Nýju hringrásarlögin – Betri heimur byrjar heima | Upptaka frá 26.10.22

Nýju hringrásarlögin – Betri heimur byrjar heima | Upptaka frá 26.10.22

Með gildistöku ákvæða laga nr. 103/2021 (EES-reglur, hringrásarhagkerfi) um næstu áramót verða töluverðar breytingar á ábyrgð framleiðenda og innflytjenda sem einkum munu koma fram í hærra og breiðara úrvinnslugjaldi en áður. Vegna ákvæða laganna munu verkefni Úrvinnslusjóðs og Endurvinnslunnar hf. aukast að umfangi. Til grundvallar liggur hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins og er lögunum ætlað að leiða fram hegðunarbreytingar í átt til kostnaðarskilvirkni.

Á sérstökum viðburði SA þann 26.október s.l. fór Benedikt S. Benediktsson, lögfræðingur SVÞ dýpra ofaní gildistöku ákveða laganna.  Eygerður Margrétardóttir fór ofaní hvað lögin þýða fyrir sveitarfélögin og Þorsteinn Víglundsson fór yfir áskoranir og tækifæri fyrirtækja.   Þá stýrði Hugrún Elvarsdóttir, verkefnastjóri á Efnahags og samskiptasviði SVÞ sérstökum pallborðsumræðum.

Hægt er að horfa á upptöku fundarins hér fyrir neðan.

Ný skýrsla EuroCommerce og McKinsey spáir umbreytingu í heild og smásölu geiranum til 2030

Ný skýrsla EuroCommerce og McKinsey spáir umbreytingu í heild og smásölu geiranum til 2030

EuroCommerce og McKinsey birtir í dag skýrslu undir heitinu: Transforming The EU Retail and Wholesale Sector.

Í skýrslunni kemur m.a. fram að smásölu- og heildsölugeirinn í Evrópu horfir framá meiriháttar umbreytingu og þörf á umframfjárfestingu uppá 600 milljarða evra í þremur lykil þáttum;  sjálfbærni, starfrænni þróun og innleiðingu ásamt stóraukinni nauðsyn á árlegri símenntun og endurmenntun starfsfólks. 

SMELLTU HÉR TIL AÐ HLAÐA NIÐUR SKÝRSLU EuroCommerce & McKinsey

SMELLTU HÉR TIL AÐ HLAÐA NIÐUR DRÖG AÐ STEFNU EuroCommerce & McKinsey TIL 2030

SMELLTU HÉR TIL AÐ HLAÐA NIÐUR FRÉTTATILKYNNINGU FRÁ EuroCommerce & McKinsey

Hringrásarkerfið er sparnaðarkerfi

Hringrásarkerfið er sparnaðarkerfi

Hringrásarkerfið er sparnaðarkerfi. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu ræðir við Egil Jóhannsson forstjóra Brimborgar og Huga Hreiðarsson frá Efnisveitunni undir yfirskriftinni Hringrásarkerfið er sparnaðarkerfi.

Október er eyrnamerktur umhverfismálum hjá Samtökum atvinnulífsins og aðildarsamtökum og í ár er sjónum beint að hringrásarhagkerfinu undir yfirskriftinni Auðlind vex af auðlind. Hvern þriðjudag og fimmtudag í október njótum við 20 mínútna áhorfs á Samtöl atvinnulífsins þar sem hver atvinnugrein ræðir áskoranir og tækifæri í hringrásarhagkerfinu. Í tengslum við Umhverfisdag atvinnulífsins er allur októbermánuður eyrnamerktur umhverfismálum og þá sér í lagi hringrásarhagkerfinu.

Hringrásarhagkerfið snýst um hvernig nýta má hráefni á sem skilvirkastan hátt og fyrirbyggja t.a.m. sóun og losun gróðurhúsalofttegunda með breyttum áherslum í vöru- og þjónustuhönnun. Rannsóknir sýna að búast má við að hringrásarhagkerfinu fylgi jákvæð áhrif á efnahagslífið og landsframleiðslu. Einnig má búast við aukinni samkeppnishæfni hagkerfisins.

Sjá aðra Hlaðvarpsþætti í október 2022 hjá Samtökum atvinnulífsins – HÉR! 

Umhverfisdagur atvinnulífsins | Umhverfisfyrirtæki ársins 2022 | Norðurál

Umhverfisdagur atvinnulífsins | Umhverfisfyrirtæki ársins 2022 | Norðurál

,,Kolefnisspor áls frá Norðuráli er með því lægsta sem gerist í heiminum”

Á Umhverfisdegi atvinnulífsins í dag 5.október var Norðuráli veitt viðurkenninguna: Umhverfisfyrirtæki ársins 2022.

Mynd: Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands veitir forsvarsfólki umhverfismála Norðuráls verðlaunin. F.v. Sólveig Kr. Bergmann, yfirmaður samskipta, Steinunn Dögg Steinsen, yfirmaður umhverfis- og öryggismála og Gunnar Guðlaugsson, forstjóri.

SJÁ NÁNARI FRÉTT Á SA.IS

NORÐURÁL er umhverfisfyrirtæki ársins 2022 from Samtök atvinnulífsins on Vimeo.

 

Umhverfisdagur atvinnulífsins | Umhverfisframtak ársins 2022 | Sjóvá

Umhverfisdagur atvinnulífsins | Umhverfisframtak ársins 2022 | Sjóvá

Útskipti framrúðu hefur í för með sér um 24.000 sinnum meiri losun en viðgerð á framrúðu.

Umhverfisdagur atvinnulífsins var haldinn í dag 5.október.  Þar veitti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands forsvarsfólki Sjóvá verðlaun Umhverfisframtak ársins 2022.

Á mynd: Elín Þórunn Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri tjónasviðs, Ólafur Þór Ólafsson, forstöðumaður eignatjóna, Hjalti Þór Guðmundsson, forstöðumaður ökutækjatjóna, Friðrik Helgi Árnason, hópstjóri eignatjóna og Pálín Dögg Helgadóttir, verkefnastjóri á skrifstofu forstjóra.

SJÁ NÁNARI FRÉTT INNÁ SA.IS

Ráðherrar og þingmenn á fundi bílgreinarinnar um orkuskiptalausnir í vegasamgöngum.

Ráðherrar og þingmenn á fundi bílgreinarinnar um orkuskiptalausnir í vegasamgöngum.

Það var margt um manninn á vinnustaða- og bílgreinaheimsókn í Velti, Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar, í gær.  Tilefnið var að fræðast um orkuskiptalausnir í bílgreininni og leiðir í vegasamgöngum til að takast á við markmið Íslands um samdrátt í koltvísýringslosun.

Á fundinum voru hæstvirtir ráðherrar, Guðlaugur Þór Þórðarson, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Birgir Ármannsson, þingmaður og forseti Alþingis og Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður og 4. varaforseti Alþingis. Á móti þeim tóku fulltrúar Bílgreinasambandsins, SVÞ-Samtaka verslunar og þjónustu og bílaumboðanna BL, Öskju, Brimborgar, Suzuki, Vatt og Ísband.

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, setti fundinn og framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, María Jóna Magnúsdóttir, flutti erindi um árangursríka rafvæðingu fólksbíla á Íslandi sem m.a. má þakka skilvirkum ívilnunum, frumkvæðis og framsýni bílgreinarinnar auk þess sem hún sýndi fram á í erindi sínu mikilvægi þess að styðja áfram við rafbílavæðinguna.

Þá flutti flutti forstjóri Brimborgar, Egill Jóhannsson, erindi sem fjallaði um orkuskiptaverkefni Brimborgar í þungaflutningum. Brimborg hefur í samvinnu við Volvo Truck náð samningum við 11 fyrirtæki, leiðtoga í orkuskiptum á Íslandi, um kaup á 23 rafknúnum þungaflutningabílum allt að 44 tonn. Um er að ræða eitt stærsta einstaka skref í að draga úr koltvísýringslosun Íslands í vegasamgöngum en verkefnið verður ítarlega kynnt síðar í þessari viku.

Sjá nánari frétt inná BRIMBORG.is

Mynd: frá Brimborg.is