Málefnahópar

Fræðsluhópur

Fræðslustjórar stærri fyrirtækja sem aðild eiga að flutningasviði mynda með sér hóp sem kemur að ýmsum verkefnum, s.s. öryggis- og fræðslumálum og hittist eftir þörfum.  Sömu fulltrúar sitja jafnframt í starfsgreinaráði samgöngu-, farartækja- og flutningsgreina  á vegum mennta- og menningamálaráðuneytis.

Landflutningahópur

Landflutningahópur hittist að hluta eða í heild sinni eftir því sem þurfa þykir en  árlegir upplýsingafundir með Vegagerð eru fastur liður þessa hóps auk aðkomu að sérverkefnum sem þá er boðað til sérstaklega.

Tollmiðlarahópur

Tollmiðlarahópur SVÞ  hefur verið starfandi frá ársbyrjun 2011.  Hópurinn samanstendur af fulltrúum þeirra fyrirtækja innan SVÞ sem hafa heimild til tollmiðlunar.  Tollmiðlararnir hittast að jafnaði ársfjórðungslega.

Verkefni hópsins snúa að málum sem snerta tollmiðlun, s.s. samskipti við tollinn, lög og reglugerðir auk þess sem sameiginleg fræðsla tollmiðlara skipar veigamikinn sess.

Í tollmiðlarahóp SVÞ eru fulltrúar allra fyrirtækja sem koma að flutningasviði auk fulltrúa frá Högum.

Vinnuhópur um öryggismál

Vinnuhópur um öryggismál kemur saman að hluta eða í heild  sinni að verkefnum sem unnin eru á sviði öryggismála, s.s. að gerð handbókar um frágang á farmi og öryggisviðmið fyrir vöru- og fólksflutningafyrirtæki varðandi umferðaröryggi og vindafar svo dæmi séu tekin.

Samstarfshópur um samgöngumál

Tilgangur þessa vettvangs  er að tryggja að aðilar hans geti fjallað heildstætt um breytingar á umhverfi samgöngumála. Samstarfshópurinn er skipaður fulltrúum  frá SVÞ, SA, SAF, SI og SAF og er vettvangur til almennra umræðna og skoðanaskipta um samgöngumál, s.s. um alþjóðlegar reglur, evrópureglur, lagafrumvörp og reglugerðir sem áhrif hafa á rekstrarumhverfi fyrirtækjanna.   Samstarfshópurinn stendur ennfremur fyrir upplýsinga- og fræðslufundum.