Fleira má bíta en frosna steik – Fundur 7. des. nk.

Fleira má bíta en frosna steik – Fundur 7. des. nk.

Allt sem þú vildir vita um fersk matvæli, en þorðir ekki að spyrja um

Samtök verslunar og þjónustu og Neytendasamtökin boða til fundar fimmtudaginn 7. desember nk. kl. 8.30 – 10.00 í Gullteigi A, Grand Hóteli Reykjavík.

Morgunverður í boði frá kl. 8.00.

Dagskrá:

Umfjöllun um dóm EFTA-dómstólsins um skilyrði fyrir innflutningi á matvælum
Ólafur Jóhannes Einarsson, lögmaður hjá BBA og fyrrverandi framkvæmdastjóri innra markaðssviðs Eftirlitsstofnunar EFTA.

Innflutningur ferskra matvæla – Áhætta fyrir heilsu manna?
Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir hjá embætti landlæknis

Verndarstefna á kostnað neytenda
Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna

Fundarstjóri verður Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ

 

SKRÁNING - Fleira má bíta en frosna steik

Fundur fimmtudaginn 7. desember, kl. 8.30 - 10.00, Gullteigur A, Grand Hótel Reykjavík Morgunverður í boði frá kl. 8.00