Stafræni hæfinisklasinn; þjónusta fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki

Stafræni hæfinisklasinn; þjónusta fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki

Stafræni hæfniklasinn – hvernig nýtist hann litlum og meðalstórum fyrirtækjum

Miðvikudaginn 4.maí n.k. fáum við Evu Karen Þórðardóttur, framkvæmdastjóra Stafræna hæfniklasans til að segja okkur frá starfsemi klasans og hvernig hann getur nýst litlum og meðalstórum fyrirtækjum í sinni stafrænu vegferð.

Eva mun greina okkur frá helstu markmiðum og verkefnum Stafræna hæfniklasans en Stafræni hæfniklasinn er samvinnuverkefni SVÞ. VR og HR og var stofnaður formlega í ágúst 2021.  Þá mun Eva Karen einnig greina frá því hvað Stafræni hæfniklasinn hefur uppá að bjóða og hvernig fyrirtæki geta sótt þangað verkfæri, þekkingu og fræðslu í sinni stafrænu vegferð.

Viðburðurinn sem hefst kl. 08:30, verður haldinn á Zoom svæði samtakanna, skráning er nauðsynleg.

SJÁ NÁNARI UPPLÝSINGAR OG SKRÁÐU ÞIG HÉR

Kortavelta á Íslandi árið 2021 birt í árlegri samantekt RSV

Kortavelta á Íslandi árið 2021 birt í árlegri samantekt RSV

Rannsóknarsetur verslunarinnar (RSV) birtir í dag árlega samantekt á kortaveltu á Íslandi fyrir árið 2021.

Heildar greiðslukortavelta á Íslandi nam rúmum 1040 milljörðum kr. árið 2021 og jókst um 12,6% á milli ára að raunvirði. Kortavelta Íslendinga hérlendis nam rúmum 918,7 milljörðum kr. og jókst um 7,6% á milli ára að raunvirði. Kortavelta erlendra ferðamanna hérlendis nam tæpum 121,4 milljörðum kr. og jókst um rúm 75% á milli ára að raunvirði.

Nánar má lesa um kortaveltu á Íslandi árið 2021 í árlegri samantekt RSV hér.

Nokkrir punktar frá skýrslu RSV:

 • Heildar greiðslukortavelta* nam rúmun 1040 milljörðum kr. árið 2021 og jókst um 12,6% á milli ára að raunvirði
 • Kortavelta Íslendinga hérlendis nam rúmum 918,7 milljörðum kr. árið 2021 og jókst um 7,6% á milli ára að raunvirði
 • Innlend kortavelta í verslun nam tæpum 528 milljörðum kr. árið 2021 og jókst um 5,5% að raunvirði á milli ára
 • Innlend kortavelta í verslun á netinu nam tæpum 37,5 milljörðum kr. árið 2021 og jókst um 13% á milli ára að raunvirði
 • Innlend kortavelta í verslun á netinu hefur aukist um 238% að raunvirði ef horft er til ársins 2018
 • Innlend kortavelta í þjónustu nam rúmum 391 milljarði kr. árið 2021 og jókst um 10,5% á milli ára að raunvirði
 • Velta innlendra greiðslukorta í verslunum og þjónustu erlendis nam rúmlega 158 milljörðum kr. árið 2021 og jókst um 41% að raunvirði frá fyrra ári
 • Kortavelta erlendra ferðamanna hérlendis nam tæpum 121,4 milljörðum kr. árið 2021 og jókst um rúm 75% á milli ára að raunvirði
 • Hlutfall erlendrar kortaveltu af heildarkortaveltu á Íslandi árið 2021 var 13,2% en sama hlutfall var um 30-34% árin fyrir heimsfaraldur
 • Ferðamenn frá Bandaríkjunum voru ábyrgir fyrir rúmlega 40% af allri erlendri kortaveltu hérlendis árið 2021

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SKOÐA SKÝRSLU RSV.

Hvernig geta fyrirtæki og stofnanir mælt árangur á samfélagslegri ábyrgð?

Hvernig geta fyrirtæki og stofnanir mælt árangur á samfélagslegri ábyrgð?

Hvernig geta fyrirtæki og stofnanir mælt árangur á samfélagslegri ábyrgð?

Miðvikudaginn 6.apríl n.k. ætlar Rósbjörg Jónsdóttir fulltrúa SPI á Íslandi að fræða okkur um leiðir til að mæla raunverulegan árangur á samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja og stofnana.

Rósbjörg mun deila sýn og segja frá hvernig aðgerðir atvinnulífsins geta raunverulega haft áhrif á samfélög og deilir með okkur;

 • Hvað er Framfaravogin?
 • Hvernig er hægt að nýta slíkt verkfæri?
 • Hvernig finnum við okkar hlutverk í samfélaginu?

Um fyrirlesarann:
Rósbjörg Jónsdóttir er íslenski samstarfsaðili Social Progress Imperative (SPI) á Íslandi.

ATH!
Viðburðurinn er einungis í boði fyrir félagsfólk SVÞ

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG

#TökumSamtalið | Hvatning SVÞ til leiðtoga og stjórnenda fyrirtækja

#TökumSamtalið | Hvatning SVÞ til leiðtoga og stjórnenda fyrirtækja

FRÉTTATILKYNNING
Hvatning SVÞ til leiðtoga og stjórnenda fyrirtækja

Framsýni, innsæi og hugrekki eru eiginleikar sem stjórnendur fyrirtækja og stofnana þurfa á að halda þegar viðhorfsumbreytingar verða í samfélaginu. Samtök verslunar og þjónustu hvetja alla leiðtoga til að taka samtalið og festa niður aðgerðaáætlun svo þeim verði ávallt fært að endurtengja gildi, samfélagslega ábyrgð og traust.

Samfélagsleg stefna fyrirtækja verður á hverjum tíma að stuðla að fjölbreyttri flóru mannauðsins og jafnrétti kynjanna.

„Við lifum á miklum umbreytingatímum. Á slíkum tímum skapast tækifæri til að horfa innávið og skoða fyrir hvað við stöndum og hvernig látum við gildin okkar endurspeglast bæði í orði og athöfnum? Fyrsta skrefið til breytinga er að taka samtalið. Því vill SVÞ hvetja leiðtoga til aðgerða sem stuðla að nærandi fyrirtækjamenningu fyrir alla.“ Segir Andrés Magnússon framkvæmdastjóri SVÞ.

SVÞ býður fulltrúum aðildarfyrirtækja sinna upp á fræðslu og hvatningu næstu vikurnar undir myllumerkinu #TökumSamtalið.

Hinn 26.janúar nk. mun Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri Franklin Covey á Íslandi halda fyrirlesturinn „Trúverðuleiki og traust á markaði“ þar sem varpað verður ljósi á rannsóknir og rit um traust til einstaklinga og vinnustaða og stýrir um leið samtali um virði trausts.

SKRÁNING HÉR

Hinn 2. febrúar nk. mun Rúna Magnúsdóttir, leiðtogamarkþjálfi og meðstofnandi No More Boxes vitundarvakningarinnar, standa fyrir sérsniðnum viðburði þar sem þátttakendur skoða hvernig birtingarmyndir á staðalímyndum kynjanna eru ómeðvitað að stjórna aðgerðum okkar og framgangi. Skoðum hvað er til ráða og veltum upp spurningunni: Hversvegna er alveg hægt að kenna gömlum hundum að sitja?

SKRÁNING HÉR

_____
Nánari upplýsingar veitir:
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ
Sími: 820 4500

Horft inní árið 2022 | Kröfur einstaklinga til vinnustaða og stjórnenda

Horft inní árið 2022 | Kröfur einstaklinga til vinnustaða og stjórnenda

„Einstaklingar gera orðið meiri kröfur til vinnustaða og stjórnenda“

VÍSIR.is – Atvinnumál birtir í dag áhugavert viðtal við Herdísi Pálu Pálsdóttur, stjórnunar og stjórnendamarkþjálfi og fráfarandi framkvæmdastjóra mannauðssviðs hjá Deloitte um breytingar á kröfum einstaklinga til vinnustaða og stjórnenda.

Herdís segir þar m.a.;

„Einstaklingar eru orðnir skýrari með fyrir hverja þeir vilja starfa og við hverja þeir vilja eiga viðskipti.“

Í raun þýðir þetta að valdahlutföllin eru að breytast; Að færast frá vinnuveitendum og meira yfir til einstaklinga. Þar sem allt hefur áhrif; umhverfismálin, stuðningur við fjölbreytileika, jafnrétti kynja, gegnsæi í launasetningu, virðingu í samskiptum, stuðning við sveigjanleika og velsæld og fleira.

Hún bendir einnig á að allt haldist þetta í hendur og segir:

„Trúverðug forysta, góð stjórnun, góð þjónusta og svo framvegis er því ekki bara eitthvað sem er smart að hafa heldur algjörlega nauðsynlegt og hefur áhrif á ímynd vinnustaða, árangur í rekstri, hversu vel þeim gengur að halda í vinnuafl og viðskiptavini og hversu viljugir fjárfestar eru að fjárfesta í þeim.“

SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA ALLT VIÐTALIÐ

Herdís Pála skrifaði bókina Völundarhús tækifæranna ásamt Dr Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur en þær gáfu félagsfólki SVÞ góða innsýn inní framtíðarheim starfa á fyrirlestrinum sínum þann 17.nóvember s.l.

Þú getur nálgast fyrirlesturinn HÉR! 

ATH! Þú þarft að vera skráð/ur inná innri vef SVÞ til að hafa aðgang að öllu innra efni – sjá nánari HÉR! 

Rannsóknarsetur verslunarinnar styrkt til rannsókna og úrvinnslu tölfræðiupplýsinga.

Rannsóknarsetur verslunarinnar styrkt til rannsókna og úrvinnslu tölfræðiupplýsinga.

Þjónustusamningur á sviði verslunar og þjónustu undirritaður

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra og Sigrún Ösp Sigurjónsdóttir, forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV), hafa undirritað þjónustusamning til tveggja ára um framlag ráðuneytisins til rannsókna á sviði verslunar og þjónustu.

Með þjónustusamningum er lögð áhersla á að auka rannsóknir og úrvinnslu tölfræðiupplýsinga á sviði verslunar og þjónustugreina og að þær upplýsingar séu birtar stjórnvöldum, almenningi og fyrirtækjum á aðgengilegan hátt.

RSV mun annast rannsóknir og tölfræðiúrvinnslu fyrir verslunar- og þjónustugreinar á Íslandi í þeim tilgangi að auka samkeppnishæfni verslunar- og þjónustufyrirtækja. Sérstök áhersla verður lögð á gagnavinnslu sem tengist neyslu ferðamanna hér á landi og mun RSV m.a. greina mánaðarlega tölur um greiðslukortaveltu ferðamanna, sundurliðað eftir útgjaldaliðum.

SJÁ FRÉTT FRÁ STJÓRNARRÁÐUNEYTINU HÉR

Mynd: Stjórnarráðið