Hvað er í umræðunni í Evrópu tengt flutningagreininni?

Eins og ítrekað hefur verið í greinum SVÞ býr flutningagreinin við starfsumhverfi þar sem lög og reglugerðir koma að mestu leyti frá Evrópusambandinu. Oft er það svo að við vitum lítið um málin á frumstigi og þau birtast okkur í formi reglugerða eða tilskipana fullkláruð. Starf flutningasviðs SVÞ innan BUSINESSEUROPE gefur möguleika að fylgjast með þróun umræðunnar.

Hér á síðunni verður leitast við að taka dæmi af umræðu Evrópusambandsins um flutningagreinina eins og hún birtist á vef þeirra hverju sinni. Þessi síða mun fyrst og fremst byggja á upplýsingaflæði frá flutningahópi BUSINESSEUROPE og verður því ekki talin tæmandi en birtir vonandi það helsta sem skiptir máli.