Settur hefur verið upp lokaður Facebook hópur fyrir félagsmenn SVÞ. Tilgangurinn er að hafa lokað svæði þar sem hægt er að deila ýmsu efni með félagsmönnum. Nú þegar geta félagsmenn nálgast þar upptöku af erindi Greg Willams, aðalritstjóra WIRED frá opnu ráðstefnunni okkar, Keyrum framtíðina í gang! í mars sl. og streymi frá fundi um stafræna vegferð, með Helgu Jóhönnu Oddsdóttur frá Strategic Leadership og Tómasi Ingasyni, framkvæmdastjóra stafrænnar þróunar og upplýsingatækni hjá Icelandair.

Við hvetjum félagsmenn til að sækja um aðgang að hópnum hér: https://www.facebook.com/groups/samtok.vth/

Vinsamlegast athugið að til að fá aðgang þarf að svara spurningum sem upp koma þegar sótt er um, svo að við getum sannreynt að viðkomandi starfi hjá fyrirtæki sem er aðili að samtökunum.

Við hlökkum til að deila með ykkur frekara gagnlegu efni innan hópsins í framtíðinni!