Faghópar

Um faghópa

SVÞ eru hagsmunasamtök fyrirtækja í verslun og þjónustu. Öll fyrirtæki í þessum starfsgreinum geta gengið í samtökin og notið þjónustu þeirra. Samtökin skapa jarðveg fyrir nýjar hugmyndir og koma á framfæri röksemdum fyrir jákvæðu starfsumhverfi atvinnulífsins. Mikill metnaður er lagður í að halda uppi vönduðum málflutningi gagnvart stjórnvöldum, fjölmiðlum og öðrum markhópum og leitast samtökin þannig við að vera traustur málsvari aðildarfyrirtækja sinna.

Einn af hornsteinum í starfi samtakanna er starfsemi faghópa. Á vettvangi þeirra hafa fyrirtæki í hinni fjölbreytilegu flóru fyrirtækja innan SVÞ tækifæri til að vinna saman að sameiginlegum hagsmunamálum. Faghóparnir eru yfirleitt myndaðir af fyrirtækjum í sömu starfsgrein en geta líka verið þverfaglegir hópar myndaðir af ólíkum fyrirtækjum í kringum ákveðin átaksverkefni. Form hópanna er einnig mismunandi. Á meðan sumir hópar eru mjög fastir í formi og funda reglulega eru aðrir kallaðir saman eftir þörfum.

Faghópar:
Faggildingarstofur
Hópur um lausasölulyf
Hópur um netverslun
Hópur um öryggismál í samgöngum
Landflutningahópur
Lítil og meðalstór fyrirtæki
Lyfsöluhópur
Mannauðs- og fræðslustjórahópur
Matvöruhópur
Tollmiðlarahópur
Vátryggingamiðlarar
Þjónustufyrirtæki
Öryggishópur