FLUTNINGASVIÐ
Flutningasvið SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu var stofnað í ársbyrjun 2006. Hlutverk þess er að halda utan um og sinna hagsmunamálum flutningagreinarinnar á landi, sjó, og í lofti.
Stofnaðilar flutningasviðsins voru fyrirtæki innan Sambands íslenskra kaupskiptaútgerða; Eimskip, Samskip, Nesskip og Nes – skipafélag auk Icelandair Cargo, Íslandspósts, Olíudreifingar og Skeljungs. Frá stofnun sviðsins hafa nokkur fyrirtæki hætt starfsemi innan sviðsins og önnur bæst við.
Öll aðildarfyrirtæki SVÞ sem starfa í hvers kyns vöruflutningaþjónustu og/eða hafa ríka hagsmuni af þróun í þeirri atvinnugrein geta gerst aðilar að flutningasviðinu.
Markmið flutningasviðs SVÞ eru:
- Að lög og reglugerðir sem settar eru séu ekki óeðlilega eða óþarflega íþyngjandi fyrir starfsemi atvinnugreinarinnar og þeirra fyrirtækja innan SVÞ sem þarf starfa.
- Að auka almenna þekkingu á hlutverki og mikilvægi vöruflutningastarfseminnar fyrir íslenskt atvinnulíf og samfélag.
- Að auka framboð og eftirspurn eftir menntun í flutningagreininni og þannig gera starfsfólk flutningafyrirtækja hæfara til sinna starfa.
- Að skapa aðilum flutningasviðs hagræði með faglegu samstarfi.
- Að skapa samstarfsvettvang til hagsmunagæslu fyrir flutningsaðila innan SVÞ.
Upptökur og efni frá upplýsingafundi Vegagerðarinnar
Upptökur og efni frá félagsfundi SVÞ og Samtaka ferðaþjónustunnar með Vegagerðinni eru nú aðgengilegar hér fyrir neðan. Á fundinum fóru fulltrúar frá Vegagerðinni yfir um vetrarþjónustu, viðhald og öryggismál vegakerfisins og svöruðu spurningum fundarmanna.
Tollstjóri óskar eftir fyrirtækjum til að taka þátt í tilraunaverkefninu „Viðurkenndir rekstraraðilar“ (AEO-vottun)
Tollstjóri hefur að undanförnu unnið að innleiðingu á AEO-vottun hér á landi. AEO er alþjóðleg gæðavottun sem felur í sér að fyrirtækið er talið vera öruggur hlekkur í aðfangakeðjunni, hefur tileinkað sér ábyrga tollmeðferð og uppfyllir kröfur um alþjóðlega...
Frá ráðstefnu um stafræna tækniþróun í flutningageiranum
Á ráðstefnu SVÞ um stafræna tækniþróun í flutningageiranum sem haldinn var á Grand hóteli 31. ágúst var rætt m.a. um stöðu flutningageirans og um alþjóðlega þróun sem hefur áhrif á geirann. Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, fjallaði um þær breytingar sem eru að verða...
Stafræn tækniþróun í flutningageiranum – Skráning hafin
SVÞ býður aðildarfyrirtækjum SVÞ á ráðstefnu um stafræna tækniþróun í flutningageiranum þann 31. ágúst nk. kl. 8.30 – 11.30. Ráðstefnan sem verður haldin í Gullteigi á Grand Hóteli, Reykjavík er öllum opin og er aðildarfyrirtækjum að kostnaðarlausu. Þátttökugjald...