Fræðsla

Fræðslumál skipa stóran sess innan flutningasviðs SVÞ.  Aðkoma flutningasviðs er með þátttöku fulltrúa í ráðum sem hafa með fræðslu- og menntunarmál að gera, með aðkomu að námsbrautum og námsefnisgerð innan skólakerfisins, gerð upplýsingaefnis og fræðslufunda.

FRÆÐSLUEFNI:

Þrískipt viðvörun við veðurvá sökum vinda fyrir farm- og fólksflutningabifreiðar

Handbók um frágang á farmi

NÁM / SKÓLAR:

Flutningar, innkaup, birgðir og vörudreifing – Opni háskólinn í Reykjavík

Opni háskólinn í HR býður upp á hagnýtt  nám, samhliða vinnu, í flutninga- og vörustjórnun. Námið var m.a. sett upp í samráði við fagráð flutningasviðs  SVÞ og þá fyrirtækja sem starfa á sviði flutninga.  Nemendur kynnast öllum hliðum flutninga, innkaupa og dreifingar í einu námi með áherslu á umbætur í rekstri með aðferðum rekstrarstjórnunar.

Nánari upplýsingar á www.opnihaskolinn.is

Vöruflutningaskólinn

Vöruflutningaskólinn er ætlaður einstaklingum  á vinnumarkaði sem eru starfsmenn flutningafyrirtækja – sjá námskrá hér.

RÁÐ- OG NEFNDIR:

Flutningasvið á fulltrúa í starfsgreinaráði samgöngu- farartækja- og flutningsgreina á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis. Sjá nánar hér.