Viltu hafa áhrif á mótun samfélagsins?

Hagsmunagæsla á tímum mikilla breytinga

Síðustu tvö ár hafa fyrirtæki í verslun og þjónustu fengist við miklar áskoranir. Heimsfaraldur og sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda kalla sífellt á ný viðfangsefni og vinnubrögð. Brestir í aðfangakeðjunni, erfiðar aðstæður á flutningamarkaði og eftirspurnarbreytingar hafa breytt rekstraraðstæðum. Fordæmalausar hækkanir hráefnisverðs og flutningskostnaðar hafa blasað við nær öllum fyrirtækjum í verslun og þjónustu. Útlit er fyrir hallarekstur ríkissjóðs næstu ár en viðbúnar eru breytingar á forsendum stefnu opinberra fjármála. Kjarasamningsviðræður eru framundan. Sjaldan hefur verið mikilvægara að aðildarfyrirtæki SVÞ leggi sitt af mörkum á vettvangi samtakanna.

Með setu í stjórn SVÞ gefst þér tækifæri á að hafa áhrif á mótun rekstrarumhverfis fyrirtækja í verslun og þjónustu.

Ertu ekki alveg kjörin/n?

LEITAÐ ER TILLAGNA UM FJÓRA MEÐSTJÓRNENDUR Í STJÓRN SVÞ OG FULLTRÚA SVÞ Í FULLTRÚARÁÐ SAMTAKA ATVINNULÍFSINS

Kjörnefnd SVÞ leitar að áhugasömum stjórnendum til setu í stjórn samtakanna.

  • Þrír stjórnarmenn taka sæti til næstu tveggja starfsára og einn til eins árs.
  • Þá er leitað eftir fulltrúum til setu í fulltrúaráði SA til eins árs.

Við hvetjum þig til að bjóða þig fram eða senda inn tilnefningu fyrir kl. 12:00 hinn 17. febrúar nk. en framboðsfrestur samkvæmt samþykktum rennur út 23. febrúar. Aðalfundur verður haldinn 17. mars nk.

Í stjórn SVÞ eiga sæti formaður og sex meðstjórnendur.

  • Formaður SVÞ til loka næsta starfsárs, 2022/2023 er Jón Ólafur Halldórsson, Marga ehf. 

Eftirtaldir meðstjórnendur eiga sæti í stjórninni til loka næsta starfsárs, 2022/2023:

  • Guðrún Jóhannesdóttir, Kokku ehf.
  • Hinrik Örn Bjarnason, Festi hf.

Þrír meðstjórnendur skulu kosnir til setu í stjórn SVÞ fyrir næstu tvö starfsár. Einn meðstjórnandi mun ganga úr stjórninni á næsta aðalfundi og í hans stað þarf að kjósa nýjan meðstjórnanda til eins árs.

Tilnefningar til formanns SVÞ, stjórnar samtakanna og fulltrúaráðs SA skulu sendar til SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu, Borgartúni 35, 105 Reykjavík, merktar „Kjörnefnd SVÞ“ eða á netfangið: kosning@svth.is

Rétt er að minna á að tillögur um breytingar á samþykktum SVÞ þurfa að berast stjórn samtakanna eigi síðar en 23. febrúar 2022.

Fólk af öllum kynjum er hvatt til að gefa kost á sér í stjórn SVÞ og í fulltrúaráð SA.

Kjörnefnd SVÞ