Flutningasvið SVÞ

Flutningasvið SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu var stofnað í ársbyrjun 2006.  Hlutverk þess er að halda utan um og sinna hagsmunamálum flutningagreinarinnar á landi sjó og í lofti. Stofnaðilar flutningasviðsins voru fyrirtæki innan SÍK – Sambands íslenskra kaupskiptaútgerða; Eimskip, Samskip, Nesskip og Nes – skipafélag auk Icelandair Cargo, Íslandspósts, Olíudreifingar og Skeljungs. Síðar hafa bæst við aðildarfélög Landvara, LV – Landssamband vörubifreiðaeigenda og Transport ehf.. Flutningsmiðlanir í eigu skipafélaganna Jónar Transport – dótturfélag Samskips og TVG-ZIMSEN dótturfyrirtæki Eimskips eru aðilar að flutningasviði í gegnum móðurfyrirtækin. 

Öll aðildarfyrirtæki SVÞ sem starfa í hvers kyns vöruflutningaþjónustu og/eða hafa ríka hagsmuni af þróun í þeirri atvinnugrein geta gerst aðilar að flutningasviðinu.