RSV – Rannsóknasetur verslunarinnar birtir í dag tölur af erlendri netverslun frá áramótum.

Þar kemur m.a. fram að erlend netverslun var á sama tíma í fyrra 11 milljarðar en er í dag 12,5 milljarðar króna. Erlend netverslun í júní 2023 nemur 2,46 milljörðum kr. en hún dregst saman um 5,5% milli mánaða. Fataverslun er langstærsti hlutinn af erlendri netverslun eða 1,1 milljarður króna. Þá vekur athygli að flokkurinn stórmarkaðir og dagvöruverslanir hefur tvöfaldast á milli ára en í þeim flokki er matvara af ýmsum toga.

Sjá nánar hér og inná SARPNUM hjá RSV