FLUTNINGASVIÐ

Flutningasvið SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu var stofnað í ársbyrjun 2006. Hlutverk þess er að halda utan um og sinna hagsmunamálum flutningagreinarinnar á landi, sjó, og í lofti.

Stofnaðilar flutningasviðsins voru fyrirtæki innan Sambands íslenskra kaupskiptaútgerða; Eimskip, Samskip, Nesskip og Nes – skipafélag auk Icelandair Cargo, Íslandspósts, Olíudreifingar og Skeljungs. Frá stofnun sviðsins hafa nokkur fyrirtæki hætt starfsemi innan sviðsins og önnur bæst við.

Öll aðildarfyrirtæki SVÞ sem starfa í hvers kyns vöruflutningaþjónustu og/eða hafa ríka hagsmuni af þróun í þeirri atvinnugrein geta gerst aðilar að flutningasviðinu.

Markmið flutningasviðs SVÞ eru:

  • Að lög og reglugerðir sem settar eru séu ekki óeðlilega eða óþarflega íþyngjandi fyrir starfsemi atvinnugreinarinnar og þeirra fyrirtækja innan SVÞ sem þarf starfa.
  • Að auka almenna þekkingu á hlutverki og mikilvægi vöruflutningastarfseminnar fyrir íslenskt atvinnulíf og samfélag.
  • Að auka framboð og eftirspurn eftir menntun í flutningagreininni og þannig gera starfsfólk flutningafyrirtækja hæfara til sinna starfa.
  • Að skapa aðilum flutningasviðs hagræði með faglegu samstarfi.
  • Að skapa samstarfsvettvang til hagsmunagæslu fyrir flutningsaðila innan SVÞ.

 

Viðtal: Orkuskipti í landflutningum

Viðtal: Orkuskipti í landflutningum

Benedikt S. Benediktsson, lögfræðingur Samtaka verslunar og þjónustu ræddi við Gísla Arnarson, framkvæmdastjóra innanlandssviðs Samskipa um orkuskipti í landflutningum í snörpum 15 mínútna þætti.

Lesa meira
Við spurðum frambjóðendur spjörunum úr!

Við spurðum frambjóðendur spjörunum úr!

Nú á dögunum fékk SVÞ til sín frambjóðendur nokkurra helstu flokka sem bjóða fram til Alþingis nú í haust. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, tók viðtölin og frambjóðendur voru spurðir um ýmis mál sem aðildarfyrirtæki SVÞ varðar. Smelltu til að vita meira!

Lesa meira
Hvað með trukkana?

Hvað með trukkana?

Trukkur, samkvæmt orðabók, er stór og kraftmikill vörubíll. Trukkar eru okkur mikilvægir þó flest okkar leiði hugann sjaldnast að þeim. Trukkar eru ekki bara öskubílar, olíubílar og mjólkurbílar heldur flutningabílar sem færa vörur milli staða. Trukkar færa t.d....

Lesa meira