Á visir.is í gær er fjallað um þann misskilning sem uppi hefur orðið um fjölda í verslunum en fólk hefur talið að fjöldatölur miðuðust við samanlagðan fjölda starfsfólks og viðskiptavina. Hið rétta er að fjöldatakmarkanir í verslunum og þjónustu miðast við fjölda viðskiptavina, að undanskildu starfsfólki.

Í umfjölluninni segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ að það sé afar óheppilegt að jafn íþyngjandi stjórnvaldstilmæli og þessi séu ekki þannig úr garði gerð að hafið sé yfir vafa hvernig eigi að framfylgja þeim.

 

>> SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA UMFJÖLLUNINA Í HEILD SINNI