Nýjar sóttvarnaraðgerðir fyrir verslun og þjónustu

Nýjar sóttvarnaraðgerðir fyrir verslun og þjónustu

Til að taka af allan vafa um fyrirkomulag sóttvarnaraðgerða í verslun og þjónustu höfum við tekið saman
eftirfarandi:

 

GRÍMUSKYLDA 

Grímuskylda er í öllum verslunar- og þjónustufyrirtækjum, fyrir starfsfólk og viðskiptavini. Starfsfólki ber að fylgja því eftir.

Ef viðskiptavinir virða ekki grímuskyldu ber  meina þeim aðgang  versluninniStarfsfólk hefur  ekki heimild til valdbeitingarEf upp koma óleysanleg vandamál með viðskiptavini sem ekki virðir grímuskyldu er bent á  hringja í lögreglu eða neyðarnúmerið 112. 

Nálgast  plakat um grímuskyldu á pdf formi til útprentunar hér 

 

FJÖLDATAKMARKANIR 

Matvöru- og lyfjaverslanir: 

  • Allt að 50 viðskiptavinir í sama rými háð því að unnt sé að viðhafa 2 metra fjarlægð
  • Matvöru– og lyfjaverslanir með yfir 1.000 fermetra rými mega hleypa inn 1 viðskiptavini í viðbót fyrir hverja 10 fermetra umfram 1.000 fermetra en þó aldrei fleiri en 100 viðskiptavinum samtals. 

Aðrar verslanir: 

  • Allt að 10 viðskiptavinir í sama rými háð því að unnt sé að viðhafa 2 metra fjarlægð

ATHUGIÐ AÐ FJÖLDATAKMARKANIR GILDA EINGÖNGU UM VIÐSKIPTAVINI ÓHÁÐ FJÖLDA STARFSMANNA. 

 

BIÐRAÐIR 

Biðraðir fyrir utan verslanir eða þjónustufyrirtæki eru ekki á ábyrgð viðkomandi fyrirtækis. 

 

Smelltu á myndina hér fyrir neðan til að hlaða niður pdf af henni:

 

Sértilboð til félagsmanna á þjónustunámskeið Gerum betur!

Sértilboð til félagsmanna á þjónustunámskeið Gerum betur!

Nú í apríl og maí býður Gerum betur sértilboð til félagsmanna: 25% afslátt á þjónustunámskeiðum sem kennd eru í gegnum netið.

Þrjú námskeið eru í boði og þrjár upphafsdagsetningar fyrir hvert þeirra.

Dagsetningarnar eru 27. apríl, 11. maí og 25. maí.

Kynntu þér námskeiðin með því að smella á viðeigandi hnapp hér fyrir neðan.

Afsláttarkóðinn fyrir félagsmenn er gerumbetur

20 góð ráð í þjónustusímsvörun

Erfiðir viðskiptavinir og kvartanir

Góð ráð í tölvupóstsamskiptum

Upptaka af einkar gagnlegum fundi með lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins

Upptaka af einkar gagnlegum fundi með lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins

Mjög gagnlegar umræður voru á vel sóttum fundi með lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins í morgun. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, kynnti innri vinnu sem hefur verið í gangi hjá lögreglunni, árangur af henni og ýmislegt sem til mun koma í framhaldinu. Mikið var rætt um mögulegar aðgerðir til að bregðast með áhrifaríkari hætti við þjófnaði í verslunum og afgreiðslu brotamála. Í framhaldi af fundinum mun öryggishópur SVÞ vera í frekara sambandi við lögreglu varðandi samstarf og mögulegar aðgerðir.

Við hvetjum fólk til að horfa á upptöku af fundinum hér fyrir neðan og félagsmenn að setja sig í samband við okkur ef þeir hafa áhuga á að koma að frekari vinnu að þessum málum. Netfangið er svth(hjá)svth.is og síminn 511 3000.