Byggðu upp og haltu samband við viðskiptavini með efnismarkaðssetningu!

Efnismarkaðssetning (e. Content marketing) er ein öflugasta leiðin til að byggja upp og viðhalda sambandi við viðskiptavininn, sérstaklega þegar hún er nýtt á áhrifaríkan hátt í samspili við markaðssetningu á samfélagsmiðlum og með tölvupósti. Á þessu námskeiði verður farið yfir:

  • Hvað efnismarkaðssetning er og hvað hún getur gert
  • Notkun efnismarkaðssetningar á mismunandi stigum í vegferð viðskiptavinarins
  • Mismunandi tegundir efnismarkaðssetningar
  • Dreifingu efnis á áhrifaríkan hátt

Fyrir hverja hentar þetta námskeið: Verslanir og þjónustufyrirtæki sem vilja byggja upp samband sitt við viðskiptavini á áhrifaríkan hátt og auka viðskiptatryggð

Í framhaldi af þessu námskeiði verður haldið námskeið um markaðssetningu með tölvupósti (20. nóvember) en efnismarkaðssetning og tölvupóstmarkaðssetning eru tengd órjúfanlegum böndum.

Hvenær: 30. október kl. 9:00-12:00

Hvar: Hylur, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík

Kennari: Þóranna K. Jónsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri SVÞ og markaðsráðgjafi. Þóranna hefur unnið að efnismarkaðssetningu fyrir ýmis fyrirtæki á sl. árum og er vottaður sérfræðingur frá DigitalMarketer í efnismarkaðssetningu.

Frítt fyrir félaga í SVÞ. Aðrir greiða 4.000 kr.

 

SKRÁNING – Námskeið í efnismarkaðssetningu

Þriðjudaginn 30. október kl. 9:00-12:00

Vinsamlegast athugið. Flestir viðburðir á vegum SVÞ eru félagsmönnum að kostnaðarlausu. Í skráningarforminu hér fyrir neðan ert þú beðin(n) um að merkja við hvort þú ert félagi eða ekki. Ef þú ert ekki félagi í SVÞ munt þú verða beðinn um að greiða fyrir viðburðinn á staðfestingarsíðunni sem birtist eftir skráningu.

* indicates required
Ertu félagi í SVÞ?