Fasteignabóla, sem vafasamt er hvort innistæða sé fyrir, fær vart staðist.

Jón Ólafur Halldórsson, formaður Samtaka verslunar og þjónustu skrifar grein í Innherja í dag þar sem hann bendir m.a. á að það geti ekki talist eðlilegt að fasteignaskattur ráðist óheft af markaðsvirði eigna, ekki síst við það ástand sem nú ríkir á fasteignamarkaði.

Þá bendir Jón Ólafur einnig á að enn á ný beinist atyglin að þeirri lagaumgjörð sem gildir um fasteignaskatt. Fyrir það fyrsta getur það ekki talist eðlilegt að fasteignaskattur ráðist óheft af markaðsvirði eigna, ekki síst við það ástand sem nú ríkir á fasteignamarkaði. Að fasteignabóla, sem vafasamt er hvort innistæða er fyrir, hafi svo víðtæk áhrif á þennan skattstofn fær vart staðist. En það er þó fyrst og fremst skattprósentan sem aðkallandi er að breytist.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ LESA ALLA GREININA