Matarkarfan hlutfallslega lág á Íslandi

Matarkarfan hlutfallslega lág á Íslandi

Morgunblaðið birtir í dag, 16.september 2023 grein um hlutfall matar og drykkjar af einkaneysluútgjöldum heimilanna samkvæmt tölum frá Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins.

Þar segir m.a. að Ísland er þar með þrettánda lægsta landið í Evrópu þegar kemur að þessum lífsnauðsynjum þegar horft er á þennan mælikvarða. Lægst er hlutfallið á Írlandi (8,3%), í Lúxemborg (9,9%) og í Sviss (10,3%). Ef horft er til nágrannaþjóða Íslands þá er hlutfallið í Danmörku 11,8%, í Finnlandi 12,2%, 12,4% í Noregi og 12,6% í Svíþjóð. Langhæsta hlutfall einkaneyslu sem fer í mat og drykk er í Albaníu, eða 42,4%, og þar á eftir fylgja löndin á Balkanskaga með ríflega 30% hlutfall.

Þessar tölur taka til útgjalda í hverju landi, óháð þjóðerni þeirra sem útgjöldin bera, þannig að mismikill fjöldi ferðamanna í löndunum getur skekkt myndina, samkvæmt
upplýsingum Hagstofu Íslands.

Matarkarfan MBL. 16.09.2023

Frá Morgunblaðinu 16.september 2023.

10 Mikilvægustu hæfnisþættir á vinnumarkaði 2023

10 Mikilvægustu hæfnisþættir á vinnumarkaði 2023

Alþjóðaefnahagsráðið (The World Economic Forum eða WEF) er sjálfstæð alþjóðastofnun sem sérhæfir sig í greiningu á framtíðarhæfni á vinnumarkaði. Stofnunin var stofnuð árið 1971 og hefur síðan þá verið leiðandi í að skoða hvernig vinnumarkaðurinn þróast og hvernig starfsferlar verða aðlagast nýjum áskorunum. WEF hefur rannsakað hvernig hæfni og færni verða að breytast í takti við fljótandi breytingar í atvinnulífinu. Stofnunin hefur miðað að því að greina þær hæfniskröfur sem vinnumarkaðurinn mætir og leggja áherslu á að þjóna almennum hagsmunum.

WEF er ekki tengd neinum sérstökum hagsmunasamtökum eða fyrirtækjum og starfar ekki í hagnaðarskyni. Í störfum sínum leggur hún áherslu á hlutlausa greiningu og byggir starfsemi sína á siðferðislegum og vitsmunalegum grundvelli. Það er því markmið stofnunarinnar að skoða markaðinn sem heild, greina þróunina og leiða af henni leiðandi hugmyndir og niðurstöður sem geta komið ágætlega að nýjum hættum og tækifærum.

WEF vinnur í samstarfi við bæði opinbera og einkageiran, með það að markmiði að greina framtíðarhæfni starfsfólks. Með því að skoða breytingar á vinnumarkaði og þeim áskorunum sem hann stendur frammi fyrir, geta fræðsluaðilar og menntastofnanir aðlagast námsefni og framboði sínu til að uppfylla þörf og hæfni markaðarins.

WEF birtir reglulega fresti, skýrslur þar á meðal „The Future of Jobs Report„, leggja ríka mat á framtíð starfa. Í þeim skýrslum er kortlagt hvernig störf koma til með að aðlagast nýjum þörfum, hvernig tækninýjungar munu hafa áhrif og hvernig hæfniþættir breytast með tímanum.

SMELLTU HÉR til að hlaða niður ‘The Future of Jobs Report 2023’

SMELLTU HÉR til að hlaða niður ’10 mikilvægustu hæfnisþættir 2023′

Opin ráðstefna SVÞ | Verslun og þjónusta á gervigreindaröld

Opin ráðstefna SVÞ | Verslun og þjónusta á gervigreindaröld

Opin ráðstefna SVÞ … vegferðin, áskorarnirnar og tækifærin! 

Við keyrum haustið í gang á fullum krafti með opinni ráðstefnu SVÞ – Samtökum verslunar og þjónustu með ráðstefnunni: Verslun og þjónusta á gervigreindaröld.

Dagsetning: fimmtudagurinn 24. ágúst 2023
Tími: 16:30 – 18:00
Staður: Hús atvinnulífsins, Borgartún 35, 105 Reykjavík

SKRÁNING NAUÐSYNLEG!
Smellið hér fyrir allar nánari upplýsingar og skráningu!

RSV | Innlend kortavelta dregst saman á milli mánaða

RSV | Innlend kortavelta dregst saman á milli mánaða

RSV – Rannsóknasetur verslunarinnar birtir í dag upplýsingar um kortaveltu í júlí mánuði 2023.

Samkvæmt greiningu var kortavelta júlímánaðar 133,8 milljörðum króna og þar af er innlend kortavelta 92,1 milljarður króna en það er lækkun um 2,2% milli mánaða en innlenda kortaveltan eykst á milli ára um 5,4%.  Netverslun Íslendinga eykst um 20% á milli ára og nemur 14,6 milljörðum króna.  Erlend kortavelta eykst hinsvegar um 17% milli ára og nemur 41,75 milljörðum króna.

Nánari frétt má nálgast á vefsvæði  RSV – HÉR

Nánari útlistun á kortaveltunni má nálgast í Sarpinum – HÉR

RSV | Innlend kortavelta dregst saman á milli mánaða

Erlend netverslun 12,5 milljarðar frá Janúar til Júní 2023

RSV – Rannsóknasetur verslunarinnar birtir í dag tölur af erlendri netverslun frá áramótum.

Þar kemur m.a. fram að erlend netverslun var á sama tíma í fyrra 11 milljarðar en er í dag 12,5 milljarðar króna. Erlend netverslun í júní 2023 nemur 2,46 milljörðum kr. en hún dregst saman um 5,5% milli mánaða. Fataverslun er langstærsti hlutinn af erlendri netverslun eða 1,1 milljarður króna. Þá vekur athygli að flokkurinn stórmarkaðir og dagvöruverslanir hefur tvöfaldast á milli ára en í þeim flokki er matvara af ýmsum toga.

Sjá nánar hér og inná SARPNUM hjá RSV

Er notkun reiðufjár að verða liðin tíð?

Er notkun reiðufjár að verða liðin tíð?

Breytingar á kostnaði við smágreiðslumiðlun.

Í nýlegu riti Seðlabanka Íslands, Kostnaður við smágreiðslumiðlun, er að finna mat bankans á kostnaði við notkun ólíkra greiðslumiðla, þ.e. einkakostnaði og samfélagskostnaði af smágreiðslumiðlun.

Af umfjölluninni virðist leiða að töluverðar breytingar hafi orðið á greiðsluhegðun og hagkvæmni í rafrænni greiðslumiðlun hafi aukist undanfarin ár. Á móti hefur samfélagskostnaður af notkun reiðufjár aukist á sama tíma og hlutur kostnaðarins í vergri landsframleiðslu hefur minnkað.

Með öðrum orðum fer kostnaður við greiðslu, móttöku og meðhöndlun reiðufjár hækkandi. Eins fyrirtæki í verslun og þjónustu þekkja hvíla verulega íþyngjandi skyldur á þeim fyrirtækjum sem taka við reiðufjárgreiðslum sem nema hærri fjárhæðum í krónum en sem nemur 10 þúsund evrum. Það er því orðið verulegt áhorfsefni hvort og að hvaða leyti það er skynsamlegt og hagkvæmt fyrir fyrirtæki í verslun og þjónustu að taka við reiðufé.

Ekki er að fullu ljóst hvaða áhrif það mundi hafa fyrir íslensk fyrirtæki að stíga það skref að hafna móttöku reiðufjárgreiðslna. Ekki er víst að viðtökur allra samfélagshópa yrðu góðar. Þá þarf væntanlega einnig að huga að hlutverki reiðufjár t.d. þegar posarnir virka ekki af einhverjum sökum.

Þetta ætlum við að ræða á ráðstefnu SVÞ og SFF hinn 1. júní nk. á Grand hótel Reykjavík þar sem við fáum innsýn í reynslu sænsku verslunarinnar af minnkandi notkun reiðufjár.

Aðildarfyrirtæki SVÞ eru eindregið hvött til að senda fulltrúa á ráðstefnuna, ekki síst fjármálastjóra og aðra þá sem þurfa að þekkja til breytinga sem mögulega eru í farvatninu. Ætla má að fyrirtæki sem taka á móti greiðslum neytendum ættu að líta svo á að þar sé á ferðinni ráðstefna sem ekki sé skynsamlegt að láta fram hjá sér fara.

 

SMELLTU HÉR til að skrá þig á ráðstefnuna.