FLUTNINGASVIÐ
Hlutverk flutningasviðs SVÞ
Hagsmunagæsla: að gæta beinna og óbeinna hagsmuna vöruflutningagreinarinnar og þeirra fyrirtækja innan SVÞ sem þar starfa, gagnvart lagasetningu og mótun viðhorfa í samfélaginu, m.a.:
- veita umsagnir um lagafrumvörp og reglugerðir.
- veita gagnrýni á gildandi lög og reglugerðir þar sem lagasetning hefur misfarist eða framkvæmd er ekki í takt við tilætlanir.
- vera þátttakandi og mótandi í almennri umræðu um starfsemi og umhverfi vöruflutningagreinarinnar með greinaskrifum og fundahöldum og hafa þannig áhrif á stjórnvöld.
Menntun og fræðsla um vöruflutningaþjónustu: að vinna að eflingu og aukningu þeirra menntunar og fræðslu sem í boði er um vöruflutningaþjónustu, m.a.:
- vera í nánu sambandi við þær menntastofnanir sem bjóða nám á þessu sviði eða hefðu áhuga á að gera slíkt.
- flytja fyrirlestra um vöruflutningastarfsemi á námskeiðum ef óskað er eftir.
- ráðstefnuhald um vöruflutningastarfsemi og tengd mál.
- greinaskrif um vöruflutningastarfsemi og tengd mál.
Samstarfsvettvangur fyrirtækja í flutningaþjónustu: að vera vettvangur fyrir faglegt samstarf og samvinnu þeirra fyrirtækja sem aðild eiga að flutningasviðinu, m.a.:
- kanna hagkvæmni þess að fyrirtæki sameinist um innkaup á vöru eða þjónustu.
- kanna hagkvæmni þess að fyrirtækisameinist um námskeiðahald á eigin vegum eða í samstarfi við aðra aðila.
- samvinnu við útgáfu staðlaðra þjónustuskilmála o.þ.h.
- samvinnu um notkun rafrænnar tækni í samskiptum við viðskiptavini o.s.frv.
Upplýsingaöflun og greining: að skapa aðilum flutningasviðs verðmæti í formi öflunar og greiningar á hvers kyns upplýsingum um vöruflutningamarkaðinn, m.a.:
- framkvæmd markaðsrannsókna á stærð og þróun vöruflutningamarkaðarins í heild og einstakra hluta hans og á hlutdeild aðildarfyrirtækja í þessum markaðshlutum.
- framkvæma greiningu á þróun á rekstarumhverfi vöruflutningamarkaðarins, tekjum hins opinbera af slíkri starfsemi og möguleika á hagræðingu með breytti löggjöf, bættum samgöngum o.fl.
- framkvæma greiningar á vörustjórnunarkostnaði íslenskra fyrirtækja og þjónustu.