FLUTNINGASVIÐ

Flutningasvið SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu var stofnað í ársbyrjun 2006. Hlutverk þess er að halda utan um og sinna hagsmunamálum flutningagreinarinnar á landi, sjó, og í lofti.

Stofnaðilar flutningasviðsins voru fyrirtæki innan Sambands íslenskra kaupskiptaútgerða; Eimskip, Samskip, Nesskip og Nes – skipafélag auk Icelandair Cargo, Íslandspósts, Olíudreifingar og Skeljungs. Frá stofnun sviðsins hafa nokkur fyrirtæki hætt starfsemi innan sviðsins og önnur bæst við.

Öll aðildarfyrirtæki SVÞ sem starfa í hvers kyns vöruflutningaþjónustu og/eða hafa ríka hagsmuni af þróun í þeirri atvinnugrein geta gerst aðilar að flutningasviðinu.

Markmið flutningasviðs SVÞ eru:

  • Að lög og reglugerðir sem settar eru séu ekki óeðlilega eða óþarflega íþyngjandi fyrir starfsemi atvinnugreinarinnar og þeirra fyrirtækja innan SVÞ sem þarf starfa.
  • Að auka almenna þekkingu á hlutverki og mikilvægi vöruflutningastarfseminnar fyrir íslenskt atvinnulíf og samfélag.
  • Að auka framboð og eftirspurn eftir menntun í flutningagreininni og þannig gera starfsfólk flutningafyrirtækja hæfara til sinna starfa.
  • Að skapa aðilum flutningasviðs hagræði með faglegu samstarfi.
  • Að skapa samstarfsvettvang til hagsmunagæslu fyrir flutningsaðila innan SVÞ.

 

Ráðstefna um stafræna tækniþróun í flutningageiranum

SVÞ býður aðildarfyrirtækjum SVÞ á ráðstefnu um stafræna tækniþróun í flutningageiranum þann 31. ágúst nk. Birgit Marie Liodden verður aðalræðumaður ráðstefnunnar og mun hún fjalla um stafræna tækniþróun í sjó-, land- og flugflutningum og hvernig sú þróun hefur áhrif...

Lesa meira