undirrituðu formaður SVÞ, Jón Ólafur Halldórsson, formaður VR og LÍV, Ragnar Þór Ingólfsson, tímamótasamstarfssamning sem snýr að markvissri vinnu að hæfniaukningu starfsfólks í verslun og þjónustu til ársins 2030.

Samningurinn felur í sér þrjú meginmarkmið sem verða í hávegum höfð með margvíslegum aðgerðum félaganna fram til ársins 2030.

Sí og endurmenntun verði fastur hluti í menningu fyrirtækja í verslun og þjónustu.
Stefnt er að því að 80% af starfsfólki fyrirtækja í verslun og þjónustu sæki sér nám sem hefur að markmiði að auka hæfni og þekkingu. Horft er til þess að námið fari fram með reglulegri sí- og endurmenntun með það að markmiði að tryggja að starfsfólk fyrirtækja í verslun og þjónustu eigi ávallt kost á því námi sem gerir þeim kleift að takast á við þau verkefni sem vinnumarkaður í örri umbreytingu gerir kröfu um.

Nýbúar á Íslandi og íslensk tunga.
Sérstök áhersla verður lögð á að auka þekkingu og hæfni þess stóra hóps starfsfólks í verslunar- og þjónustufyrirtækjum sem hefur íslensku sem annað tungumál. Markmiðið er að árið 2030 búi 80% þessa hóps yfir hæfni B12 í íslensku samkvæmt viðmiðum Evrópska tungumálarammans (European Language Portfolio).

Vottanir og viðurkennd fagbréf.
Stefnt er að því að verslunar- og þjónustugreinin þrói og skilgreini aðferð sem leiði af sér viðurkenningu/vottun á gefnum markmiðum samningsins. Það felur í sér að viðurkennd vottun eða fagbréf verði veitt fyrir starfsgreinar og hæfnisnám/þjálfun starfsfólks í verslun og þjónustu og að fyrirtæki fái viðurkenningu þegar 80% starfsfólks eru árlega í virkri sí- og endurmenntun.

Til að framfylgja samstarfssamningi þessum var settur saman samstarfshópur á vegum SVÞ og VR/LÍV sem vinnur að aðgerðaráætlun sem styður ötullega að framgangi samningsins og bregst við með mögulegum úrbótum á vegferðinni. Tekin eru mið af þeim þremur markmiðum sem sett hafa verið fram í samningnum og hafa nú þegar verið settar niður fyrirhugaðar aðgerðir sem framkvæmdar verða á komandi vikum.

Stöðukönnun á stjórnendur innan SVÞ og félagsfólk VR í verslun og þjónustugreinum.
Stöðukönnun verður á haustmánuðum send á félagsfólk og stjórnendur, þar spurt verður um aðgengi, viðhorf og þátttöku til hæfniaukningar á vinnumarkaði og verður slík könnun send út reglulega á tímabilinu.

Mikilvægustu hæfniþættir nútímans og komandi ára samkvæmt WEF verða kynntir á miðlum SVÞ og VR/LÍV og nánar útlistaðir félagsfólki og stjórnendum til frekari upplýsinga.  Nánar er fjallað um hæfniþættina neðar í greininni. Upplýsingar um aðgengi og þá fjölbreytni á leiðum við að ná tökum á íslenskra tungu verða teknar saman á miðlægan grunn og þær upplýsingar öllum aðengilegar.

Sameiginlegt viðfangsefni í samfélagi fólks og fyrirtækja í verslunar-og þjónustugreinum.
Með samningnum vilja VR/LÍV og SVÞ sýna að það er sameiginlegt viðfangsefni samtaka launafólks í verslunar- og þjónustugreinum og samtaka atvinnurekenda að tryggja að menntun og hæfni starfsfólks sé í takt við þarfir hverju sinni.

Lesa má samstarfssamninginn í heild sinni á vef SVÞ HÉR! 

Hæfniþættir WEF 2023

World Economic Forum hefur fylgst náið með áhrifum fjórðu iðnbyltingarinnar og gefið út 10 mikilvægustu hæfniþætti á vinnumarkaði frá árinu 2016.

Nýjasta skýrsla WEF kom út 30. apríl 2023 sl. og byggir á könnun og sjónarmiði starfsfólks og stjórnenda 803 fyrirtækja sem mynda heimsþverskurð atvinnurekenda og starfa þeim tengdum. Könnunin byggir á svörum um stefnur, atvinnu- og tækniþróun og áhrif þeirra á störf, færni og vinnuafl yfir tímabilið 2023-2027. Út frá niðurstöðum skýrslunnar uppfærir WEF mikilvægustu hæfniþættina fyrir komandi tímabil.

Helstu niðurstöður könnunarinnar sýna fram á umbreytingu starfa og fyrirtækja og talsverð áhrif á færni launfólks þeim tengdum.
Mikilvægustu framtíðarhæfniþættina 2023 má sjá á myndinni.

World Economic Forum – Hæfnisþættir 2023

Mælaborðið Veltan komin í loftið!

Mælaborðið Veltan komin í loftið!

Veltan er mælaborð sem sýnir stefnur og strauma í verslun!

Rannsóknasetur verslunarinnar hefur sett í loftið mælaborð þar sem stjórnendur fyrirtækja geta fylgst með straumum og stefnum í verslun og þjónustu. Lausnin ber nafnið Veltan, en mælaborðið fylgist með kortaveltu Íslendinga sem er sett niður á flokka í verslun og þjónustu. Einnig er fylgst með þróun ferðamanna hér á landi, í hvað þeir eyða, hvaða þjóðir eyða mest og þá er fylgst náið með netverslun hérna heima og hversu miklu við eyðum í netverslun erlendis.

Rannsóknasetur verslunarinnar var stofnað árið 2004 og hefur í gegnum tíðina fylgst með neytendahegðun Íslendinga. Magnús Sigurbjörnsson, forstöðumaður RSV segir í viðtali við Morgunblaðið s.l. helgi að stofnunin hafi sett mælaborð á laggirnar 2022 en markmiðið með veltan.is sé að auka sýnileika gagnanna og gefa fyrirtækjum í verslun og þjónustu tækifæri á að fylgjast betur með kortaveltu íslendinga.

Kynntu þér málið.
Rannsóknasetur verslunarinnar er þessi misserin að að funda með fólki og fyrirtækjum og kynna möguleika.
Hægt er að bóka kynningarfund inná vefsvæði Veltunnar – SMELLTU HÉR! 

10 Mikilvægustu hæfnisþættir á vinnumarkaði 2023

10 Mikilvægustu hæfnisþættir á vinnumarkaði 2023

Alþjóðaefnahagsráðið (The World Economic Forum eða WEF) er sjálfstæð alþjóðastofnun sem sérhæfir sig í greiningu á framtíðarhæfni á vinnumarkaði. Stofnunin var stofnuð árið 1971 og hefur síðan þá verið leiðandi í að skoða hvernig vinnumarkaðurinn þróast og hvernig starfsferlar verða aðlagast nýjum áskorunum. WEF hefur rannsakað hvernig hæfni og færni verða að breytast í takti við fljótandi breytingar í atvinnulífinu. Stofnunin hefur miðað að því að greina þær hæfniskröfur sem vinnumarkaðurinn mætir og leggja áherslu á að þjóna almennum hagsmunum.

WEF er ekki tengd neinum sérstökum hagsmunasamtökum eða fyrirtækjum og starfar ekki í hagnaðarskyni. Í störfum sínum leggur hún áherslu á hlutlausa greiningu og byggir starfsemi sína á siðferðislegum og vitsmunalegum grundvelli. Það er því markmið stofnunarinnar að skoða markaðinn sem heild, greina þróunina og leiða af henni leiðandi hugmyndir og niðurstöður sem geta komið ágætlega að nýjum hættum og tækifærum.

WEF vinnur í samstarfi við bæði opinbera og einkageiran, með það að markmiði að greina framtíðarhæfni starfsfólks. Með því að skoða breytingar á vinnumarkaði og þeim áskorunum sem hann stendur frammi fyrir, geta fræðsluaðilar og menntastofnanir aðlagast námsefni og framboði sínu til að uppfylla þörf og hæfni markaðarins.

WEF birtir reglulega fresti, skýrslur þar á meðal „The Future of Jobs Report„, leggja ríka mat á framtíð starfa. Í þeim skýrslum er kortlagt hvernig störf koma til með að aðlagast nýjum þörfum, hvernig tækninýjungar munu hafa áhrif og hvernig hæfniþættir breytast með tímanum.

SMELLTU HÉR til að hlaða niður ‘The Future of Jobs Report 2023’

SMELLTU HÉR til að hlaða niður ’10 mikilvægustu hæfnisþættir 2023′

Opin ráðstefna SVÞ | Verslun og þjónusta á gervigreindaröld

Opin ráðstefna SVÞ | Verslun og þjónusta á gervigreindaröld

Opin ráðstefna SVÞ … vegferðin, áskorarnirnar og tækifærin! 

Við keyrum haustið í gang á fullum krafti með opinni ráðstefnu SVÞ – Samtökum verslunar og þjónustu með ráðstefnunni: Verslun og þjónusta á gervigreindaröld.

Dagsetning: fimmtudagurinn 24. ágúst 2023
Tími: 16:30 – 18:00
Staður: Hús atvinnulífsins, Borgartún 35, 105 Reykjavík

SKRÁNING NAUÐSYNLEG!
Smellið hér fyrir allar nánari upplýsingar og skráningu!

RSV | Innlend kortavelta dregst saman á milli mánaða

RSV | Innlend kortavelta dregst saman á milli mánaða

RSV – Rannsóknasetur verslunarinnar birtir í dag upplýsingar um kortaveltu í júlí mánuði 2023.

Samkvæmt greiningu var kortavelta júlímánaðar 133,8 milljörðum króna og þar af er innlend kortavelta 92,1 milljarður króna en það er lækkun um 2,2% milli mánaða en innlenda kortaveltan eykst á milli ára um 5,4%.  Netverslun Íslendinga eykst um 20% á milli ára og nemur 14,6 milljörðum króna.  Erlend kortavelta eykst hinsvegar um 17% milli ára og nemur 41,75 milljörðum króna.

Nánari frétt má nálgast á vefsvæði  RSV – HÉR

Nánari útlistun á kortaveltunni má nálgast í Sarpinum – HÉR

Er notkun reiðufjár að verða liðin tíð?

Er notkun reiðufjár að verða liðin tíð?

Breytingar á kostnaði við smágreiðslumiðlun.

Í nýlegu riti Seðlabanka Íslands, Kostnaður við smágreiðslumiðlun, er að finna mat bankans á kostnaði við notkun ólíkra greiðslumiðla, þ.e. einkakostnaði og samfélagskostnaði af smágreiðslumiðlun.

Af umfjölluninni virðist leiða að töluverðar breytingar hafi orðið á greiðsluhegðun og hagkvæmni í rafrænni greiðslumiðlun hafi aukist undanfarin ár. Á móti hefur samfélagskostnaður af notkun reiðufjár aukist á sama tíma og hlutur kostnaðarins í vergri landsframleiðslu hefur minnkað.

Með öðrum orðum fer kostnaður við greiðslu, móttöku og meðhöndlun reiðufjár hækkandi. Eins fyrirtæki í verslun og þjónustu þekkja hvíla verulega íþyngjandi skyldur á þeim fyrirtækjum sem taka við reiðufjárgreiðslum sem nema hærri fjárhæðum í krónum en sem nemur 10 þúsund evrum. Það er því orðið verulegt áhorfsefni hvort og að hvaða leyti það er skynsamlegt og hagkvæmt fyrir fyrirtæki í verslun og þjónustu að taka við reiðufé.

Ekki er að fullu ljóst hvaða áhrif það mundi hafa fyrir íslensk fyrirtæki að stíga það skref að hafna móttöku reiðufjárgreiðslna. Ekki er víst að viðtökur allra samfélagshópa yrðu góðar. Þá þarf væntanlega einnig að huga að hlutverki reiðufjár t.d. þegar posarnir virka ekki af einhverjum sökum.

Þetta ætlum við að ræða á ráðstefnu SVÞ og SFF hinn 1. júní nk. á Grand hótel Reykjavík þar sem við fáum innsýn í reynslu sænsku verslunarinnar af minnkandi notkun reiðufjár.

Aðildarfyrirtæki SVÞ eru eindregið hvött til að senda fulltrúa á ráðstefnuna, ekki síst fjármálastjóra og aðra þá sem þurfa að þekkja til breytinga sem mögulega eru í farvatninu. Ætla má að fyrirtæki sem taka á móti greiðslum neytendum ættu að líta svo á að þar sé á ferðinni ráðstefna sem ekki sé skynsamlegt að láta fram hjá sér fara.

 

SMELLTU HÉR til að skrá þig á ráðstefnuna.