16/11/2021 | Fræðsla, Fréttatilkynningar, Fréttir, Umhverfismál, Viðburðir
Samtök atvinnulífsins og EY á Íslandi taka höndum saman og setja á laggirnar árlegan Sjálfbærnidag atvinnulífsins þar sem fyrirtæki á Íslandi geta sótt sér nýjustu þekkingu sem nýtist þeim í rekstri út frá sjálfbærni og UFS viðmiðum.
Edward Sims, sjálfbærnisérfræðingur EY í Evrópu og aðalfyrirlesari Sjálfbærnidagsins segir m.a.; „Viðskiptavinir eru líklegri til að kaupa þjónustu af fyrirtækjum sem hafa jákvæð áhrif á umhverfi sitt og samfélag. Þessari þróun mun aðeins vaxa ásmegin“
Sjálfbærnidagurinn fer fram í fyrsta sinn 24. nóvember 2021 frá 09:00 – 12:30 með veglegri dagskrá og vinnustofu í Hörpu.
Í ár er sjónum beint að kolefnishlutleysi.
SMELLTU HÉR FYRIR NÁNARI DAGSKRÁ OG SKRÁNINGU
21/10/2021 | Fréttir, Umhverfismál, Verslun-innri
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ ræðir við Sigurð B. Pálsson forstjóra BYKO og Berglindi Ósk Ólafsdóttur, verkefnastjóra umhverfismála BYKO um hlutverk byggingarvöruverslunar í umhverfismálum.
Í þættinum er farið vítt og breitt um það hvernig verslun eins og BYKO tekur umhverfismál föstum tökum með eftirtektarverðum hætti.
Hvernig fer BYKO að því að koma umhverfisstefnu fyrirtækisins og metnaði þess í umhverfismálum til skila, bæði til starfsfólks og viðskiptavina?
Hvaða tækifæri sjá þau til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í mannvirkjageiranum? Jafnframt ber hinn fræga plankastrekkjara úr gamalli BYKO auglýsingu á góma í viðtalinu.
Þetta og meira til í snörpum 20 mínútna umræðuþætti.
Í tengslum við Umhverfisdag atvinnulífsins er allur októbermánuður eyrnamerktur umhverfismálum og málefnum orkuskipta í fróðlegum 20 mínútna umræðuþáttum. Þættirnir eru sýndir á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 10:00 í Sjónvarpi atvinnulífsins og í Samtölum atvinnulífsins á helstu hlaðvarpsveitum.
Hér má sjá nánari dagskrá mánaðarins
Umhverfismánuður atvinnulífsins 2021 – Dagskrá – Samtök atvinnulífsins
Samtöl atvinnulífsins:
Samtöl atvinnulífsins | Podcast on Spotify
18/10/2021 | Flutningasvið, Fréttir, Umhverfismál, Upptaka
Benedikt S. Benediktsson, lögfræðingur Samtaka verslunar og þjónustu ræddi við Gísla Arnarson, framkvæmdastjóra innanlandssviðs Samskipa um orkuskipti í landflutningum í snörpum 15 mínútna þætti.
Í þættinum er m.a. rætt um áhuga flutningafyrirtækja á orkuskiptum, óvissu sem þeim tengist, þær áskoranir sem fylgja áformum stjórnvalda um hröð orkuskipti og hverskonar skilaboð gætu e.t.v. liðkað fyrir.
Hér fyrir neðan má sjá viðtalið:
Í tengslum við Umhverfisdag atvinnulífsins er allur októbermánuður eyrnamerktur umhverfismálum og málefnum orkuskipta í fróðlegum 20 mínútna umræðuþáttum. Þættirnir eru sýndir á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 10:00 í Sjónvarpi atvinnulífsins og í Samtölum atvinnulífsins á helstu hlaðvarpsveitum.
07/10/2021 | Fréttir, Umhverfismál
Fyrirtækið sem hlýtur verðlaunin Umhverfisframtak ársins er SVÞ aðildarfyrirtækið Aha.is – netverslun með heimsendingarþjónustu, en á bakvið vörumerkið stendur fyrirtækið Netgengið. SVÞ óskar okkar fólki innilega til hamingju með verðlaunin og er stolt að hafa slíkt fyrirmyndarfyrirtæki innan sinna raða.
Kolefnisspor heimaksturs er ein stærsta umhverfisáskorun starfseminnar. Frá 2015 hafa rafknúnir bílar verið notaðir og er nú allur bílafloti fyrirtækisins knúinn 100% rafmagni. Unnið er með heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og markvisst stuðlað að vistvænum innkaupum. Aha hefur unnið að athyglisverðum tilraunum með flutningar á vörum með drónum sem er grundvöllur tilnefningar fyrirtækisins til Umhverfisframtaks ársins. Drónaverkefni Aha minnkar umferð og dregur úr svifryksmengun.
Hér er til mikils að vinna og hægt að draga enn meira úr umhverfisáhrifum starfseminnar og ekki síst verið að leita óhefðbundið að nýjum lausnum í umhverfismálum og hugsað út fyrir kassann.
Hér fyrir neðan má sjá myndband um hversu ótrúlega spennandi hluti fyrirtækið er að gera í umhverfismálum og þann árangur sem fyrirtækið hefur náð.
17/09/2021 | Fréttir, Umhverfismál, Viðburðir
11/08/2021 | Fréttir, Umhverfismál
Samtök atvinnulífsins og aðildarfélög óska eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins fyrir 8. september. Verðlaunin eru veitt af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, á Umhverfisdegi atvinnulífsins 6. október í Hörpu.
Tekið er við tilnefningum með tölvupósti á sa@sa.is merktum „Tilnefning til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins“. Veitt eru tvenn verðlaun; umhverfisfyrirtæki ársins og framtak ársins.
Dómnefnd velur úr tilnefningum* og mun meðal annars skoða eftirfarandi þætti:
Umhverfisfyrirtæki ársins
- Hefur innleitt umhverfisstjórnunarkerfi
- Hefur aflað viðurkenninga fyrir starfsemina/afurðirnar
- Hefur sjálfbæra nýtingu í stefnu sinni
- Hefur dregið úr úrgangi og nýtir aðföng vel
- Innra umhverfi er öruggt
- Áhættumat hefur verið gert fyrir starfsemina
- Gengur lengra en lög og reglur segja til um til að draga úr áhrifum starfseminnar á umhverfið
Framtak ársins
- Hefur efnt til athyglisverðs átaks til að draga úr umhverfisáhrifum af starfsemi sinni
- Hefur komið fram með nýjung – vöru, þjónustu eða aðferð – sem hefur jákvæð umhverfisáhrif
*Einungis er hægt að tilnefna skráða félagsmenn Samtaka atvinnulífsins til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins.
Dagskrá verður birt er nær dregur.
Að Umhverfisdegi atvinnulífsins standa Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtök verslunar og þjónustu.
Hér má sjá Framtak ársins 2020 – Netparta:
Umhverfisframtak ársins 2020: Netpartar from Samtök atvinnulífsins on Vimeo.